Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. ágúst 2025 17:19 Til vinstri er ein af myndunum sem prýða skjalið og til hægri er nýleg mynd af norðanverðri Gasaborg. Vísir/Samsett Bandaríski fjölmiðillinn Washington Post hefur undir höndum 38 blaðsíðna skjal sem útlistar áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasasvæðisins að stríðinu loknu. Það felur meðal annars í sér að allir íbúar svæðisins verði fluttir burt, að Bandaríkin fari með völd á svæðinu í tíu ár hið minnsta og að ströndinni verði umbreytt í „gervigreindarknúna“ ferðamannaparadís og rafbílaframleiðslusvæði. Öllum þeim sem eiga land á Gasaströndinni verður gefinn „stafrænn tóki“ í skiptum fyrir byggingarrétt á lóðinni. Allir Palestínumenn sem bolað er burt, þó í skýrslunni sé það sagt valfrjálst, fá svo fimm þúsund dali og bætur að andvirði fjögurra ára leigu annars staðar. Þá fá þeir einnig matarbirgðir til fimm ára, að því er Washington Post greinir frá. Kjósi þeir ekki að yfirgefa landið sitt fyrir fullt og allt munu Palestínumenn geta skipt stafræna tókanum út fyrir íbúð í einni af þeim sex til átta „gervigreindarknúnu snjallborgum“ sem reisa á á Gasasvæðinu. Sjóðurinn frábæri fari með völd á Gasa Áætlunin ber nafnið Gaza Reconstitution, Economic Acceleration and Transformation Trust, skammstafað GREAT Trust, sem mæti útleggja á íslensku sem Frábæri sjóðurinn. Skjalið er unnið í samstarfi við sömu ísraelsku athafnamönnunum og stofnuðu og reka Gaza Humanitarian Foundation sem annast matargjafir á hinu hungursorfna Gasasvæði. Stofnunin var sett á laggirnar í maí á þessu ári og síðan þá hafa ríflega þúsund manns verið drepnir við það að sækja birgðir á stöðvar hennar. Framtakið verður fjármagnað af einkafjárfestum og er miklu bleki varið í það í skýrslunni að fjalla um þann mikla arð sem fyrirtækið muni bera fjárfestum. Ólíkt Gaza Humanitarian Foundation sem er rekið af fjárveitingum verður „Gasarívíeran“ reist á grunni rafbílaverksmiðja, gagnavera, strandhótelum og fasteignasölu. Samkvæmt útreikningum ísraelsku sérfræðinganna mun framtakið borga sig fjórfalt innan tíu ára. Fjölskylda syrgir hinn sextán ára Awad Jarada sem var skotinn til bana við matardreifingarstöð GHF í dag.AP/Jehad Alshrafi Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla reiði og undran þegar hann hét að leggja undir sig Gasa og byggja hana upp. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að 90 prósent bygginga á Gasasvæðinu hafi verið eyðilagðar í linnulausum loftárásum og borgara og innviði, þannig er ljóst að endurreist svæðisins krefjist mikillar vinnu og fjármagns. Samkvæmt skjalinu munu Ísraelar færa stjórn Gasa í hendur GREAT-sjóðsins þrátt fyrir að Ísraelar hafi engin slík réttindi. Þetta verður gert með tvíhliða samningi Bandaríkjanna og Ísraels sem myndi síðan þróast út í svokallaðað gæsluverndarfyrirkomulag áþekkt því og Bandaríkin höfðu við Kyrrahafsþjóðir og hafa sums staðar enn. Strandhótel og Tesla-verksmiðjur Þessi gæsluvernd verði svo við lýði í tíu ár hið minnsta eða þangað til að „endurbætt og aföfgavædd palestínsk stjórn er tilbúin að taka við völdum.“ Hvergi í skjalinu er talað um sjálfstætt palestínskt ríki heldur aðeins þessa fyrrnefndu stjórn (e. polity). Fyrirtækið myndi byrja á því að ryðja burt rústum borga Gasasvæðisins og fjarlægja ósprungnar sprengjur. Að því loknu hefjist enduruppbyggingin. Við austanverð landamæri Gasa og Ísraels verði „snjalliðnaðarsvæði“ reist þar sem bandarískir bílaframleiðendur muni framleiða rafbíla í massavís og risavöxnum gagnaverum verði komið upp til að þjónusta Ísrael og nágrannalönd. Strandlengjan verði að „Trump-rívíerunni á Gasa“ þar sem reistir verði heimsklassa baðstaðir og ferðamannainnviðir. Hugmyndir um manngerðar eyjar áþekkar þeim undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Níutíu prósent bygginga á Gasasvæðinu eru óíbúðarhæf.AP/Jehad Alshrafi Á Gasasvæðinu miðju, á milli baðlóna og strandhótela annars vegar og verksmiðja bandarískra iðnrisa hins vegar, verði reistar sex til átta gervigreindarknúnar snjallborgir þar sem tuttugu hæða íbúðablokkir muni rísa til að hýsa aðflutta íbúa svæðisins. Gasabúum sem kjósa að yfirgefa ekki svæðið mun standa til boða að skipta út stafræna tókanum sínum fyrir 170 fermetra íbúð. Skjalið má sjá í heild sinni undir tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl GREATGREAT3.8MBSækja skjal Palestína Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Gervigreind Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Öllum þeim sem eiga land á Gasaströndinni verður gefinn „stafrænn tóki“ í skiptum fyrir byggingarrétt á lóðinni. Allir Palestínumenn sem bolað er burt, þó í skýrslunni sé það sagt valfrjálst, fá svo fimm þúsund dali og bætur að andvirði fjögurra ára leigu annars staðar. Þá fá þeir einnig matarbirgðir til fimm ára, að því er Washington Post greinir frá. Kjósi þeir ekki að yfirgefa landið sitt fyrir fullt og allt munu Palestínumenn geta skipt stafræna tókanum út fyrir íbúð í einni af þeim sex til átta „gervigreindarknúnu snjallborgum“ sem reisa á á Gasasvæðinu. Sjóðurinn frábæri fari með völd á Gasa Áætlunin ber nafnið Gaza Reconstitution, Economic Acceleration and Transformation Trust, skammstafað GREAT Trust, sem mæti útleggja á íslensku sem Frábæri sjóðurinn. Skjalið er unnið í samstarfi við sömu ísraelsku athafnamönnunum og stofnuðu og reka Gaza Humanitarian Foundation sem annast matargjafir á hinu hungursorfna Gasasvæði. Stofnunin var sett á laggirnar í maí á þessu ári og síðan þá hafa ríflega þúsund manns verið drepnir við það að sækja birgðir á stöðvar hennar. Framtakið verður fjármagnað af einkafjárfestum og er miklu bleki varið í það í skýrslunni að fjalla um þann mikla arð sem fyrirtækið muni bera fjárfestum. Ólíkt Gaza Humanitarian Foundation sem er rekið af fjárveitingum verður „Gasarívíeran“ reist á grunni rafbílaverksmiðja, gagnavera, strandhótelum og fasteignasölu. Samkvæmt útreikningum ísraelsku sérfræðinganna mun framtakið borga sig fjórfalt innan tíu ára. Fjölskylda syrgir hinn sextán ára Awad Jarada sem var skotinn til bana við matardreifingarstöð GHF í dag.AP/Jehad Alshrafi Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti mikla reiði og undran þegar hann hét að leggja undir sig Gasa og byggja hana upp. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að 90 prósent bygginga á Gasasvæðinu hafi verið eyðilagðar í linnulausum loftárásum og borgara og innviði, þannig er ljóst að endurreist svæðisins krefjist mikillar vinnu og fjármagns. Samkvæmt skjalinu munu Ísraelar færa stjórn Gasa í hendur GREAT-sjóðsins þrátt fyrir að Ísraelar hafi engin slík réttindi. Þetta verður gert með tvíhliða samningi Bandaríkjanna og Ísraels sem myndi síðan þróast út í svokallaðað gæsluverndarfyrirkomulag áþekkt því og Bandaríkin höfðu við Kyrrahafsþjóðir og hafa sums staðar enn. Strandhótel og Tesla-verksmiðjur Þessi gæsluvernd verði svo við lýði í tíu ár hið minnsta eða þangað til að „endurbætt og aföfgavædd palestínsk stjórn er tilbúin að taka við völdum.“ Hvergi í skjalinu er talað um sjálfstætt palestínskt ríki heldur aðeins þessa fyrrnefndu stjórn (e. polity). Fyrirtækið myndi byrja á því að ryðja burt rústum borga Gasasvæðisins og fjarlægja ósprungnar sprengjur. Að því loknu hefjist enduruppbyggingin. Við austanverð landamæri Gasa og Ísraels verði „snjalliðnaðarsvæði“ reist þar sem bandarískir bílaframleiðendur muni framleiða rafbíla í massavís og risavöxnum gagnaverum verði komið upp til að þjónusta Ísrael og nágrannalönd. Strandlengjan verði að „Trump-rívíerunni á Gasa“ þar sem reistir verði heimsklassa baðstaðir og ferðamannainnviðir. Hugmyndir um manngerðar eyjar áþekkar þeim undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Níutíu prósent bygginga á Gasasvæðinu eru óíbúðarhæf.AP/Jehad Alshrafi Á Gasasvæðinu miðju, á milli baðlóna og strandhótela annars vegar og verksmiðja bandarískra iðnrisa hins vegar, verði reistar sex til átta gervigreindarknúnar snjallborgir þar sem tuttugu hæða íbúðablokkir muni rísa til að hýsa aðflutta íbúa svæðisins. Gasabúum sem kjósa að yfirgefa ekki svæðið mun standa til boða að skipta út stafræna tókanum sínum fyrir 170 fermetra íbúð. Skjalið má sjá í heild sinni undir tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl GREATGREAT3.8MBSækja skjal
Palestína Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Gervigreind Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira