Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. ágúst 2025 15:03 AÐSEND Mikill hugur er hjá skógræktarfólki um allt land enda víða verið að gróðursetja plöntur í því skyni að fá upp myndarlegan skóg. Forseti Íslands tók þátt í aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um helgina í Borgarfirði og gróðursetti meðal annars í Varmalandi. Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst á Varmalandi í Borgarfirði á föstudaginn og lýkur formlega í dag. Skógræktarfólk af öllu landinu sækir fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var farið í vettvangsferðir til að skoða skóglendi gestgjafanna, Skógræktarfélags Borgarfjarðar, og flutt voru fjölbreytt fræðsluerindi. Hápunktur fundarins var hátíðarkvöldverður í gærkvöldi þar sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flutti ávarp. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mætti líka á fundinn. Brynjólfur Jónsson er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. „Forsetinn okkar mætti, Halla Tómasdóttir og var bjartsýn og horfði til framtíðar og sér skógrækt í samvinnu við æsku landsins og býður okkur á Bessastaði til að ræða málin og reyna að finna einhverja samlegð með íslenskri æsku og við auðvitað tökum því fegins hendi,“ segir Brynjólfur Þannig að Halla er skógræktarkona? „Já mér sýnist það að hún hafi mikinn áhuga á þessu starfi okkar“. Halla gróðursetti síðan myndarlegt tré í Varmalandi, ásamt nokkrum öðrum forsvarsmönnum aðalfundarins. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði aðalfund Skógræktarfélags Íslands, sem fór fram um helgina á Varmalandi í Borgarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þið eruð að gera mjög góða hluti í Skógræktarfélagi Íslands eða hvað? „Já. við teljum það að okkar hlutverk sé mjög mikilvægt sérstaklega í sambandi við útivistaskóga landsins en ekki síður að huga að loftslagsmálum almennt. Það er stóra verkefnið í framtíðinni, að sjá til þess að jörðin ofhitni ekki og þar kemur skógrækt sterkt inn og við lítum líka á afurðir í framtíðinni, sem við getum nýtt. Skógræktarhreyfingin er til dæmis stærsti jólatrjá framleiðandi íslenskra jólatrjáa,“ sagði Brynjólfur. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Eftir að hafa unnið í sjávarútvegi fór hann til Noregs til þess að læra skógrækt og skógfræði. Þegar hann kom til baka til Íslands tók hann við umsjón með félaginu árið 1988. Síðan hefur hann aukið starfsemi félagsins og hlutverk þess innan umhverfisgeirans. Undir hans umsjón hefur Skógræktarfélag Íslands orðið mjög virkt teymi 8 starfsmanna. Aðsend Heimasiða Skógræktarfélags Íslands Borgarbyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst á Varmalandi í Borgarfirði á föstudaginn og lýkur formlega í dag. Skógræktarfólk af öllu landinu sækir fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var farið í vettvangsferðir til að skoða skóglendi gestgjafanna, Skógræktarfélags Borgarfjarðar, og flutt voru fjölbreytt fræðsluerindi. Hápunktur fundarins var hátíðarkvöldverður í gærkvöldi þar sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flutti ávarp. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mætti líka á fundinn. Brynjólfur Jónsson er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. „Forsetinn okkar mætti, Halla Tómasdóttir og var bjartsýn og horfði til framtíðar og sér skógrækt í samvinnu við æsku landsins og býður okkur á Bessastaði til að ræða málin og reyna að finna einhverja samlegð með íslenskri æsku og við auðvitað tökum því fegins hendi,“ segir Brynjólfur Þannig að Halla er skógræktarkona? „Já mér sýnist það að hún hafi mikinn áhuga á þessu starfi okkar“. Halla gróðursetti síðan myndarlegt tré í Varmalandi, ásamt nokkrum öðrum forsvarsmönnum aðalfundarins. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ávarpaði aðalfund Skógræktarfélags Íslands, sem fór fram um helgina á Varmalandi í Borgarfirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þið eruð að gera mjög góða hluti í Skógræktarfélagi Íslands eða hvað? „Já. við teljum það að okkar hlutverk sé mjög mikilvægt sérstaklega í sambandi við útivistaskóga landsins en ekki síður að huga að loftslagsmálum almennt. Það er stóra verkefnið í framtíðinni, að sjá til þess að jörðin ofhitni ekki og þar kemur skógrækt sterkt inn og við lítum líka á afurðir í framtíðinni, sem við getum nýtt. Skógræktarhreyfingin er til dæmis stærsti jólatrjá framleiðandi íslenskra jólatrjáa,“ sagði Brynjólfur. Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Eftir að hafa unnið í sjávarútvegi fór hann til Noregs til þess að læra skógrækt og skógfræði. Þegar hann kom til baka til Íslands tók hann við umsjón með félaginu árið 1988. Síðan hefur hann aukið starfsemi félagsins og hlutverk þess innan umhverfisgeirans. Undir hans umsjón hefur Skógræktarfélag Íslands orðið mjög virkt teymi 8 starfsmanna. Aðsend Heimasiða Skógræktarfélags Íslands
Borgarbyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira