Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. ágúst 2025 12:08 Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, ávarpaði allsherjarþingið á síðasta ári. AP/Frank Franklin II Bandaríkjamenn hafa hafnað og afturkallað vegabréfsáritanir sendinefndar palestínsku heimastjórnarinnar en hún, með Mahmoud Abbas forseta í fararbroddi, ætlaði að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Þar átti Abbas að flytja ræðu fyrir þingið og í tilefni af fundi allsherjarþingsins hafa þjóðir á borð við Bretland, Frakkland, Kanada og Ástralía tilkynnt að þeir hyggist viðurkenna sjálfstæði palestínsk ríkis. Er það viðbragð við linnulausum árásum Ísraels á borgara á Gasa og hungursneyðina sem Ísraelsmenn hafa skapað og ógnar hundruðum þúsunda. Standi ekki við gefin heit Palestínska heimastjórnin hefur brugðist ókvæða við og saka Bandaríkjastjórn um að brjóta samninginn um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. „Ríkisstjórn Donalds Trump hefur verið skýr í afstöðu sinni: það er í hag þjóðaröryggi okkar að draga Frelsissamtök Palestínu og palestínsku heimastjórnarinnar til ábyrgðar fyrir að standa ekki við gefin heit og draga undan friðarhorfum,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna vegna málsins. Samkvæmt ákvæðum fyrrnefnds samnings um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eiga Bandaríkjamenn ekki að neita fulltrúum annarra ríkja um vegabréfsáritanir. Láti af „lögsóknarstríði“ Tilkynningin endurómar málflutning Ísraela og gerir ýmsar kröfur til fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu og heimastjórnarinnar meðal annars að þeir fordæmi árás Hamasliða 7. október 2023 og láti af tilraunum sínum til að leita réttar síns fyrir alþjóðadómstólum. Umleitanir Palestínumanna til alþjóðadómstólsins í Haag og alþjóðasakamáladómstólsins kallar Trump-stjórnin lögsóknarstríð. Palestínumenn eigi einnig að hætta að kalla eftir viðurkenningu á palestínskt ríki. Guardian hefur eftir talsmanni allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna að mikilvægt sé að öll aðildarríki þingsins, og áheyrnarfulltrúar ríkja eins og Palestínu, fái að sækja fund þjóðarleiðtoga sem fram fer daginn fyrir setningu fundar allsherjarþingsins. Frelsissamtök Palestínu, oft skammstafað PLO upp á ensku, voru stofnuð árið 1964 og eru eins konar regnhlífarsamtök baráttuhópa og stjórnmálaafla sem berjast fyrir stofnun palestínsks ríkis. Palestínska heimastjórnin var svo stofnuð tveimur áratugum síðar og átti að leggja grunninn að sjálfstæðum palestínskum stjórnvöldum. Hungur sverfur að Líkt og fram hefur komið hyggjast Frakkar, Bretar, Kanadamenn og Ástralar viðurkenna palestínskt ríki á fundi allsherjarþingsins og ísraelska ríkisstjórnin sætir auknum þrýstingi heima fyrir líka. Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir í Tel Avív undanfarna daga og krefjast mótmælendur þess að stríðinu ljúki og gíslunum verði skilað. Ísraelsmenn höfnuðu á dögunum eigin vopnahléstillögu sem kvað á um að Hamasliðar slepptu þeim gíslum sem eru eftirlifandi í haldi þeirra og skiluðu líkum hinna látnu. Ísraelsmenn hafa nú hafið innrás sína í Gasaborg þar sem hungursneyð hefur sorfið að íbúum tjaldbúða innan um rústirnar. Samkvæmt ísraelskum miðlum hafa Ísraelar sett hjálparsamtökum enn þrengri skorður og líklegt þykir að hungursneyðin ágerist á meðan loftárásir Ísraela verða umfangsmeiri. Alls hafa rúmlega 63 þúsund manns látið lífið í árásum Ísraels þar af 83 prósent almennir borgarar samkvæmt gögnum frá ísraelska hernum. Raunverulegi fjöldinn er líklega talsvert meiri en þúsundir liggja grafnir undir rústum þéttbýla Gasa. Palestína Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Þar átti Abbas að flytja ræðu fyrir þingið og í tilefni af fundi allsherjarþingsins hafa þjóðir á borð við Bretland, Frakkland, Kanada og Ástralía tilkynnt að þeir hyggist viðurkenna sjálfstæði palestínsk ríkis. Er það viðbragð við linnulausum árásum Ísraels á borgara á Gasa og hungursneyðina sem Ísraelsmenn hafa skapað og ógnar hundruðum þúsunda. Standi ekki við gefin heit Palestínska heimastjórnin hefur brugðist ókvæða við og saka Bandaríkjastjórn um að brjóta samninginn um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. „Ríkisstjórn Donalds Trump hefur verið skýr í afstöðu sinni: það er í hag þjóðaröryggi okkar að draga Frelsissamtök Palestínu og palestínsku heimastjórnarinnar til ábyrgðar fyrir að standa ekki við gefin heit og draga undan friðarhorfum,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna vegna málsins. Samkvæmt ákvæðum fyrrnefnds samnings um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eiga Bandaríkjamenn ekki að neita fulltrúum annarra ríkja um vegabréfsáritanir. Láti af „lögsóknarstríði“ Tilkynningin endurómar málflutning Ísraela og gerir ýmsar kröfur til fulltrúa Frelsissamtaka Palestínu og heimastjórnarinnar meðal annars að þeir fordæmi árás Hamasliða 7. október 2023 og láti af tilraunum sínum til að leita réttar síns fyrir alþjóðadómstólum. Umleitanir Palestínumanna til alþjóðadómstólsins í Haag og alþjóðasakamáladómstólsins kallar Trump-stjórnin lögsóknarstríð. Palestínumenn eigi einnig að hætta að kalla eftir viðurkenningu á palestínskt ríki. Guardian hefur eftir talsmanni allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna að mikilvægt sé að öll aðildarríki þingsins, og áheyrnarfulltrúar ríkja eins og Palestínu, fái að sækja fund þjóðarleiðtoga sem fram fer daginn fyrir setningu fundar allsherjarþingsins. Frelsissamtök Palestínu, oft skammstafað PLO upp á ensku, voru stofnuð árið 1964 og eru eins konar regnhlífarsamtök baráttuhópa og stjórnmálaafla sem berjast fyrir stofnun palestínsks ríkis. Palestínska heimastjórnin var svo stofnuð tveimur áratugum síðar og átti að leggja grunninn að sjálfstæðum palestínskum stjórnvöldum. Hungur sverfur að Líkt og fram hefur komið hyggjast Frakkar, Bretar, Kanadamenn og Ástralar viðurkenna palestínskt ríki á fundi allsherjarþingsins og ísraelska ríkisstjórnin sætir auknum þrýstingi heima fyrir líka. Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir í Tel Avív undanfarna daga og krefjast mótmælendur þess að stríðinu ljúki og gíslunum verði skilað. Ísraelsmenn höfnuðu á dögunum eigin vopnahléstillögu sem kvað á um að Hamasliðar slepptu þeim gíslum sem eru eftirlifandi í haldi þeirra og skiluðu líkum hinna látnu. Ísraelsmenn hafa nú hafið innrás sína í Gasaborg þar sem hungursneyð hefur sorfið að íbúum tjaldbúða innan um rústirnar. Samkvæmt ísraelskum miðlum hafa Ísraelar sett hjálparsamtökum enn þrengri skorður og líklegt þykir að hungursneyðin ágerist á meðan loftárásir Ísraela verða umfangsmeiri. Alls hafa rúmlega 63 þúsund manns látið lífið í árásum Ísraels þar af 83 prósent almennir borgarar samkvæmt gögnum frá ísraelska hernum. Raunverulegi fjöldinn er líklega talsvert meiri en þúsundir liggja grafnir undir rústum þéttbýla Gasa.
Palestína Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira