Innlent

Drengurinn fannst heill á húfi

Samúel Karl Ólason skrifar
Drengurinn er kominn í faðm fjölskyldu sinnar.
Drengurinn er kominn í faðm fjölskyldu sinnar. Samsett Mynd

Drengur sem leitað var í Ölfusborgum síðan síðdegist í gær fannst heill á húfi. Í kjölfarið var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til aðhlynningar og er nú kominn í faðm fjölskyldu sinnar.

Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglunnar hvenær drengurinn fannst eða hvar.

Hann hafði síðast sést um klukkan fjögur í gær í Ölfusborgum en hann var hér á landi með foreldrum sínum í ferðalagi og var því ekki kunnugur staðháttum.

Meðal annars var notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar, dróna með hitamyndavélar og hunda til leitarinnar og komu fjölmargir að henni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×