Skutu hver annan fyrir orður og bætur Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 16:01 Að minnsta kosti 35 rússneskir hermenn hafa verið ákærðir fyrir svik, með því að hafa sært hvern annan eða falsað sár með öðrum hætti til að fá bætur. Getty Rússneskir hermenn úr sérstakri hersveit sem á að vera fyrir einvala hermenn skutu hver annan eða sviðsettu sár í orrustu svo þeir fengju bætur og orður. Að minnsta kosti 35 hermenn hafa verið ákærðir yfir að taka þátt í þessari umfangsmiklu svikamyllu. Rannsókn hófst eftir að einn hermaður gaf sig fram og játaði að hafa tekið þátt í því að hermenn skutu annan með því markmiði að særa og fölsuðu sár með öðrum hætti. Alls fundu rannsakendur 35 hermenn sem tóku þátt í þessu. Í heildina eru hermennirnir sagðir hafa fengið rúmlega 200 milljón rúbblur frá ríkinu í bætur vegna svikanna, samkvæmt frétt rússneska dagblaðsins Kommersant frá því fyrr í mánuðinum. Mediazona segir það samsvara um 2,5 milljónum dala, sem eru rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Upphæðin sem hver hermaður fékk fyrir sárin fer eftir mati lækna á alvarleika þeirra. Auk þess fengu mennirnir forgang og betri þjónustu á sjúkrahúsum en aðrir og lengri frí. Þá fengu einhverjir þeirra heiðursorður fyrir hugrekki. Einn þeirra sem játað hefur sekt er ofurstinn Artem Gorodilov, en leiddi áður hersveitina sem hernam bæinn Bucha í Úkraínu í upphafi innrásar Rússa. Hersveitin hefur verið sökuð um að myrða fjölmarga óbreytta borgara. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Konstantin Frolov, annar ofursti sem gengur undir nafninu „Böðullinn“ hefur einnig verið ákærður í málinu en þeir eru báðir sakaðir um fjársvik. Sá seinni er einnig sakaður um að hafa stolið vopnum, skotfærum og handsprengjum. Frolov var einni þeirra sem fékk heiðursorðu fyrir hugrekki vegna sára sem hann hlaut frá félaga sínum. Samkvæmt Kommersant hafa báðir ofurstarnir játað sök og beðið um að vera sendir aftur til Úkraínu í refsingarskyni. Því hefur verið hafnað. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Erlend sakamál Tengdar fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Rannsókn hófst eftir að einn hermaður gaf sig fram og játaði að hafa tekið þátt í því að hermenn skutu annan með því markmiði að særa og fölsuðu sár með öðrum hætti. Alls fundu rannsakendur 35 hermenn sem tóku þátt í þessu. Í heildina eru hermennirnir sagðir hafa fengið rúmlega 200 milljón rúbblur frá ríkinu í bætur vegna svikanna, samkvæmt frétt rússneska dagblaðsins Kommersant frá því fyrr í mánuðinum. Mediazona segir það samsvara um 2,5 milljónum dala, sem eru rúmlega þrjú hundruð milljónir króna. Upphæðin sem hver hermaður fékk fyrir sárin fer eftir mati lækna á alvarleika þeirra. Auk þess fengu mennirnir forgang og betri þjónustu á sjúkrahúsum en aðrir og lengri frí. Þá fengu einhverjir þeirra heiðursorður fyrir hugrekki. Einn þeirra sem játað hefur sekt er ofurstinn Artem Gorodilov, en leiddi áður hersveitina sem hernam bæinn Bucha í Úkraínu í upphafi innrásar Rússa. Hersveitin hefur verið sökuð um að myrða fjölmarga óbreytta borgara. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Konstantin Frolov, annar ofursti sem gengur undir nafninu „Böðullinn“ hefur einnig verið ákærður í málinu en þeir eru báðir sakaðir um fjársvik. Sá seinni er einnig sakaður um að hafa stolið vopnum, skotfærum og handsprengjum. Frolov var einni þeirra sem fékk heiðursorðu fyrir hugrekki vegna sára sem hann hlaut frá félaga sínum. Samkvæmt Kommersant hafa báðir ofurstarnir játað sök og beðið um að vera sendir aftur til Úkraínu í refsingarskyni. Því hefur verið hafnað.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Erlend sakamál Tengdar fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11 Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. 29. ágúst 2025 12:11
Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28. ágúst 2025 08:28
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Friður í Úkraínu virðist enn ekki á sjóndeildarhringnum þótt að nýtt líf hafi færst í viðræður í tengslum við fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín virðist hafa sagt eitthvað annað við Trump en sá síðarnefndi heyrði. Á meðan heldur hæg framganga Rússa á víglínunni í Úkraínu. 28. ágúst 2025 06:15