Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar 29. ágúst 2025 07:02 Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna. Þjóðleikhúsið fagnar 75 árum í ár og hefur það opnað dyrnar fyrir landsmönnum að einstökum sviðslistaupplifunum allt frá árinu 1950. Það er augljóst hverjum þeim sem sótt hefur sýningar í leikhúsinu að umbóta er þörf enda er sjálft húsið hannað fyrir meira en 100 árum síðan og margt breyst í okkar samfélagi á þeim tíma, en fólksfjöldi hefur til að mynda þrefaldast frá opnun þess. Það kemur því ekki á óvart að húsið kalli á viðbyggingu og aukið rými en það hefur í raun frá opnun sinni búið við skort á rýmum. Ýmsar útfærslur hafa verið gerðar til þess að auka sviðsrými í Þjóðleikhúsinu í gegnum árin en ekki hefur verið farið í það að bæta við sviðsrými frá grunni eins og nú stendur til að gera. Það að bætt verði við húsnæði sem mun rýma “svartan kassa”, þ.e sveigjanlegt sviðsrými með góðu aðgengi og plássi fyrir allt að 300 manns ásamt æfingarrými og viðunandi geymslu fyrir leikmyndir og búninga er gríðarlega mikilvægt og markar tímamót í sögu leikhússins. Ég tel að þessi viðbót muni skila sér margfalt tilbaka til bæði sviðslistageirans og samfélagsins. Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið mun m.a bjóða upp á aukið aðgengi fyrir bæði áhorfendur og flytjendur nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir. Fjölbreytileiki sýninga mun einnig aukast þar sem hægt verður að koma til móts við sístækkandi sviðslistavettvang og bjóða upp á nýjungar og frumsköpun sem ekki hefur verið rými fyrir áður, sérstaklega í ljósi þess að sviðslistarýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur hægt og bítandi farið fækkandi síðasta áratuginn. Auðséð er að ný þjóðarópera mun eiga sinn stað en óskandi er að dansinn verði þar ekki skilinn eftir enda hefur danslistafólk lengi kallað eftir bættri aðstöðu fyrir danslistirnar hér á landi. Það er stórt skref fyrir sviðslistir í landinu og fagnaðarefni að loks fá velvilja frá ráðuneyti til þess að stækka við Þjóðleikhúsið eftir áratuga langa baráttu. Ég tel að nú sé tími til þess að standa saman og vinna að því að þessi áform raungerist, rétt eins og það voru stórhuga einstaklingar sem með hugsjón og drifkrafti réðust í það mikla verk að reist yrði Þjóðleikhús í litlu samfélagi fyrir meira en 75 árum síðan. Höfundur er forseti Sviðslistasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Menning Þjóðleikhúsið Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Síðastliðna Menningarnótt færði Logi Einarsson menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra þjóðleikhússtjóra Magnúsi Geiri Þórðarsyni viljayfirlýsingu varðandi stækkun Þjóðleikhússins. Nokkuð sem ber að fagna, enda löngu tímabær fjárfesting í leikhúsi allra landsmanna. Þjóðleikhúsið fagnar 75 árum í ár og hefur það opnað dyrnar fyrir landsmönnum að einstökum sviðslistaupplifunum allt frá árinu 1950. Það er augljóst hverjum þeim sem sótt hefur sýningar í leikhúsinu að umbóta er þörf enda er sjálft húsið hannað fyrir meira en 100 árum síðan og margt breyst í okkar samfélagi á þeim tíma, en fólksfjöldi hefur til að mynda þrefaldast frá opnun þess. Það kemur því ekki á óvart að húsið kalli á viðbyggingu og aukið rými en það hefur í raun frá opnun sinni búið við skort á rýmum. Ýmsar útfærslur hafa verið gerðar til þess að auka sviðsrými í Þjóðleikhúsinu í gegnum árin en ekki hefur verið farið í það að bæta við sviðsrými frá grunni eins og nú stendur til að gera. Það að bætt verði við húsnæði sem mun rýma “svartan kassa”, þ.e sveigjanlegt sviðsrými með góðu aðgengi og plássi fyrir allt að 300 manns ásamt æfingarrými og viðunandi geymslu fyrir leikmyndir og búninga er gríðarlega mikilvægt og markar tímamót í sögu leikhússins. Ég tel að þessi viðbót muni skila sér margfalt tilbaka til bæði sviðslistageirans og samfélagsins. Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið mun m.a bjóða upp á aukið aðgengi fyrir bæði áhorfendur og flytjendur nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir. Fjölbreytileiki sýninga mun einnig aukast þar sem hægt verður að koma til móts við sístækkandi sviðslistavettvang og bjóða upp á nýjungar og frumsköpun sem ekki hefur verið rými fyrir áður, sérstaklega í ljósi þess að sviðslistarýmum á höfuðborgarsvæðinu hefur hægt og bítandi farið fækkandi síðasta áratuginn. Auðséð er að ný þjóðarópera mun eiga sinn stað en óskandi er að dansinn verði þar ekki skilinn eftir enda hefur danslistafólk lengi kallað eftir bættri aðstöðu fyrir danslistirnar hér á landi. Það er stórt skref fyrir sviðslistir í landinu og fagnaðarefni að loks fá velvilja frá ráðuneyti til þess að stækka við Þjóðleikhúsið eftir áratuga langa baráttu. Ég tel að nú sé tími til þess að standa saman og vinna að því að þessi áform raungerist, rétt eins og það voru stórhuga einstaklingar sem með hugsjón og drifkrafti réðust í það mikla verk að reist yrði Þjóðleikhús í litlu samfélagi fyrir meira en 75 árum síðan. Höfundur er forseti Sviðslistasambands Íslands.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun