Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 13:26 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hyggst byrja að bora fyrir nýjum jarðgöngum árið 2027. Innviðaráðherra gefur ekkert upp um það hvaða framkvæmd stendur til að ráðast í fyrst, en kveðst ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ávarpaði innviðaþing í morgun þar sem hann sagði eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar vera að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Engar framkvæmdir hafi verið í málaflokknum í fimm ár. „Ég mun mæla fyrir samgönguáætlun í lok október eða byrjun nóvember og þar mun ég tilkynna forgangsröðun jarðgangna. Eins og ég sagði áðan þá er líklegt að við getum farið í endurbætur á jarðgöngum á næsta ári og hafið jarðgangnagerð á hinu,“ segir Eyjólfur. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Þá sé að hefjast greiningarvinna sem stuðst verði við þegar kemur að ákvarðanatöku um framkvæmdir. Hvaða göng verða fyrst á dagskrá? „Ég mun tilkynna það á Alþingi í þingsal í haust þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Ég mun ekki upplýsa um það áður. Ég mun ekki upplýsa um forgangsröðun áður og ég hef verið spurður að þessu á öllum innviðafundunum um allt land,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur hefur að undanförnu farið um landið og haldið opna fundi í mörgum byggðarlögum um samgöngur- og innviðauppbyggingu. Rúv greindi frá því í gær að á fundi ráðherrans á Egilsstöðum hafi komið fram að Austfirðingar geti ekki gengið að því sem vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi, og þá komi til greina að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. „Það sem ég var að spyrja eftir á Egilsstöðum var það hver rökin væru fyrir að Fjarðaheiðagöng ættu að vera í forgangi fram yfir Fjarðagöng, hver væru rökin á bak við það, það er það sem ég var að óska eftir. En ég er ekki bundin af fyrri ákvörðun varðandi forgang.“ Ekkert sé ákveðið í þeim efnum sem hann muni gefa upp nú. Það muni skýrast frekar með framlagningu samgönguáætlunar í haust. „Stórframkvæmdirnar fyrir austan sem eru framundan, það er Öxi, það er endurbættur vegur um suðurfirði, það eru Fjarðagöng og það eru Fjarðaheiðargöng. Það eru þessar stóru framkvæmdir þar og svo er það víða um land líka. Það eru Fljótagöng og Súðavíkurgöng og svo framvegis og það er gríðarlegt ákall úti um allt land að við förum í átak í samgöngum,“ segir Eyjólfur. „Við höfum ekki verið að sinna jarðgangnagerð síðan 2020, síðan Dýrafjarðargöngunum var lokið, og það er mjög mikilvægt að við séum að minnsta kosti að grafa ein jarðgöng á hverjum tíma og það er markmið ríkisstjórnarinnar.“ Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ávarpaði innviðaþing í morgun þar sem hann sagði eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar vera að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangnagerð. Engar framkvæmdir hafi verið í málaflokknum í fimm ár. „Ég mun mæla fyrir samgönguáætlun í lok október eða byrjun nóvember og þar mun ég tilkynna forgangsröðun jarðgangna. Eins og ég sagði áðan þá er líklegt að við getum farið í endurbætur á jarðgöngum á næsta ári og hafið jarðgangnagerð á hinu,“ segir Eyjólfur. Fyrsta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Þá sé að hefjast greiningarvinna sem stuðst verði við þegar kemur að ákvarðanatöku um framkvæmdir. Hvaða göng verða fyrst á dagskrá? „Ég mun tilkynna það á Alþingi í þingsal í haust þegar ég mæli fyrir samgönguáætlun. Ég mun ekki upplýsa um það áður. Ég mun ekki upplýsa um forgangsröðun áður og ég hef verið spurður að þessu á öllum innviðafundunum um allt land,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur hefur að undanförnu farið um landið og haldið opna fundi í mörgum byggðarlögum um samgöngur- og innviðauppbyggingu. Rúv greindi frá því í gær að á fundi ráðherrans á Egilsstöðum hafi komið fram að Austfirðingar geti ekki gengið að því sem vísu að næstu jarðgöng verði á Austurlandi, og þá komi til greina að breyta forgangsröðun á jarðgöngum innan landshlutans. „Það sem ég var að spyrja eftir á Egilsstöðum var það hver rökin væru fyrir að Fjarðaheiðagöng ættu að vera í forgangi fram yfir Fjarðagöng, hver væru rökin á bak við það, það er það sem ég var að óska eftir. En ég er ekki bundin af fyrri ákvörðun varðandi forgang.“ Ekkert sé ákveðið í þeim efnum sem hann muni gefa upp nú. Það muni skýrast frekar með framlagningu samgönguáætlunar í haust. „Stórframkvæmdirnar fyrir austan sem eru framundan, það er Öxi, það er endurbættur vegur um suðurfirði, það eru Fjarðagöng og það eru Fjarðaheiðargöng. Það eru þessar stóru framkvæmdir þar og svo er það víða um land líka. Það eru Fljótagöng og Súðavíkurgöng og svo framvegis og það er gríðarlegt ákall úti um allt land að við förum í átak í samgöngum,“ segir Eyjólfur. „Við höfum ekki verið að sinna jarðgangnagerð síðan 2020, síðan Dýrafjarðargöngunum var lokið, og það er mjög mikilvægt að við séum að minnsta kosti að grafa ein jarðgöng á hverjum tíma og það er markmið ríkisstjórnarinnar.“
Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Sveitarstjórnarmál Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira