Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2025 13:02 Þessi gatnamót munu taka miklum breytingum á næstu árum. Vísir/Vilhelm Til stendur að afnema ljósastýringu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Til skoðunar er svokölluð „hægri inn og hægri út lausn“, sem myndi gera það að verkum að hvorki væri hægt að komast inn á né út af Bústaðavegi ef ekið er Reykjanesbrautina í norður. Fyrsti valkostur Vegagerðarinnar er þó brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg. Enginn valkostur býður upp á vinstribeygju inn á Reykjanesbrautina af Bústaðavegi. Þetta kemur fram í umhverfismatsskýrslu vegna gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og hluta þriðju lotu Borgarlínu milli Mjóddar og Vogabyggðar, sem var kynnt á opnum fundi á mánudag. Ýmsir kostir í boði Í samantekt skýrslunnar, sem er vel á annað hundrað blaðsíðna, segir að Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg, áformi breytingar á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar með það að markmiði að efla samgöngur allra ferðamáta, minnka umferðartafir á háannatíma og auka umferðaröryggi vegfarenda. Með breytingunum verði ljósastýring við gatnamótin afnumin og leið Borgarlínu komið fyrir í sérrými. Hluti af framkvæmdunum felist í því að útfæra leið Borgarlínu frá Vogabyggð að Stekkjarbakka. Ýmsir valkostir séu til skoðunar fyrir gatnamótin, legu Reykjanesbrautar, leið Borgarlínu og tengingu hennar við Vogabyggð. Jákvæð áhrif á samgöngur en mögulega neikvæð á umhverfi Um sé að ræða framkvæmdir í borgarlandi í mikilli nálægð við Elliðaárdal, sem njóti verndar, og Elliðaár, sem séu viðkvæmar fyrir álagi. Niðurstöður umhverfismatsins sýni að áhrif á fugla og vatnalíf séu líkleg til að vera tímabundið neikvæð á meðan á framkvæmdum stendur og kunni að vera neikvæð á rekstrartíma vegna umferðar um nýjar tengingar. Lagðar séu til mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir eða draga úr neikvæðum áhrifum. Framkvæmdin muni hafa jákvæð áhrif á samgöngur og umferðaröryggi. Nýjar hljóðvarnir muni jafnframt bæta hljóðvist á nálægum svæðum samanborið við núverandi ástand. Áhrif á aðra umhverfisþætti séu metin óveruleg. Niðurstaða umhverfismatsins sé að heildaráhrif framkvæmdarinnar séu ekki umtalsverð í skilningi laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Engin beygja eða brú Í skýrslunni segir að til skoðunar séu tvær lausnir fyrir gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Annars vegar „hægri inn og hægri út“ lausn og hins vegar lausn með vinstribeygju á brú af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg. Fyrir „hægri inn og hægri út“ lausn verði einungis leyfðar hægribeygjur inn og út af Bústaðavegi á gatnamótum við Reykjanesbraut. Lokað verður fyrir vinstribeygjur og ljósastýring afnumin. Gert sé ráð fyrir plássi fyrir vinstribeygju á brú, verði ákveðið að byggja hana síðar. Hér má sjá teikningu frá Eflu af mögulegri „hægri inn og hægri út“ lausn, þar sem rauða línan táknar sérakrein fyrir Borgarlínu.Vegagerðin/Efla Fyrir hina lausnina verði vinstribeygja á brú af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg. Aðreinin frá Stekkjarbakkagatnamótum verði lengd og tengd frárein að brú. Vinstribeygja muni fara á brú rétt norðan við undirgöngin undir Reykjanesbraut og lyftist yfir akreinar Reykjanesbrautar í um sex metra hæð yfir brautinni. Hún tengist síðan inn á núverandi hringtorg á Bústaðavegi. Gert sé ráð fyrir að brúin verði um 170 metra löng með fimm metra breiðri akbraut og hvíli á súlum. Engin vinstribeygja Vinstribeygju til norðurs af Bústaðavegi verði lokað varanlega. Vinstribeygja er nú þegar bönnuð á álagstímum. Aðrein af Bústaðavegi verði að þriðju akrein Reykjanesbrautar til suðurs að Stekkjarbakkagatnamótum. Hér má sjá hvernig brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg myndi líta út.Vegagerðin/Efla Í tilfellum vinstribeygju á brú sé gert ráð fyrir að akreinar við núverandi gatnamót verði þrjár, þar af ein sem fari í hægribeygjuna inn á Bústaðaveg. Við það fækki akreinum milli rampa að Bústaðavegi um eina frá núverandi ástandi, en ákveðið hafi verið að gera slíkt með tilliti til umferðaröryggis og stuttra fléttuvegalengda milli gatnamóta Sæbrautar og Vesturlandsvegar og Bústaðavegar. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Borgarlína Samgöngur Skipulag Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Þetta kemur fram í umhverfismatsskýrslu vegna gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og hluta þriðju lotu Borgarlínu milli Mjóddar og Vogabyggðar, sem var kynnt á opnum fundi á mánudag. Ýmsir kostir í boði Í samantekt skýrslunnar, sem er vel á annað hundrað blaðsíðna, segir að Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg, áformi breytingar á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar með það að markmiði að efla samgöngur allra ferðamáta, minnka umferðartafir á háannatíma og auka umferðaröryggi vegfarenda. Með breytingunum verði ljósastýring við gatnamótin afnumin og leið Borgarlínu komið fyrir í sérrými. Hluti af framkvæmdunum felist í því að útfæra leið Borgarlínu frá Vogabyggð að Stekkjarbakka. Ýmsir valkostir séu til skoðunar fyrir gatnamótin, legu Reykjanesbrautar, leið Borgarlínu og tengingu hennar við Vogabyggð. Jákvæð áhrif á samgöngur en mögulega neikvæð á umhverfi Um sé að ræða framkvæmdir í borgarlandi í mikilli nálægð við Elliðaárdal, sem njóti verndar, og Elliðaár, sem séu viðkvæmar fyrir álagi. Niðurstöður umhverfismatsins sýni að áhrif á fugla og vatnalíf séu líkleg til að vera tímabundið neikvæð á meðan á framkvæmdum stendur og kunni að vera neikvæð á rekstrartíma vegna umferðar um nýjar tengingar. Lagðar séu til mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir eða draga úr neikvæðum áhrifum. Framkvæmdin muni hafa jákvæð áhrif á samgöngur og umferðaröryggi. Nýjar hljóðvarnir muni jafnframt bæta hljóðvist á nálægum svæðum samanborið við núverandi ástand. Áhrif á aðra umhverfisþætti séu metin óveruleg. Niðurstaða umhverfismatsins sé að heildaráhrif framkvæmdarinnar séu ekki umtalsverð í skilningi laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Engin beygja eða brú Í skýrslunni segir að til skoðunar séu tvær lausnir fyrir gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Annars vegar „hægri inn og hægri út“ lausn og hins vegar lausn með vinstribeygju á brú af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg. Fyrir „hægri inn og hægri út“ lausn verði einungis leyfðar hægribeygjur inn og út af Bústaðavegi á gatnamótum við Reykjanesbraut. Lokað verður fyrir vinstribeygjur og ljósastýring afnumin. Gert sé ráð fyrir plássi fyrir vinstribeygju á brú, verði ákveðið að byggja hana síðar. Hér má sjá teikningu frá Eflu af mögulegri „hægri inn og hægri út“ lausn, þar sem rauða línan táknar sérakrein fyrir Borgarlínu.Vegagerðin/Efla Fyrir hina lausnina verði vinstribeygja á brú af Reykjanesbraut inn á Bústaðaveg. Aðreinin frá Stekkjarbakkagatnamótum verði lengd og tengd frárein að brú. Vinstribeygja muni fara á brú rétt norðan við undirgöngin undir Reykjanesbraut og lyftist yfir akreinar Reykjanesbrautar í um sex metra hæð yfir brautinni. Hún tengist síðan inn á núverandi hringtorg á Bústaðavegi. Gert sé ráð fyrir að brúin verði um 170 metra löng með fimm metra breiðri akbraut og hvíli á súlum. Engin vinstribeygja Vinstribeygju til norðurs af Bústaðavegi verði lokað varanlega. Vinstribeygja er nú þegar bönnuð á álagstímum. Aðrein af Bústaðavegi verði að þriðju akrein Reykjanesbrautar til suðurs að Stekkjarbakkagatnamótum. Hér má sjá hvernig brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg myndi líta út.Vegagerðin/Efla Í tilfellum vinstribeygju á brú sé gert ráð fyrir að akreinar við núverandi gatnamót verði þrjár, þar af ein sem fari í hægribeygjuna inn á Bústaðaveg. Við það fækki akreinum milli rampa að Bústaðavegi um eina frá núverandi ástandi, en ákveðið hafi verið að gera slíkt með tilliti til umferðaröryggis og stuttra fléttuvegalengda milli gatnamóta Sæbrautar og Vesturlandsvegar og Bústaðavegar.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Borgarlína Samgöngur Skipulag Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira