Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar 28. ágúst 2025 11:00 Eins og kunnugt er eru fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu. Okkur þykir mikilvægt að þar verði byggð upp verðmætaskapandi starfsemi í framtíðinni og svæðið haldi áfram að blómstra. Margt gæti komið til greina svo sem endurhæfingarstöð, alþjóðlegt þjálfunar- eða fræðasetur, heilsutengd ferðaþjónusta eða annars konar paradís fyrir ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu möguleikum sem staðurinn býður upp á. Á Bifröst búa í dag á þriðja hundrað flóttamenn frá Úkraínu. Í upphafi Úkraínustríðsins var gerður þríhliða samningur milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um að koma á fót móttökustöð, úrræði sem átti að vara í 3 mánuði. Stríðinu hefur enn ekki lokið og þeir sem útskrifuðust úr verkefninu völdu margir að búa áfram á Bifröst á þeim friðsæla og undurfallega stað, nálægt löndum sínum, rétt eins og Íslendingar hefðu valið í svipuðum aðstæðum. Rúmlega helmingur Úkraínubúanna hefur komið undir sig fótunum en yfir hundrað manns hafa ekki gert það, ýmist vegna aldurs eða annarra aðstæðna. Á Bifröst er enga vinnu að fá og erfitt getur reynst að koma bíllausu fólki í virkni. Eftir að ríkið hætti að greiða fyrir uppihald flóttafólksins hefur sá kostnaður nú fallið alfarið á sveitafélagið. Um ræðir einungis 4000 manna sveitarfélag, með marga dreifða íbúakjarna, sem hefur ekki bolmagn til að sjá svona miklum fjölda farborða. Hefur verkefnið komið sveitarfélaginu í fjárhagslegan vítahring, víti til varnaðar fyrir önnur sveitafélög í landinu, ef ríkið stígur ekki inn og greiðir úr þeirri stöðu sem upp er komin. Við getum öll verið sammála um að Bifröst er fallegur og friðsæll staður, og var þess vegna kjörinn griðastaður, tímabundinn móttökustaður þar sem fólk flýr hörmungar stríðs. Staðurinn er hins vegar ekki heppilegur til að aðlagast Íslandi, gera fólk sjálfbært í þjóðfélaginu og að virkum þegnum. Að vissum tíma liðnum hefði átt að fylgja því eftir að koma fólki í virkni og á stað þar sem það væri hægt. Það var ekki gert. Svo virðist sem hópurinn hafi gleymst á Bifröst og ríkið sleppt af honum hendinni. Fyrir bragðið situr Borgarbyggð ein uppi með ofviða fjárhagslegan bagga sem ríkið verður að aðstoða við að bera. Hvernig þetta mál er leyst er svo annað mál. Hreppaflutningar eru ekki á dagskrá árið 2025, svo mikið er víst. Nú vill svo til að Háskólinn á Bifröst er með allar eignir sínar á Bifröst til sölu vegna þess að háskólinn hefur alfarið snúið sér að fjarnámi – er „í skýjunum“ eins og sagt er – og hefur ekki lengur þörf fyrir nemendagarða og skólahúsnæði sem þarf að vera í nýtingu allt árið. Með sölunni mun því sá hluti vandans leysast sem snýr að háskólanum en eftir situr annar vandi sem hið opinbera verður að leysa. Háskólinn á Bifröst er þó engan veginn farinn úr Borgarbyggð því við höfum leigt húsnæði á Hvanneyri undanfarin tvö ár og eigum lögheimili í Borgarbyggð. Við Háskólann á Bifröst vinna margir starfsmenn og frá Hvanneyri er öflugt kennslusvið háskólans rekið. Allar staðlotur eru haldnar í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, um helgar, þegar nemendur landbúnaðarháskólans eru í fríi. Þangað flykkjast því okkar tæplega 2000 nemendur átta helgar á ári. Við munum leggja okkur öll fram um að vanda til sölunnar á háskólaþorpinu. Við munum gera það í samvinnu við Borgarbyggð þannig að Bifröst verði tekjuskapandi eining í blómlegri byggð Borgarfjarðar. Höfundur er rektor Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Borgarbyggð Háskólar Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er eru fasteignir Háskólans á Bifröst til sölu. Okkur þykir mikilvægt að þar verði byggð upp verðmætaskapandi starfsemi í framtíðinni og svæðið haldi áfram að blómstra. Margt gæti komið til greina svo sem endurhæfingarstöð, alþjóðlegt þjálfunar- eða fræðasetur, heilsutengd ferðaþjónusta eða annars konar paradís fyrir ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu möguleikum sem staðurinn býður upp á. Á Bifröst búa í dag á þriðja hundrað flóttamenn frá Úkraínu. Í upphafi Úkraínustríðsins var gerður þríhliða samningur milli ríkisins, Borgarbyggðar og Háskólans á Bifröst um að koma á fót móttökustöð, úrræði sem átti að vara í 3 mánuði. Stríðinu hefur enn ekki lokið og þeir sem útskrifuðust úr verkefninu völdu margir að búa áfram á Bifröst á þeim friðsæla og undurfallega stað, nálægt löndum sínum, rétt eins og Íslendingar hefðu valið í svipuðum aðstæðum. Rúmlega helmingur Úkraínubúanna hefur komið undir sig fótunum en yfir hundrað manns hafa ekki gert það, ýmist vegna aldurs eða annarra aðstæðna. Á Bifröst er enga vinnu að fá og erfitt getur reynst að koma bíllausu fólki í virkni. Eftir að ríkið hætti að greiða fyrir uppihald flóttafólksins hefur sá kostnaður nú fallið alfarið á sveitafélagið. Um ræðir einungis 4000 manna sveitarfélag, með marga dreifða íbúakjarna, sem hefur ekki bolmagn til að sjá svona miklum fjölda farborða. Hefur verkefnið komið sveitarfélaginu í fjárhagslegan vítahring, víti til varnaðar fyrir önnur sveitafélög í landinu, ef ríkið stígur ekki inn og greiðir úr þeirri stöðu sem upp er komin. Við getum öll verið sammála um að Bifröst er fallegur og friðsæll staður, og var þess vegna kjörinn griðastaður, tímabundinn móttökustaður þar sem fólk flýr hörmungar stríðs. Staðurinn er hins vegar ekki heppilegur til að aðlagast Íslandi, gera fólk sjálfbært í þjóðfélaginu og að virkum þegnum. Að vissum tíma liðnum hefði átt að fylgja því eftir að koma fólki í virkni og á stað þar sem það væri hægt. Það var ekki gert. Svo virðist sem hópurinn hafi gleymst á Bifröst og ríkið sleppt af honum hendinni. Fyrir bragðið situr Borgarbyggð ein uppi með ofviða fjárhagslegan bagga sem ríkið verður að aðstoða við að bera. Hvernig þetta mál er leyst er svo annað mál. Hreppaflutningar eru ekki á dagskrá árið 2025, svo mikið er víst. Nú vill svo til að Háskólinn á Bifröst er með allar eignir sínar á Bifröst til sölu vegna þess að háskólinn hefur alfarið snúið sér að fjarnámi – er „í skýjunum“ eins og sagt er – og hefur ekki lengur þörf fyrir nemendagarða og skólahúsnæði sem þarf að vera í nýtingu allt árið. Með sölunni mun því sá hluti vandans leysast sem snýr að háskólanum en eftir situr annar vandi sem hið opinbera verður að leysa. Háskólinn á Bifröst er þó engan veginn farinn úr Borgarbyggð því við höfum leigt húsnæði á Hvanneyri undanfarin tvö ár og eigum lögheimili í Borgarbyggð. Við Háskólann á Bifröst vinna margir starfsmenn og frá Hvanneyri er öflugt kennslusvið háskólans rekið. Allar staðlotur eru haldnar í húsnæði Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, um helgar, þegar nemendur landbúnaðarháskólans eru í fríi. Þangað flykkjast því okkar tæplega 2000 nemendur átta helgar á ári. Við munum leggja okkur öll fram um að vanda til sölunnar á háskólaþorpinu. Við munum gera það í samvinnu við Borgarbyggð þannig að Bifröst verði tekjuskapandi eining í blómlegri byggð Borgarfjarðar. Höfundur er rektor Háskólans á Bifröst.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun