Supu kveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2025 15:10 Eyjólfur Ármannsson lauk hringferð sinni um landið á Hótel Héraði í gærkvöldi. Hér er hann á leið til fundar við forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Seyðfirðingar supu margir kveljur á fundi innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mælir fyrir nýrri samgönguáætlun í október eða nóvember. Hann hefur verið á ferð um landið og hitti fyrir íbúa á Austfjörðum á Hótel Héraði í gærkvöldi. Austurfrétt greinir frá og segir ráðherrann ekki hafa gefið nein lofoð um forgangsröðun jarðganga. Nú væri til skoðunar í ráðuneytinu hvort rétt væri að ráðast í Fjarðagöng á milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar á undan Fjarðarheiðagöngum milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Eyjólfur bar meðal annars saman Fjarðarheiðargöng, sem talin eru myndu kosta um sextíu milljarða króna, og bar saman við Dýrafjarðargöng sem eru þrír kílómetrar og kostuðu tólf milljarða. Þá ræddi hann mögulega Fjarðagöng sem myndu skapa hringleið, gera allt svæðið að samþættu atvinnu- og þjónustusvæði auk þess að tengja Fljótsdalshérað betur við sjúkrahúsið í Neskaupstað. Í umfjöllun Austurfréttar kemur fram að orð ráðherra hafi fallið í grýttan jarðveg Seyðfirðinga sem spurðu ráðherra ítrekað hvað kæmi í veg fyrir að ráðist yrði í Fjarðaraheiðargöng, einu fullhönnuðu jarðgöngin á Íslandi, sem teldust tilbúin til útboðs. Eyjólfur sagðist meðal annars ekki bera ábyrgð á loforðum fyrri ríkisstjórnar. Engin samgönguáætlun hefði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili á þinginu. Þá minnti hann á að mikill meirihluti landsmanna byggi á milli Hvítánna og uppi væri mikil krafa um innviðauppbyggingu um allt land. Til stæði að auka útgjöld til vegamála úr 0,6 prósentum í eitt prósent. „Ég vonast til að landsmenn upplifi að sleginn er nýr tónn og kraftur í samgöngumálum,“ sagði Eyjólfur að því er fram kemur í umfjöllun Austurfréttar. Allt uppi á borðinu Eyjólfur ræddi stöðu jarðgangna og samgöngumál almennt í fréttum Sýnar í janúar þegar hann var nýskipaður innviðaráðherra. Hann var meðal annars spurður út í Fjarðarheiðargöng þá og vildi lítið gefa uppi. „Það mun bara koma í ljós í haust. Ég mun mæla fyrir nýrri samgönguáætlun í haust. Við erum að vinna í endurskoðun núna. Ég er óbundinn af fyrri áætlun. Þetta er endurskoðun á áætluninni og þá munum við fara í þá vinnu,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði þá einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. „Það er allt uppi á borðinu. Allt uppi á borðinu hvað þetta varðar. Ég hef heyrt þessa umræðu. Það eru mikilvæg jarðgöng fyrir austan. Líka fyrir vestan og norðan. Þannig að þetta á bara allt eftir að koma í ljós hver forgangsröðunin verður. Ég veit að það er stóra málið,“ sagði ráðherra samgöngumála í janúar. Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mælir fyrir nýrri samgönguáætlun í október eða nóvember. Hann hefur verið á ferð um landið og hitti fyrir íbúa á Austfjörðum á Hótel Héraði í gærkvöldi. Austurfrétt greinir frá og segir ráðherrann ekki hafa gefið nein lofoð um forgangsröðun jarðganga. Nú væri til skoðunar í ráðuneytinu hvort rétt væri að ráðast í Fjarðagöng á milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar á undan Fjarðarheiðagöngum milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Eyjólfur bar meðal annars saman Fjarðarheiðargöng, sem talin eru myndu kosta um sextíu milljarða króna, og bar saman við Dýrafjarðargöng sem eru þrír kílómetrar og kostuðu tólf milljarða. Þá ræddi hann mögulega Fjarðagöng sem myndu skapa hringleið, gera allt svæðið að samþættu atvinnu- og þjónustusvæði auk þess að tengja Fljótsdalshérað betur við sjúkrahúsið í Neskaupstað. Í umfjöllun Austurfréttar kemur fram að orð ráðherra hafi fallið í grýttan jarðveg Seyðfirðinga sem spurðu ráðherra ítrekað hvað kæmi í veg fyrir að ráðist yrði í Fjarðaraheiðargöng, einu fullhönnuðu jarðgöngin á Íslandi, sem teldust tilbúin til útboðs. Eyjólfur sagðist meðal annars ekki bera ábyrgð á loforðum fyrri ríkisstjórnar. Engin samgönguáætlun hefði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili á þinginu. Þá minnti hann á að mikill meirihluti landsmanna byggi á milli Hvítánna og uppi væri mikil krafa um innviðauppbyggingu um allt land. Til stæði að auka útgjöld til vegamála úr 0,6 prósentum í eitt prósent. „Ég vonast til að landsmenn upplifi að sleginn er nýr tónn og kraftur í samgöngumálum,“ sagði Eyjólfur að því er fram kemur í umfjöllun Austurfréttar. Allt uppi á borðinu Eyjólfur ræddi stöðu jarðgangna og samgöngumál almennt í fréttum Sýnar í janúar þegar hann var nýskipaður innviðaráðherra. Hann var meðal annars spurður út í Fjarðarheiðargöng þá og vildi lítið gefa uppi. „Það mun bara koma í ljós í haust. Ég mun mæla fyrir nýrri samgönguáætlun í haust. Við erum að vinna í endurskoðun núna. Ég er óbundinn af fyrri áætlun. Þetta er endurskoðun á áætluninni og þá munum við fara í þá vinnu,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði þá einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. „Það er allt uppi á borðinu. Allt uppi á borðinu hvað þetta varðar. Ég hef heyrt þessa umræðu. Það eru mikilvæg jarðgöng fyrir austan. Líka fyrir vestan og norðan. Þannig að þetta á bara allt eftir að koma í ljós hver forgangsröðunin verður. Ég veit að það er stóra málið,“ sagði ráðherra samgöngumála í janúar.
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21