Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar 27. ágúst 2025 08:33 Ennþá er ofbeldi svarað með ofbeldi. En þegar kemur að hernaði eru ótrúlega margir sem falla í þann pytt að gjalda líku líkt og verða með því morðingjar einsog hinir. Með því bæta þeir meiri olíu á ófriðarbálið og afraksturinn einsog sundursprengd borg í fréttatímanum þar sem margir liggja í valnum. Var það ekki Ghandi sem sagði eitthvað á þessa leið: Auga fyrir auga mun gera allan heiminn blindan- jú það var Ghandi. En nú hefur maðurinn komið sér upp kjarnorkuvopnum og hverskonar sem getur tortímt lífi á jörðinni. Hann er meira að segja búinn að prufukeyra kjarnorkuvopn á fólki. En eins og allir vita er ekki hægt að vinna kjarnorkustríð. Það er enginn sigurvegari í eyðileggingu, aðeins eyðileggjendur. Það gætu allir farist. Svo er herjum venjulega stjórnað af einum brjálæðingi, svokölluðum "alpha male/female" sem er búinn að missa vitið fyrir löngu og allir segja bara já við hann - en mesti hálfviti heimsins er sá sem fylgir mesta hálfvita heimsins. Allir hermenn verða að hlýða, sem gerir þá ekki að hálfvitum heldur jávitum, sem er sérstök tegund af fávita. Þeir eru búnir að afsala sér sjálfum sér til illra afla, eða herja hverskonar og gera einfaldlega það sem þeim er sagt að gera - að drepa. Og gleymum ekki að án þeirra hefði Hitler staðið einn - eða eins og segir í frábæru lagi Donovans: Universal Soldier. Heimurinn á ekki að vopnvæðast, hann á að afvopnast. Hernaði ætti að mótmæla með friðsamlegum hætti og elska ætti alla menn ef mögulegt, að mínu viti. Eitt sem mig langar að minnast á þegar kemur að stríðum, en það eru trúarbrögðin sem stundum hvetja beinlínis til stríðs einsog t.d. Ísraelar trúa því að guð þeirra hafi gefið þeim landið umfram aðra menn. En fyrir mér eru trúarbrögðin til vitnis um stórkostlega heimsku mannanna og helst til þess fallin að skipta fólki í hópa og að fylla höfuð þess af lími. Það getur enginn sannað eða afsannað tilvist guðs eða endurfæðingar en þúsund síðna trúarrit og doðrantar, gallaðir einsog þeir eru, gera að mínu áliti hlutina verri. Þósvo það standi margt í trúarbrögðunum sem margir geta verið sammála um, þarf það ekki að vera að þau séu sönn. Nú um stundir á sér stað annarskonar hernaður en sá hefðbundni, en það er hernaðurinn gegn náttúrunni. Á um það bil 150 árum er maðurinn kominn hálfa leið með að eyðileggja jörðina með aukningu gróðurhúsalofttegunda, eftir önnur 150 ár með sama áframhaldi verður lífið einsog við þekkjum það, farið, að mínu áliti. Losunin hefur verið að aukast ár frá ári en ekki minnka, sem bætir svörtu ofaná svart. Við erum ekki að gera nándar nógu mikið, en úr því sem komið er, munum við mögulega aldrei geta gert nóg. Annað sem á sér stað er meðferðin á dýrunum í verksmiðjubúskapnum. Dýrin hafa það álíka slæmt og fangar í fangabúðum nasista. Þó fagna ætti öllu lífi er löngu kominn tími til að fólk spyrji sig hvort ekki sé rétt að stilla barneignum í hóf, því endalaus mannfjölgun getur aldrei orðið. Höfundur er náttúruníðingur með kolefnisspor og dýraníðingur sem borðar svín og egg þó í litlum mæli sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Ennþá er ofbeldi svarað með ofbeldi. En þegar kemur að hernaði eru ótrúlega margir sem falla í þann pytt að gjalda líku líkt og verða með því morðingjar einsog hinir. Með því bæta þeir meiri olíu á ófriðarbálið og afraksturinn einsog sundursprengd borg í fréttatímanum þar sem margir liggja í valnum. Var það ekki Ghandi sem sagði eitthvað á þessa leið: Auga fyrir auga mun gera allan heiminn blindan- jú það var Ghandi. En nú hefur maðurinn komið sér upp kjarnorkuvopnum og hverskonar sem getur tortímt lífi á jörðinni. Hann er meira að segja búinn að prufukeyra kjarnorkuvopn á fólki. En eins og allir vita er ekki hægt að vinna kjarnorkustríð. Það er enginn sigurvegari í eyðileggingu, aðeins eyðileggjendur. Það gætu allir farist. Svo er herjum venjulega stjórnað af einum brjálæðingi, svokölluðum "alpha male/female" sem er búinn að missa vitið fyrir löngu og allir segja bara já við hann - en mesti hálfviti heimsins er sá sem fylgir mesta hálfvita heimsins. Allir hermenn verða að hlýða, sem gerir þá ekki að hálfvitum heldur jávitum, sem er sérstök tegund af fávita. Þeir eru búnir að afsala sér sjálfum sér til illra afla, eða herja hverskonar og gera einfaldlega það sem þeim er sagt að gera - að drepa. Og gleymum ekki að án þeirra hefði Hitler staðið einn - eða eins og segir í frábæru lagi Donovans: Universal Soldier. Heimurinn á ekki að vopnvæðast, hann á að afvopnast. Hernaði ætti að mótmæla með friðsamlegum hætti og elska ætti alla menn ef mögulegt, að mínu viti. Eitt sem mig langar að minnast á þegar kemur að stríðum, en það eru trúarbrögðin sem stundum hvetja beinlínis til stríðs einsog t.d. Ísraelar trúa því að guð þeirra hafi gefið þeim landið umfram aðra menn. En fyrir mér eru trúarbrögðin til vitnis um stórkostlega heimsku mannanna og helst til þess fallin að skipta fólki í hópa og að fylla höfuð þess af lími. Það getur enginn sannað eða afsannað tilvist guðs eða endurfæðingar en þúsund síðna trúarrit og doðrantar, gallaðir einsog þeir eru, gera að mínu áliti hlutina verri. Þósvo það standi margt í trúarbrögðunum sem margir geta verið sammála um, þarf það ekki að vera að þau séu sönn. Nú um stundir á sér stað annarskonar hernaður en sá hefðbundni, en það er hernaðurinn gegn náttúrunni. Á um það bil 150 árum er maðurinn kominn hálfa leið með að eyðileggja jörðina með aukningu gróðurhúsalofttegunda, eftir önnur 150 ár með sama áframhaldi verður lífið einsog við þekkjum það, farið, að mínu áliti. Losunin hefur verið að aukast ár frá ári en ekki minnka, sem bætir svörtu ofaná svart. Við erum ekki að gera nándar nógu mikið, en úr því sem komið er, munum við mögulega aldrei geta gert nóg. Annað sem á sér stað er meðferðin á dýrunum í verksmiðjubúskapnum. Dýrin hafa það álíka slæmt og fangar í fangabúðum nasista. Þó fagna ætti öllu lífi er löngu kominn tími til að fólk spyrji sig hvort ekki sé rétt að stilla barneignum í hóf, því endalaus mannfjölgun getur aldrei orðið. Höfundur er náttúruníðingur með kolefnisspor og dýraníðingur sem borðar svín og egg þó í litlum mæli sé.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun