Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 22:57 Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um. Lögreglan hefur á undanförnum misserum unnið að því að bæta skráningu hvað lýtur að hvers kyns fjársvikamálum. Tilkynningum hefur farið fjölgandi og líka þeim tilfellum þar sem svikurum tekst að hafa fé af fólki. „Magnið sem er að berast inn til okkar er að tvöfaldast ef ekki meira. Það er það sem við erum að sjá þessa dagana,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunveruleg upphæð mun hærri „Við getum með nokkurri vissu sagt að það sé hálfur milljarður farinn nú þegar, bara á þessu ári, og það er nú þegar komið yfir það sem var allt árið í fyrra. Og það er bara það sem við vitum,“ segir Guðjón. Þarna eigi eftir að taka tillit til mála sem búið er að tilkynna um en ekki liggur fyrir enn hve mikið svikarar hafi haft af fórnarlömbum sínum. Þar að auki nær þessi tala ekki yfir þau svik sem lögreglu er ekki kunnugt um. „Þessi tala er hærri. Hversu mikið hærri vitum við ekki, en hún er talsvert hærri,“ segir Guðjón. „Samkvæmt áætlunum bæði hér og á Norðurlöndum þá er talið að svona tíu til þrjátíu prósent mála eru tilkynnt til lögreglu. Þannig þá eigum við allt hitt eftir.“ Mannlegt að falla fyrir brögðum atvinnuglæpamanna Brotin geta verið af ýmsum toga. Netsvik í gegnum svikatölvupósta og smáskilaboð eru algeng, en einnig fjárfestinga-, ástarsvik og svokallaðar fyrirframgreiðslur, þar sem vara er ekki afhent eftir að greitt hefur verið fyrir. Mörg þessara mála eru aldrei tilkynnt og í flestum tilfellum reynist nær ómögulegt að endurheimta peningana. „Skömmin er oft og tíðum mikil, að láta plata sig. En það gleymist náttúrlega alltaf að við erum að eiga við atvinnumenn, þetta er þeirra vinna. Þetta gera þeir, og þá eru þeir ekki í átta tíma vinnu heldur jafnvel miklu meira. Kunnáttan þar er gífurleg og það að láta glepjast af einhverju þessu er ekkert óeðlilegt og það er bara mannlegt,“ segir Guðjón. Fjársvikamál eru ekki endilega einkamál þeirra sem verða fyrir barðinu á svikahröppum heldur er um samfélagslegt vandamál að ræða að sögn Guðjóns. Hann hvetur alla til að tilkynna um svik, hvort sem þau heppnast eða ekki, enda geti það hjálpað næsta manni sem lendir í klónum á svikahröppum. „Þetta er samfélagslegt vandamál allan daginn, og það fer stækkandi,“ segir Guðjón. „númer eitt, tvö og þrjú að hafa samband við bankann sinn og númer tvö að hafa samband við okkur,“ segir Guðjón. „Tíminn skiptir einna mestu máli.“ Efnahagsbrot Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Lögreglan hefur á undanförnum misserum unnið að því að bæta skráningu hvað lýtur að hvers kyns fjársvikamálum. Tilkynningum hefur farið fjölgandi og líka þeim tilfellum þar sem svikurum tekst að hafa fé af fólki. „Magnið sem er að berast inn til okkar er að tvöfaldast ef ekki meira. Það er það sem við erum að sjá þessa dagana,“ segir Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunveruleg upphæð mun hærri „Við getum með nokkurri vissu sagt að það sé hálfur milljarður farinn nú þegar, bara á þessu ári, og það er nú þegar komið yfir það sem var allt árið í fyrra. Og það er bara það sem við vitum,“ segir Guðjón. Þarna eigi eftir að taka tillit til mála sem búið er að tilkynna um en ekki liggur fyrir enn hve mikið svikarar hafi haft af fórnarlömbum sínum. Þar að auki nær þessi tala ekki yfir þau svik sem lögreglu er ekki kunnugt um. „Þessi tala er hærri. Hversu mikið hærri vitum við ekki, en hún er talsvert hærri,“ segir Guðjón. „Samkvæmt áætlunum bæði hér og á Norðurlöndum þá er talið að svona tíu til þrjátíu prósent mála eru tilkynnt til lögreglu. Þannig þá eigum við allt hitt eftir.“ Mannlegt að falla fyrir brögðum atvinnuglæpamanna Brotin geta verið af ýmsum toga. Netsvik í gegnum svikatölvupósta og smáskilaboð eru algeng, en einnig fjárfestinga-, ástarsvik og svokallaðar fyrirframgreiðslur, þar sem vara er ekki afhent eftir að greitt hefur verið fyrir. Mörg þessara mála eru aldrei tilkynnt og í flestum tilfellum reynist nær ómögulegt að endurheimta peningana. „Skömmin er oft og tíðum mikil, að láta plata sig. En það gleymist náttúrlega alltaf að við erum að eiga við atvinnumenn, þetta er þeirra vinna. Þetta gera þeir, og þá eru þeir ekki í átta tíma vinnu heldur jafnvel miklu meira. Kunnáttan þar er gífurleg og það að láta glepjast af einhverju þessu er ekkert óeðlilegt og það er bara mannlegt,“ segir Guðjón. Fjársvikamál eru ekki endilega einkamál þeirra sem verða fyrir barðinu á svikahröppum heldur er um samfélagslegt vandamál að ræða að sögn Guðjóns. Hann hvetur alla til að tilkynna um svik, hvort sem þau heppnast eða ekki, enda geti það hjálpað næsta manni sem lendir í klónum á svikahröppum. „Þetta er samfélagslegt vandamál allan daginn, og það fer stækkandi,“ segir Guðjón. „númer eitt, tvö og þrjú að hafa samband við bankann sinn og númer tvö að hafa samband við okkur,“ segir Guðjón. „Tíminn skiptir einna mestu máli.“
Efnahagsbrot Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira