Innlent

Hraðbankinn fundinn og milljónirnar með

Árni Sæberg skrifar
Grafan var notuð til að stela hraðbanka Íslandsbanka í Mosfellsbæ.
Grafan var notuð til að stela hraðbanka Íslandsbanka í Mosfellsbæ. Vísir/Anton Brink

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið hraðbanka Íslandsbanka sem stolið var úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum. Ásamt hraðbankanum hefur lögreglan endurheimt 22 milljónir króna.

Þetta kemur fram í svörum frá Íslandsbanka en Mbl.is greindi fyrst frá. Að sögn bankans fundust allir þeir fjármunir sem voru í hraðbankanum þegar honum var stolið. Bankanum hafi verið tilkynnt um fundinn í dag en það sé lögreglunnar að svara fyrir hvar og hvenær hraðbankinn fannst. Ekki hefur náðst í fulltrúa lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið, sem fara með rannsókn málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag.

Kona og karl voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku. Gæsluvarðhald yfir konunni rennur að óbreyttu út í dag og gæsluvarðhald yfir karlinum á morgun.


Tengdar fréttir

Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale

Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×