„Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. ágúst 2025 11:00 Guðrún ánægð með Íslandsmetið FRÍ / Hlín Guðmundsdóttir Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir fann hlutina smella saman á æfingu í síðustu viku og sló Íslandsmetið í sleggjukasti um helgina. Hún er orðin vongóð um að komast á heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Tókýó í Japan í næsta mánuði. Síðasta vika var viðburðarík hjá Guðrúnu, sem náði góðum árangri á sterku móti í Ungverjalandi á miðvikudag, flaug svo heim og gerði gott betur á föstudag þegar hún setti nýtt Íslandsmet með því að kasta sleggjunni 71,38 metra. „Ég bara hitti á svona gott kast. Ótrúlega gaman og mikill léttir. Maður er búinn að vera að vinna mikið í að ná góðum köstum og fara á mót, fyrir HM, sem hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ sagði Guðrún og var þá spurð hvað hefði skyndilega virkað hjá henni í síðustu viku. „Stundum koma bara svona tæknipunktar sem að smella og það getur breytt mjög miklu. Þegar maður nær góðri ferð og tengingu við sleggjuna. Það var eitthvað sem small hjá mér á æfingu á mánudaginn, ég fann muninn og náði að flytja það yfir í mót, sem ég er mjög ánægð með.“ Guðrún útskrifaðist úr háskóla í vor og stefnir á atvinnumennsku í Danmörku.vísir / bjarni „Búin að gera allt sem ég get“ Íslandsmetið er örlitlu minna en lágmarkið á HM, sem er 74 metrar, en færir hana nær því að tryggja sér þátttökurétt á HM í frjálsum íþróttum, sem fer fram í Tókýó í Japan núna í september. „Eftir síðustu viku ætti ég að vera í góðri stöðu, þannig að ég er alveg vongóð en það kemur svo bara í ljós á miðvikudaginn, lokalistinn fyrir HM. Þetta hefur verið markmið síðustu ár og eftir að ég fór á EM í fyrra. Alltaf pínu fjarstætt en maður fer alltaf nær og nær því. Ég er búin að gera allt sem ég get, þannig að núna verðum við bara að bíða og vona.“ Íslandsmethafinn hylltur af silfur- og bronsverðlaunahöfum.FRÍ / Hlín Guðmundsdóttir Viðtalið við Íslandsmeistarann má sjá í spilaranum að ofan. Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Sjá meira
Síðasta vika var viðburðarík hjá Guðrúnu, sem náði góðum árangri á sterku móti í Ungverjalandi á miðvikudag, flaug svo heim og gerði gott betur á föstudag þegar hún setti nýtt Íslandsmet með því að kasta sleggjunni 71,38 metra. „Ég bara hitti á svona gott kast. Ótrúlega gaman og mikill léttir. Maður er búinn að vera að vinna mikið í að ná góðum köstum og fara á mót, fyrir HM, sem hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ sagði Guðrún og var þá spurð hvað hefði skyndilega virkað hjá henni í síðustu viku. „Stundum koma bara svona tæknipunktar sem að smella og það getur breytt mjög miklu. Þegar maður nær góðri ferð og tengingu við sleggjuna. Það var eitthvað sem small hjá mér á æfingu á mánudaginn, ég fann muninn og náði að flytja það yfir í mót, sem ég er mjög ánægð með.“ Guðrún útskrifaðist úr háskóla í vor og stefnir á atvinnumennsku í Danmörku.vísir / bjarni „Búin að gera allt sem ég get“ Íslandsmetið er örlitlu minna en lágmarkið á HM, sem er 74 metrar, en færir hana nær því að tryggja sér þátttökurétt á HM í frjálsum íþróttum, sem fer fram í Tókýó í Japan núna í september. „Eftir síðustu viku ætti ég að vera í góðri stöðu, þannig að ég er alveg vongóð en það kemur svo bara í ljós á miðvikudaginn, lokalistinn fyrir HM. Þetta hefur verið markmið síðustu ár og eftir að ég fór á EM í fyrra. Alltaf pínu fjarstætt en maður fer alltaf nær og nær því. Ég er búin að gera allt sem ég get, þannig að núna verðum við bara að bíða og vona.“ Íslandsmethafinn hylltur af silfur- og bronsverðlaunahöfum.FRÍ / Hlín Guðmundsdóttir Viðtalið við Íslandsmeistarann má sjá í spilaranum að ofan.
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Sjá meira