Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar 26. ágúst 2025 11:00 Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar. Það er því sérstök ánægja að sjá hvernig Kópavogsbær hefur ákveðið að setja framtíð nemenda í fyrsta sæti með 16 umbótaverkefnum sem miða að því að styrkja skólasamfélagið og skapa börnunum okkar betra umhverfi. Við foreldrarnir höfum lengi bent á að íslenska matskerfið er brotakennt. Það er um það bil níu ár síðan bókstafakerfið tók formlega gildi í grunnskólum, en þegar það var innleitt ríkti ekki um það almenn sátt. Enn í dag vantar heildrænan stuðning og samræmda fræðslu til kennara, og kerfið hefur því ekki náð þeim trúverðugleika sem nauðsynlegur er. Á sama tíma gleymdist að gera samsvarandi breytingar í framhaldsskólum, þannig að tvö kerfi tala ekki saman: í grunnskólum bókstafir og hæfniviðmið – í framhaldsskólum tölustafir og meðaltöl. Það er því lítið annað en kerfislegur misbrestur þegar börn þurfa að hoppa úr einu matskerfi í annað sem byggir á allt öðrum forsendum. Aðeins nýlega var bætt við einkunnum eins og B+ og C+, sem undirstrikar að kerfið hefur frá upphafi verið hálfklárað og ósamræmt. Í þessu ljósi er stórt framfaraskref að Kópavogsbær hefur ákveðið að innleiða samræmt mat frá miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og ganga þannig lengra en Menntamálaráðuneytið fyrirskipar. Með því er verið að tryggja jafnræði og skýrleika, óháð því í hvaða skóla barnið er, sem og að auka eftirfylgni og stuðning fyrir börnin okkar. Þannig geta bæði við foreldrarnir og skólasamfélagið gripið fyrr inn í og aðstoðað þau sem þurfa á því að halda sem og beint þeim í réttari farveg áður en erfiðleikarnir magnast sem og gefið þeim nemendum sem fá ekki næga áskoranir tækifæri til að vaxa enn frekar. Þá er einnig mikilvægt að umsagnir fylgi með bókstöfunum, svo foreldrar og nemendur fái raunverulega mynd af styrkleikum og áskorunum. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði, þetta er viðurkenning á því að börnin eru einstaklingar sem eiga skilið sanngjarnt og gagnsætt mat. Eins og margir hafa bent á er B-ið umtalaða ekki alltaf bara B og sannarlega ekki alltaf best. Er B-ið ljós- eða dökkgrænt? Hvernig meta framhaldsskólar B í raun? Því er það sérstaklega ánægjulegt að ein af 16 samþykktum úrbótatillögum Kópavogsbæjar snýr að því að bæta þetta ferli og efla framtíð skólaumhverfis í bænum. Það sem vegur þó þyngst í mínum huga er að Kópavogur hefur þorað að taka þetta skref í samstarfi við ekki aðeins við foreldra, kennara og stjórnendur heldur líka við nemendurna sjálfa. Því miður hefur rödd þeirra of oft gleymst í umræðunni. En þegar börnin fá að koma að borðinu og segja frá eigin upplifun og þörfum, verða ákvarðanirnar ekki aðeins réttlátari heldur líka raunhæfari. Það er þessi virðing fyrir öllum hagsmunaaðilum sem skapar traust, og traust er forsenda þess að börnin okkar geti blómstrað. Við verðum þó að muna að þetta snýst ekki um kerfi, bókstafi eða tölur – heldur um börnin sjálf. Þau sem sitja á skólabekkjum dag eftir dag, sem leggja sig fram og eiga sér drauma. Þau eiga rétt á jöfnum tækifærum, sanngjörnu mati og framtíð sem byggir á styrkleikum þeirra, ekki kerfislegum göllum. Ég vil því hrósa Kópavogsbæ fyrir að hafa hugrekki til að stíga lengra en mælst er til, til hagsbóta fyrir börnin. Með þessum aðgerðum er verið að senda skýr skilaboð: framtíð barnanna okkar er í fyrsta sæti. Höfundur er formaður foreldrafélags Kóraskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar. Það er því sérstök ánægja að sjá hvernig Kópavogsbær hefur ákveðið að setja framtíð nemenda í fyrsta sæti með 16 umbótaverkefnum sem miða að því að styrkja skólasamfélagið og skapa börnunum okkar betra umhverfi. Við foreldrarnir höfum lengi bent á að íslenska matskerfið er brotakennt. Það er um það bil níu ár síðan bókstafakerfið tók formlega gildi í grunnskólum, en þegar það var innleitt ríkti ekki um það almenn sátt. Enn í dag vantar heildrænan stuðning og samræmda fræðslu til kennara, og kerfið hefur því ekki náð þeim trúverðugleika sem nauðsynlegur er. Á sama tíma gleymdist að gera samsvarandi breytingar í framhaldsskólum, þannig að tvö kerfi tala ekki saman: í grunnskólum bókstafir og hæfniviðmið – í framhaldsskólum tölustafir og meðaltöl. Það er því lítið annað en kerfislegur misbrestur þegar börn þurfa að hoppa úr einu matskerfi í annað sem byggir á allt öðrum forsendum. Aðeins nýlega var bætt við einkunnum eins og B+ og C+, sem undirstrikar að kerfið hefur frá upphafi verið hálfklárað og ósamræmt. Í þessu ljósi er stórt framfaraskref að Kópavogsbær hefur ákveðið að innleiða samræmt mat frá miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og ganga þannig lengra en Menntamálaráðuneytið fyrirskipar. Með því er verið að tryggja jafnræði og skýrleika, óháð því í hvaða skóla barnið er, sem og að auka eftirfylgni og stuðning fyrir börnin okkar. Þannig geta bæði við foreldrarnir og skólasamfélagið gripið fyrr inn í og aðstoðað þau sem þurfa á því að halda sem og beint þeim í réttari farveg áður en erfiðleikarnir magnast sem og gefið þeim nemendum sem fá ekki næga áskoranir tækifæri til að vaxa enn frekar. Þá er einnig mikilvægt að umsagnir fylgi með bókstöfunum, svo foreldrar og nemendur fái raunverulega mynd af styrkleikum og áskorunum. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði, þetta er viðurkenning á því að börnin eru einstaklingar sem eiga skilið sanngjarnt og gagnsætt mat. Eins og margir hafa bent á er B-ið umtalaða ekki alltaf bara B og sannarlega ekki alltaf best. Er B-ið ljós- eða dökkgrænt? Hvernig meta framhaldsskólar B í raun? Því er það sérstaklega ánægjulegt að ein af 16 samþykktum úrbótatillögum Kópavogsbæjar snýr að því að bæta þetta ferli og efla framtíð skólaumhverfis í bænum. Það sem vegur þó þyngst í mínum huga er að Kópavogur hefur þorað að taka þetta skref í samstarfi við ekki aðeins við foreldra, kennara og stjórnendur heldur líka við nemendurna sjálfa. Því miður hefur rödd þeirra of oft gleymst í umræðunni. En þegar börnin fá að koma að borðinu og segja frá eigin upplifun og þörfum, verða ákvarðanirnar ekki aðeins réttlátari heldur líka raunhæfari. Það er þessi virðing fyrir öllum hagsmunaaðilum sem skapar traust, og traust er forsenda þess að börnin okkar geti blómstrað. Við verðum þó að muna að þetta snýst ekki um kerfi, bókstafi eða tölur – heldur um börnin sjálf. Þau sem sitja á skólabekkjum dag eftir dag, sem leggja sig fram og eiga sér drauma. Þau eiga rétt á jöfnum tækifærum, sanngjörnu mati og framtíð sem byggir á styrkleikum þeirra, ekki kerfislegum göllum. Ég vil því hrósa Kópavogsbæ fyrir að hafa hugrekki til að stíga lengra en mælst er til, til hagsbóta fyrir börnin. Með þessum aðgerðum er verið að senda skýr skilaboð: framtíð barnanna okkar er í fyrsta sæti. Höfundur er formaður foreldrafélags Kóraskóla.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun