Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar 26. ágúst 2025 11:00 Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar. Það er því sérstök ánægja að sjá hvernig Kópavogsbær hefur ákveðið að setja framtíð nemenda í fyrsta sæti með 16 umbótaverkefnum sem miða að því að styrkja skólasamfélagið og skapa börnunum okkar betra umhverfi. Við foreldrarnir höfum lengi bent á að íslenska matskerfið er brotakennt. Það er um það bil níu ár síðan bókstafakerfið tók formlega gildi í grunnskólum, en þegar það var innleitt ríkti ekki um það almenn sátt. Enn í dag vantar heildrænan stuðning og samræmda fræðslu til kennara, og kerfið hefur því ekki náð þeim trúverðugleika sem nauðsynlegur er. Á sama tíma gleymdist að gera samsvarandi breytingar í framhaldsskólum, þannig að tvö kerfi tala ekki saman: í grunnskólum bókstafir og hæfniviðmið – í framhaldsskólum tölustafir og meðaltöl. Það er því lítið annað en kerfislegur misbrestur þegar börn þurfa að hoppa úr einu matskerfi í annað sem byggir á allt öðrum forsendum. Aðeins nýlega var bætt við einkunnum eins og B+ og C+, sem undirstrikar að kerfið hefur frá upphafi verið hálfklárað og ósamræmt. Í þessu ljósi er stórt framfaraskref að Kópavogsbær hefur ákveðið að innleiða samræmt mat frá miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og ganga þannig lengra en Menntamálaráðuneytið fyrirskipar. Með því er verið að tryggja jafnræði og skýrleika, óháð því í hvaða skóla barnið er, sem og að auka eftirfylgni og stuðning fyrir börnin okkar. Þannig geta bæði við foreldrarnir og skólasamfélagið gripið fyrr inn í og aðstoðað þau sem þurfa á því að halda sem og beint þeim í réttari farveg áður en erfiðleikarnir magnast sem og gefið þeim nemendum sem fá ekki næga áskoranir tækifæri til að vaxa enn frekar. Þá er einnig mikilvægt að umsagnir fylgi með bókstöfunum, svo foreldrar og nemendur fái raunverulega mynd af styrkleikum og áskorunum. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði, þetta er viðurkenning á því að börnin eru einstaklingar sem eiga skilið sanngjarnt og gagnsætt mat. Eins og margir hafa bent á er B-ið umtalaða ekki alltaf bara B og sannarlega ekki alltaf best. Er B-ið ljós- eða dökkgrænt? Hvernig meta framhaldsskólar B í raun? Því er það sérstaklega ánægjulegt að ein af 16 samþykktum úrbótatillögum Kópavogsbæjar snýr að því að bæta þetta ferli og efla framtíð skólaumhverfis í bænum. Það sem vegur þó þyngst í mínum huga er að Kópavogur hefur þorað að taka þetta skref í samstarfi við ekki aðeins við foreldra, kennara og stjórnendur heldur líka við nemendurna sjálfa. Því miður hefur rödd þeirra of oft gleymst í umræðunni. En þegar börnin fá að koma að borðinu og segja frá eigin upplifun og þörfum, verða ákvarðanirnar ekki aðeins réttlátari heldur líka raunhæfari. Það er þessi virðing fyrir öllum hagsmunaaðilum sem skapar traust, og traust er forsenda þess að börnin okkar geti blómstrað. Við verðum þó að muna að þetta snýst ekki um kerfi, bókstafi eða tölur – heldur um börnin sjálf. Þau sem sitja á skólabekkjum dag eftir dag, sem leggja sig fram og eiga sér drauma. Þau eiga rétt á jöfnum tækifærum, sanngjörnu mati og framtíð sem byggir á styrkleikum þeirra, ekki kerfislegum göllum. Ég vil því hrósa Kópavogsbæ fyrir að hafa hugrekki til að stíga lengra en mælst er til, til hagsbóta fyrir börnin. Með þessum aðgerðum er verið að senda skýr skilaboð: framtíð barnanna okkar er í fyrsta sæti. Höfundur er formaður foreldrafélags Kóraskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Grunnskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Sem foreldri þriggja barna, þar af tveggja sem eru enn í grunnskólakerfinu, og sem formaður foreldrafélags í eina unglingaskóla Kópavogs, hef ég í mörg ár fylgst náið með því hvernig skólakerfið okkar þjónar – eða þjónar ekki – börnunum okkar. Það er því sérstök ánægja að sjá hvernig Kópavogsbær hefur ákveðið að setja framtíð nemenda í fyrsta sæti með 16 umbótaverkefnum sem miða að því að styrkja skólasamfélagið og skapa börnunum okkar betra umhverfi. Við foreldrarnir höfum lengi bent á að íslenska matskerfið er brotakennt. Það er um það bil níu ár síðan bókstafakerfið tók formlega gildi í grunnskólum, en þegar það var innleitt ríkti ekki um það almenn sátt. Enn í dag vantar heildrænan stuðning og samræmda fræðslu til kennara, og kerfið hefur því ekki náð þeim trúverðugleika sem nauðsynlegur er. Á sama tíma gleymdist að gera samsvarandi breytingar í framhaldsskólum, þannig að tvö kerfi tala ekki saman: í grunnskólum bókstafir og hæfniviðmið – í framhaldsskólum tölustafir og meðaltöl. Það er því lítið annað en kerfislegur misbrestur þegar börn þurfa að hoppa úr einu matskerfi í annað sem byggir á allt öðrum forsendum. Aðeins nýlega var bætt við einkunnum eins og B+ og C+, sem undirstrikar að kerfið hefur frá upphafi verið hálfklárað og ósamræmt. Í þessu ljósi er stórt framfaraskref að Kópavogsbær hefur ákveðið að innleiða samræmt mat frá miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og ganga þannig lengra en Menntamálaráðuneytið fyrirskipar. Með því er verið að tryggja jafnræði og skýrleika, óháð því í hvaða skóla barnið er, sem og að auka eftirfylgni og stuðning fyrir börnin okkar. Þannig geta bæði við foreldrarnir og skólasamfélagið gripið fyrr inn í og aðstoðað þau sem þurfa á því að halda sem og beint þeim í réttari farveg áður en erfiðleikarnir magnast sem og gefið þeim nemendum sem fá ekki næga áskoranir tækifæri til að vaxa enn frekar. Þá er einnig mikilvægt að umsagnir fylgi með bókstöfunum, svo foreldrar og nemendur fái raunverulega mynd af styrkleikum og áskorunum. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði, þetta er viðurkenning á því að börnin eru einstaklingar sem eiga skilið sanngjarnt og gagnsætt mat. Eins og margir hafa bent á er B-ið umtalaða ekki alltaf bara B og sannarlega ekki alltaf best. Er B-ið ljós- eða dökkgrænt? Hvernig meta framhaldsskólar B í raun? Því er það sérstaklega ánægjulegt að ein af 16 samþykktum úrbótatillögum Kópavogsbæjar snýr að því að bæta þetta ferli og efla framtíð skólaumhverfis í bænum. Það sem vegur þó þyngst í mínum huga er að Kópavogur hefur þorað að taka þetta skref í samstarfi við ekki aðeins við foreldra, kennara og stjórnendur heldur líka við nemendurna sjálfa. Því miður hefur rödd þeirra of oft gleymst í umræðunni. En þegar börnin fá að koma að borðinu og segja frá eigin upplifun og þörfum, verða ákvarðanirnar ekki aðeins réttlátari heldur líka raunhæfari. Það er þessi virðing fyrir öllum hagsmunaaðilum sem skapar traust, og traust er forsenda þess að börnin okkar geti blómstrað. Við verðum þó að muna að þetta snýst ekki um kerfi, bókstafi eða tölur – heldur um börnin sjálf. Þau sem sitja á skólabekkjum dag eftir dag, sem leggja sig fram og eiga sér drauma. Þau eiga rétt á jöfnum tækifærum, sanngjörnu mati og framtíð sem byggir á styrkleikum þeirra, ekki kerfislegum göllum. Ég vil því hrósa Kópavogsbæ fyrir að hafa hugrekki til að stíga lengra en mælst er til, til hagsbóta fyrir börnin. Með þessum aðgerðum er verið að senda skýr skilaboð: framtíð barnanna okkar er í fyrsta sæti. Höfundur er formaður foreldrafélags Kóraskóla.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun