Innlent

Skjálfti við Húsa­vík

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Skjálftinn fannst vel á Húsavík. 
Skjálftinn fannst vel á Húsavík.  Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð á Skjálfandaflóa, 8,8 km norðvestur af Húsavík um klukkan hálf tólf í gærkvöldi. Skjálftinn fannst vel á Húsavík og bárust Veðurstofu nokkrar tilkynningar um hann frá íbúum.

Iðunn Klara Valdimarsdóttur, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að upptök skjálftans hafi verið í Tjörnesbrotabeltinu þar sem jarðskjálftar eru mjög algengir. 

Klukkan 04:20 í nótt varð skjálfti að stærðinni 2,0 um 16 kílómetra austur af Grímsey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×