Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 07:03 Kærustuparið Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Dagur Benediktsson eru líklega á leiðinni á Ólympíuleikana fyrir hönd Íslands. Skjámynd/@ruvithrottir Miklar líkur eru á því að kærustuparið Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Dagur Benediktsson muni bæði keppa fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikunum á Ítalíu í byrjun næsta árs. Leikarnir verða haldnir í Mílanó og Cortina d'Ampezzo í ítölsku Ölpunum frá 6. til 22. febrúar 2026. Hólmfríður Dóra og Dagur ræddu möguleikann á því að keppa saman á Ólympíuleikum í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson í Ríkissjónvarpinu. Hólmfríður Dóra er 27 ára gömul (fædd 8. janúar 1998) en hefur reynslu af Ólympíuleikum því hún fór á sína fyrstu vetrarólympíuleika árið 2022 í Peking þar sem hún keppti í alpagreinum. Hún náði 32. sæti í risasvigi og 38. sæti í svigi. Dagur er líka 27 ára gamall (fæddur 17. júní 1998) en hann keppir í skíðagöngu en ekki í alpagreinum. Hann hefur keppt á Ólympíumóti ungmenna en aldrei á sjálfum Ólympíuleikunum. Það stefnir í það að það breytist í febrúar á næsta ári. Hólmfríður og Dagur segja frá þeirri óvenjulegu stöðu að vera bæði á leiðinni á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman. „Þetta yrði alveg stórt fyrir okkur bæði og skemmtileg saga til að segja en við fáum líklegast ekkert að upplifa þetta saman af því að við verðum í sitthvoru Ólympíuþorpinu,“ sagði Dagur. „Setningarathöfnin er í Mílanó en það verða litlar setningarathafnir í hverju þorpi. Við verðum því ekki einu sinni saman á setningarathöfninni held ég,“ sagði Hólmfríður Dóra. Þorkell spurði þeim finnist þau græða mikið á reynslu hvors annars. „Klárlega,“ sagði Hólmfríður. „Það hjálpar mikið að vera bæði að keppa á hæsta stigi því þótt við séum í sitthvorri skíðaíþróttinni þá sækjum við mikinn innblástur og hjálp til hvors annars,“ sagði Dagur. „Svo bara að búa saman, hugsa bæði vel um mataræðið, svefn og alla næringu. Hugsa vel um sig. Það hjálpar ótrúlega mikið,“ sagði Hólmfríður. Alpagreinarnar á Vetrarólympíuleikunum fara fram í Cortina d'Ampezzo en skíðagangan í Tesero. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Sjá meira
Leikarnir verða haldnir í Mílanó og Cortina d'Ampezzo í ítölsku Ölpunum frá 6. til 22. febrúar 2026. Hólmfríður Dóra og Dagur ræddu möguleikann á því að keppa saman á Ólympíuleikum í viðtali við Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson í Ríkissjónvarpinu. Hólmfríður Dóra er 27 ára gömul (fædd 8. janúar 1998) en hefur reynslu af Ólympíuleikum því hún fór á sína fyrstu vetrarólympíuleika árið 2022 í Peking þar sem hún keppti í alpagreinum. Hún náði 32. sæti í risasvigi og 38. sæti í svigi. Dagur er líka 27 ára gamall (fæddur 17. júní 1998) en hann keppir í skíðagöngu en ekki í alpagreinum. Hann hefur keppt á Ólympíumóti ungmenna en aldrei á sjálfum Ólympíuleikunum. Það stefnir í það að það breytist í febrúar á næsta ári. Hólmfríður og Dagur segja frá þeirri óvenjulegu stöðu að vera bæði á leiðinni á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman. „Þetta yrði alveg stórt fyrir okkur bæði og skemmtileg saga til að segja en við fáum líklegast ekkert að upplifa þetta saman af því að við verðum í sitthvoru Ólympíuþorpinu,“ sagði Dagur. „Setningarathöfnin er í Mílanó en það verða litlar setningarathafnir í hverju þorpi. Við verðum því ekki einu sinni saman á setningarathöfninni held ég,“ sagði Hólmfríður Dóra. Þorkell spurði þeim finnist þau græða mikið á reynslu hvors annars. „Klárlega,“ sagði Hólmfríður. „Það hjálpar mikið að vera bæði að keppa á hæsta stigi því þótt við séum í sitthvorri skíðaíþróttinni þá sækjum við mikinn innblástur og hjálp til hvors annars,“ sagði Dagur. „Svo bara að búa saman, hugsa bæði vel um mataræðið, svefn og alla næringu. Hugsa vel um sig. Það hjálpar ótrúlega mikið,“ sagði Hólmfríður. Alpagreinarnar á Vetrarólympíuleikunum fara fram í Cortina d'Ampezzo en skíðagangan í Tesero. View this post on Instagram A post shared by RÚV Íþróttir (@ruvithrottir)
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Sjá meira