Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar 25. ágúst 2025 10:32 Fjárfestatengsl (e. investor relations) eru samheiti yfir aðferðir sem fyrirtæki nota til að byggja upp traust og skýra framtíðarsýn sína fyrir fjárfestum. Meðal þess sem fjárfestatenglar þurfa að huga að er seljanleiki (e. liquidity), þ.e. hversu auðvelt er að kaupa eða selja hlutabréf með litlum tilkostnaði. Góður seljanleiki getur skipt fjárfesta miklu máli og jafnvel leitt til hærra hlutabréfaverðs[1]. Flestir fjárfestatenglar leitast við að laða að öfluga langtímafjárfesta. En án skammtímafjárfesta verður takmarkaður seljanleiki – sem getur jafnvel verið fráhrindandi fyrir langtímafjárfesta. Fjárfestatengsl snúast því m.a. um að finna rétta jafnvægið í hluthafahópnum: trausta langtímafjárfesta (t.d. lífeyrissjóði) í bland við annars konar fjárfesta sem styðja við seljanleika og verðmyndun (t.d. almenning eða verðbréfasjóði). Öflugri markaður leiðir til aukinnar hagsældar En hvernig koma fjárfestatengsl stjórnvöldum við? Fyrir utan að sinna eigin fjárfestatengslum vegna fjármögnunar ríkissjóðs (sem væri efni í aðra grein) þá geta stjórnvöld haft heilmikil áhrif á fjárfestingar á hlutabréfamarkaðnum með lagasetningu. Stjórnvöld þurfa því stundum að setja sig í spor fjárfestatengla fyrir markaðinn í heild sinni til að finna rétta jafnvægið. Í dag erum við með afar öfluga langtímafjárfesta í lífeyrissjóðunum, en þeim fylgir eðli málsins samkvæmt ekki mikill seljanleiki. Þó seljanleiki á íslenska markaðnum sé mun betri en margir vilja meina vantar engu að síður fleiri og fjölbreyttari fjárfesta til að bæta skoðanaskipti og auka gæði markaðarins. Rannsóknir benda til þess að öflugri markaður geti leitt til aukinnar hagsældar, svo það er til mikils að vinna.[2] Skattalegir hvatar jafna tækifæri fólks til fjárfestinga Fjárfestatenglar myndu sjá mikil tækifæri í þessari stöðu. Það er vel þekkt að þátttaka almennings getur aukið seljanleika og gæði hlutabréfamarkaða[3]. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir nýlegt útboð á hlutum í Íslandsbanka, þar sem fjölmargir einstaklingar tóku sitt fyrsta skef í fjárfestingum, en betur má ef duga skal. Norðurlandaþjóðirnar og Bretar hafa t.d. innleitt ákveðna skattalega hvata til fjárfestinga almennings í hlutabréfum, m.a. með það í huga að jafna tækifæri til fjárfestinga og bæta samkeppnishæfi – og við ættum síst af öllu að vera eftirbátar þeirra á því sviði. Einnig mætti skoða leiðir til að efla beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði með því að draga úr vægi lífeyrissjóða í ævisparnaði án þess að minnka heildarsparnað, til dæmis með auknu frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar eða öðrum sparnaðarleiðum utan lífeyriskerfisins. Loks mætti einfalda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með minniháttar breytingum á skattkerfinu, heimila verðbréfalán lífeyrissjóða og efla hlutverk banka sem viðskiptavaka. Útfærslurnar skipta minna máli en viljinn til úrbóta. Rétt eins og fjárfestatenglar ættu stjórnvöld að spyrja sig: Hvernig getum við skapað umhverfi sem laðar að fleiri og fjölbreyttari fjárfesta – og þannig stuðlað að bættum seljanleika, öflugri markaði og auknum hagvexti? Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. [1] Sjá t.d. Kumar, G. og Misra, A. K. (2015). Closer view at the stock market liquidity: A literature review. [2] Sjá t.d. Demir (2025). The role of stock markets in economic growth: Empirical evidence from panel data analysis. [3] Sjá t.d. Abudy (2020). Retail Investors’ Trading and Stock Market Liquidity. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárfestatengsl (e. investor relations) eru samheiti yfir aðferðir sem fyrirtæki nota til að byggja upp traust og skýra framtíðarsýn sína fyrir fjárfestum. Meðal þess sem fjárfestatenglar þurfa að huga að er seljanleiki (e. liquidity), þ.e. hversu auðvelt er að kaupa eða selja hlutabréf með litlum tilkostnaði. Góður seljanleiki getur skipt fjárfesta miklu máli og jafnvel leitt til hærra hlutabréfaverðs[1]. Flestir fjárfestatenglar leitast við að laða að öfluga langtímafjárfesta. En án skammtímafjárfesta verður takmarkaður seljanleiki – sem getur jafnvel verið fráhrindandi fyrir langtímafjárfesta. Fjárfestatengsl snúast því m.a. um að finna rétta jafnvægið í hluthafahópnum: trausta langtímafjárfesta (t.d. lífeyrissjóði) í bland við annars konar fjárfesta sem styðja við seljanleika og verðmyndun (t.d. almenning eða verðbréfasjóði). Öflugri markaður leiðir til aukinnar hagsældar En hvernig koma fjárfestatengsl stjórnvöldum við? Fyrir utan að sinna eigin fjárfestatengslum vegna fjármögnunar ríkissjóðs (sem væri efni í aðra grein) þá geta stjórnvöld haft heilmikil áhrif á fjárfestingar á hlutabréfamarkaðnum með lagasetningu. Stjórnvöld þurfa því stundum að setja sig í spor fjárfestatengla fyrir markaðinn í heild sinni til að finna rétta jafnvægið. Í dag erum við með afar öfluga langtímafjárfesta í lífeyrissjóðunum, en þeim fylgir eðli málsins samkvæmt ekki mikill seljanleiki. Þó seljanleiki á íslenska markaðnum sé mun betri en margir vilja meina vantar engu að síður fleiri og fjölbreyttari fjárfesta til að bæta skoðanaskipti og auka gæði markaðarins. Rannsóknir benda til þess að öflugri markaður geti leitt til aukinnar hagsældar, svo það er til mikils að vinna.[2] Skattalegir hvatar jafna tækifæri fólks til fjárfestinga Fjárfestatenglar myndu sjá mikil tækifæri í þessari stöðu. Það er vel þekkt að þátttaka almennings getur aukið seljanleika og gæði hlutabréfamarkaða[3]. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir nýlegt útboð á hlutum í Íslandsbanka, þar sem fjölmargir einstaklingar tóku sitt fyrsta skef í fjárfestingum, en betur má ef duga skal. Norðurlandaþjóðirnar og Bretar hafa t.d. innleitt ákveðna skattalega hvata til fjárfestinga almennings í hlutabréfum, m.a. með það í huga að jafna tækifæri til fjárfestinga og bæta samkeppnishæfi – og við ættum síst af öllu að vera eftirbátar þeirra á því sviði. Einnig mætti skoða leiðir til að efla beina þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði með því að draga úr vægi lífeyrissjóða í ævisparnaði án þess að minnka heildarsparnað, til dæmis með auknu frelsi við ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar eða öðrum sparnaðarleiðum utan lífeyriskerfisins. Loks mætti einfalda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti með minniháttar breytingum á skattkerfinu, heimila verðbréfalán lífeyrissjóða og efla hlutverk banka sem viðskiptavaka. Útfærslurnar skipta minna máli en viljinn til úrbóta. Rétt eins og fjárfestatenglar ættu stjórnvöld að spyrja sig: Hvernig getum við skapað umhverfi sem laðar að fleiri og fjölbreyttari fjárfesta – og þannig stuðlað að bættum seljanleika, öflugri markaði og auknum hagvexti? Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. [1] Sjá t.d. Kumar, G. og Misra, A. K. (2015). Closer view at the stock market liquidity: A literature review. [2] Sjá t.d. Demir (2025). The role of stock markets in economic growth: Empirical evidence from panel data analysis. [3] Sjá t.d. Abudy (2020). Retail Investors’ Trading and Stock Market Liquidity.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun