„Hefði viljað þriðja markið“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. ágúst 2025 20:37 Hallgrímur var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton Brink “Ég er virkilega ánægður. Mjög ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem mér fannst við spila mjög vel, skorum tvö mörk og hefðum jafnvel geta gert fleiri held ég,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 2-0 sigur á Fram í dag. „Góð frammistaða á móti erfiðu liði. Við erum búnir að mæta þeim tvisvar í sumar, þeir fóru illa með okkur í fyrra skiptið og í seinna skiptið var það mjög jafn leikur sem við unnum á seinustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði erfitt en við vorum vel undirbúnir og mér fannst við gera vel í því sem þeir eru góðir í. Þeir eru með fljóta gaura frammi, setja langa bolta fram og berjast um þá og þar eru þeir bara hættulegir en við náðum að díla vel við það í dag og ég er virkilega ánægður með leikinn.“ KA voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni lögðust þeir heldur lágt að mati Hallgríms. „Vörnin og sóknin var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við verða of passífir. Ég var farinn að tjá mig svolítið á bekknum að ég vildi ekki að við yrðum passífir og bíða eftir að vinna 2-0. Ég vildi bara halda áfram að spila, því þá þurfa leikmenn Fram að fara ofar á völlinn og þá myndast pláss. Ég hefði vilja sækja þriðja markið en kannski er það að vera frekur þjálfari að biðja um meira en góðan sigur.“ Spurður út í það hvort hans menn hafi svarað kallinum með að fara ofar á völlinn. „Þeir gerðu aðeins af því, við komust til dæmis í skyndisókn þrír á tvo þar sem við hefðum geta gert út um leikinn.“ Hallgímur var mjög ánægður með leikmennina sem komu inn á völlinn í þeim síðari. „Það var góð orka í leikmönnunum sem komu inn á. Það hefur einkennt okkur í langan tíma að við erum með góðan hóp. Þeir sem hafa komið inn á af bekknum hafa komið með eitthvað extra inn á völlinn og það gerðist í dag líka þannig ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í dag.“ Deildin er mjög þétt, stutt upp og stutt niður. KA er eftir leikinn í dag í sjöunda sæti og á möguleika á að lenda í topp sex þegar tveir leikir eru eftir fyrir skiptingu. „Nú ætlum við bara að horfa aðeins upp næstu tvo leiki, þetta var ótrúlega mikilvægur sigur í þeirri vegferð. Það er góður möguleiki á að enda í efri helming fyrir skiptingu deildarinnar. Við eigum verðugt verkefni framundan á móti Stjörnunni. Þeir eru með flott lið og búnir að bæta við sig þannig við förum þangað vel undirbúnir og hungraðir því að þetta er í augsýn. Þetta er í okkar höndum, ef við vinnum báða leikina að þá förum við í topp sex og við ætlum að gera allt sem við getum til að fara í Garðabæinn og vinna þar.“ KA Besta deild karla Fótbolti Fram Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira
„Góð frammistaða á móti erfiðu liði. Við erum búnir að mæta þeim tvisvar í sumar, þeir fóru illa með okkur í fyrra skiptið og í seinna skiptið var það mjög jafn leikur sem við unnum á seinustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði erfitt en við vorum vel undirbúnir og mér fannst við gera vel í því sem þeir eru góðir í. Þeir eru með fljóta gaura frammi, setja langa bolta fram og berjast um þá og þar eru þeir bara hættulegir en við náðum að díla vel við það í dag og ég er virkilega ánægður með leikinn.“ KA voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en í seinni lögðust þeir heldur lágt að mati Hallgríms. „Vörnin og sóknin var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við verða of passífir. Ég var farinn að tjá mig svolítið á bekknum að ég vildi ekki að við yrðum passífir og bíða eftir að vinna 2-0. Ég vildi bara halda áfram að spila, því þá þurfa leikmenn Fram að fara ofar á völlinn og þá myndast pláss. Ég hefði vilja sækja þriðja markið en kannski er það að vera frekur þjálfari að biðja um meira en góðan sigur.“ Spurður út í það hvort hans menn hafi svarað kallinum með að fara ofar á völlinn. „Þeir gerðu aðeins af því, við komust til dæmis í skyndisókn þrír á tvo þar sem við hefðum geta gert út um leikinn.“ Hallgímur var mjög ánægður með leikmennina sem komu inn á völlinn í þeim síðari. „Það var góð orka í leikmönnunum sem komu inn á. Það hefur einkennt okkur í langan tíma að við erum með góðan hóp. Þeir sem hafa komið inn á af bekknum hafa komið með eitthvað extra inn á völlinn og það gerðist í dag líka þannig ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í dag.“ Deildin er mjög þétt, stutt upp og stutt niður. KA er eftir leikinn í dag í sjöunda sæti og á möguleika á að lenda í topp sex þegar tveir leikir eru eftir fyrir skiptingu. „Nú ætlum við bara að horfa aðeins upp næstu tvo leiki, þetta var ótrúlega mikilvægur sigur í þeirri vegferð. Það er góður möguleiki á að enda í efri helming fyrir skiptingu deildarinnar. Við eigum verðugt verkefni framundan á móti Stjörnunni. Þeir eru með flott lið og búnir að bæta við sig þannig við förum þangað vel undirbúnir og hungraðir því að þetta er í augsýn. Þetta er í okkar höndum, ef við vinnum báða leikina að þá förum við í topp sex og við ætlum að gera allt sem við getum til að fara í Garðabæinn og vinna þar.“
KA Besta deild karla Fótbolti Fram Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira