„Við vorum skíthræddir“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 24. ágúst 2025 20:21 Rúnar Kristinsson þungt hugsi á hliðarlínunni í dag. vísir/Diego „Þetta var skelfileg frammistaða, fyrri hálfleikur var sérstaklega skelfilegur en við vorum skárri í þeim seinni en það breytir því ekki að við áttum ekkert skilið í dag,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson eftir 2-0 á móti KA á Akureyri í dag. „Við vorum skíthræddir og þorðum ekki að spila fótbolta. Við fórum ekki í baráttuna, við fáum ekki eina hornspyrnu í fyrri hálfleik og eigum varla skot á mark. Stubbur í markinu þarf nánast ekki að gera neitt. Við vorum bara litlir í okkur og hræddir við að koma hingað. Við vorum gjörsamlega yfirspilaðir í fyrri hálfleik.“ Rúnar var þá spurður hvað væri að valda þessari frammistöðu. „Hræðsla við eitthvað sem ég veit ekki hvað er, ef ég hefði vitað fyrir fram að við ætluðum að vera svona hræddir í þessum leik að þá hefði ég reynt að laga það. Ég sagði við strákana áðan að ég tapaði þessum leik jafn mikið og þeir, við verðum allir að taka þetta á okkur. Við komum ekki nógu vel undirbúnir, ég taldi okkur samt vera það en andlegi þátturinn greinilega ekki nógu sterkur hjá okkur. Eins og ég segi menn voru bara skíthræddir, þorðu ekki að hafa boltann, þorðu ekki að færa hann hratt og svo þegar við fórum í pressu að þá var engin ákefð og engin trú í því. Menn voru bara fara í menn af því þeim fannst þeir þurfa að gera það þar að leiðandi voru bara risasvæði útum allt í vörninni okkar og inn á miðsvæðinu sem KA menn nýttu.“ Fram hefur ekki unnið leik síðan 5. júlí síðastliðinn, þeir gerðu þrjú jafntefli í leikjunum á eftir sigurleiknum og síðan hafa þeir tapað þremur í röð. „Þetta er eitthvað sem við erum að reyna að vinna í að bæta og laga. Í síðasta leik á móti KR áttum við mjög góða frammistöðu sem hefði átt að duga til meira en ekkert. Leikirnir þar á undan á móti Vestra og Stjörnunni voru leikir þar sem við spilum mjög vel en fáum lítið út úr sem er skelfileg niðurstaða. Við erum að spila fínan fótbolta og gera góða hluti, það er samt mikilvægt að verja markið sitt og að nýta færin sín. Það eru hlutir sem við höfum kannski gert illa í leiknum á Ísafirði og hér en í hinum gerðum við það vel. Við fengum mark á móti Stjörnunni eftir langt innkast og markið á móti KR er úr aukaspyrnu. Við þurfum bara að fá alla þætti til að vinna saman í einum og sama leiknum og þá getum við unnið fótboltaleik, þetta þarf að breytast hratt hjá okkur.“ Fram er nú í sjöunda sæti og eru fjórum stigum frá fallsæti. Deildin er samt afskaplega jöfn og einn sigurleikur hjá liðum getur breytt stöðunni hratt. „Við vissum það fyrir leikinn að við erum í fallbaráttu en á sama tíma vorum við í baráttu fyrir þennan leik að koma okkur inn í topp sex. Það er öruglega einhver möguleiki á því ennþá en við verðum að horfast í augu við það að við erum líka í fallbaráttu. Þetta snýst um að sleikja sárin, kíkja á þennan leik aftur og sjá hvað fór úrskeiðist og hvað við getum gert betu, litið á þetta heilstætt og finna lausnir.“ Besta deild karla KA Fram Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Sjá meira
„Við vorum skíthræddir og þorðum ekki að spila fótbolta. Við fórum ekki í baráttuna, við fáum ekki eina hornspyrnu í fyrri hálfleik og eigum varla skot á mark. Stubbur í markinu þarf nánast ekki að gera neitt. Við vorum bara litlir í okkur og hræddir við að koma hingað. Við vorum gjörsamlega yfirspilaðir í fyrri hálfleik.“ Rúnar var þá spurður hvað væri að valda þessari frammistöðu. „Hræðsla við eitthvað sem ég veit ekki hvað er, ef ég hefði vitað fyrir fram að við ætluðum að vera svona hræddir í þessum leik að þá hefði ég reynt að laga það. Ég sagði við strákana áðan að ég tapaði þessum leik jafn mikið og þeir, við verðum allir að taka þetta á okkur. Við komum ekki nógu vel undirbúnir, ég taldi okkur samt vera það en andlegi þátturinn greinilega ekki nógu sterkur hjá okkur. Eins og ég segi menn voru bara skíthræddir, þorðu ekki að hafa boltann, þorðu ekki að færa hann hratt og svo þegar við fórum í pressu að þá var engin ákefð og engin trú í því. Menn voru bara fara í menn af því þeim fannst þeir þurfa að gera það þar að leiðandi voru bara risasvæði útum allt í vörninni okkar og inn á miðsvæðinu sem KA menn nýttu.“ Fram hefur ekki unnið leik síðan 5. júlí síðastliðinn, þeir gerðu þrjú jafntefli í leikjunum á eftir sigurleiknum og síðan hafa þeir tapað þremur í röð. „Þetta er eitthvað sem við erum að reyna að vinna í að bæta og laga. Í síðasta leik á móti KR áttum við mjög góða frammistöðu sem hefði átt að duga til meira en ekkert. Leikirnir þar á undan á móti Vestra og Stjörnunni voru leikir þar sem við spilum mjög vel en fáum lítið út úr sem er skelfileg niðurstaða. Við erum að spila fínan fótbolta og gera góða hluti, það er samt mikilvægt að verja markið sitt og að nýta færin sín. Það eru hlutir sem við höfum kannski gert illa í leiknum á Ísafirði og hér en í hinum gerðum við það vel. Við fengum mark á móti Stjörnunni eftir langt innkast og markið á móti KR er úr aukaspyrnu. Við þurfum bara að fá alla þætti til að vinna saman í einum og sama leiknum og þá getum við unnið fótboltaleik, þetta þarf að breytast hratt hjá okkur.“ Fram er nú í sjöunda sæti og eru fjórum stigum frá fallsæti. Deildin er samt afskaplega jöfn og einn sigurleikur hjá liðum getur breytt stöðunni hratt. „Við vissum það fyrir leikinn að við erum í fallbaráttu en á sama tíma vorum við í baráttu fyrir þennan leik að koma okkur inn í topp sex. Það er öruglega einhver möguleiki á því ennþá en við verðum að horfast í augu við það að við erum líka í fallbaráttu. Þetta snýst um að sleikja sárin, kíkja á þennan leik aftur og sjá hvað fór úrskeiðist og hvað við getum gert betu, litið á þetta heilstætt og finna lausnir.“
Besta deild karla KA Fram Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Sjá meira