Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2025 11:02 Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þetta markar tímamót í þróun umferðarmála í borginni - þar sem ný tækni er nýtt til að bæta bæði flæði bílaumferðar og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Klukkustýrð gönguljós eru úrelt Snjallstýrð gönguljós byggja á skynjurum og greiningartækni sem aðlagar ljósastýringuna að aðstæðum hverju sinni. Þannig er hægt að stytta biðtíma á ljósum þegar enginn er að fara yfir - en tryggja jafnframt skjót viðbrögð þegar svo gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa að komast yfir umferðargötur án þess að bíða lengi. Þetta þýðir að sá tími sem umferð stoppar gæti minnkað töluvert með betra flæði og auknu öryggi fyrir alla. Óþarfa bið bílaflota á rauðu ljósi við tómar gangbrautir er ekki til þess að bæta þá óþarfa sóun á tíma fólks sem umferðarteppur eru farnar að valda í Reykjavík. Umferðartafir á annatímum eru í raun aðför að lífsgæðum fólks Umferðartafir hafa um langt skeið verið eitt helsta vandamál höfuðborgarsvæðisins. Þær leiða ekki aðeins til tímaeyðslu fyrir íbúa og atvinnulíf heldur valda þau einnig töluvert aukinni loftmengun. Þrátt fyrir það að orkuskipti séu smátt og smátt að eiga sér stað, situr alltaf eftir sá tapaði tími sem betur væri nýttur í vinnu - og sem gæðatími með fjölskyldu og vinum. Einnig er um mikla fjársóun að ræða þegar dæmið er reiknað til enda. Sú aukning svifryks þegar bílar eru sífellt að að taka af stað og stoppa á nagladekkjum að vetri til - er alveg óháð því hvort um sé að ræða bíla sem ganga fyrir rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Með snjallari stýringu er hægt að draga úr þessum vanda, jafna álagið á vegakerfið og skapa eðlilegra umferðarflæði og bæta með því bæði loftgæði - sem og lífsgæði fólks í borginni. Stíga þarf skrefið til fulls með áframhaldandi snjallvæðingu umferðarljósa Borgaryfirvöld leggja áherslu á að uppsetning snjallstýrða gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum til þess að ná að auka enn betur flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að nýta nýjustu tækni til að gera Reykjavík að nútímalegri og skilvirkari borg þar sem samgöngur ganga greiðar og öryggi allra vegfarenda er í forgangi. Snjallvæðing umferðarljósa er einn liður af mörgum sem þarf til þess að stuðla að því. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og flýta eins og hægt er snjallvæðingu umferðarljósa í borginni - það er ekki bara nauðsynlegt heldur löngu tímabært. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Einar Sveinbjörn Guðmundsson Stafræn þróun Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þetta markar tímamót í þróun umferðarmála í borginni - þar sem ný tækni er nýtt til að bæta bæði flæði bílaumferðar og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Klukkustýrð gönguljós eru úrelt Snjallstýrð gönguljós byggja á skynjurum og greiningartækni sem aðlagar ljósastýringuna að aðstæðum hverju sinni. Þannig er hægt að stytta biðtíma á ljósum þegar enginn er að fara yfir - en tryggja jafnframt skjót viðbrögð þegar svo gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa að komast yfir umferðargötur án þess að bíða lengi. Þetta þýðir að sá tími sem umferð stoppar gæti minnkað töluvert með betra flæði og auknu öryggi fyrir alla. Óþarfa bið bílaflota á rauðu ljósi við tómar gangbrautir er ekki til þess að bæta þá óþarfa sóun á tíma fólks sem umferðarteppur eru farnar að valda í Reykjavík. Umferðartafir á annatímum eru í raun aðför að lífsgæðum fólks Umferðartafir hafa um langt skeið verið eitt helsta vandamál höfuðborgarsvæðisins. Þær leiða ekki aðeins til tímaeyðslu fyrir íbúa og atvinnulíf heldur valda þau einnig töluvert aukinni loftmengun. Þrátt fyrir það að orkuskipti séu smátt og smátt að eiga sér stað, situr alltaf eftir sá tapaði tími sem betur væri nýttur í vinnu - og sem gæðatími með fjölskyldu og vinum. Einnig er um mikla fjársóun að ræða þegar dæmið er reiknað til enda. Sú aukning svifryks þegar bílar eru sífellt að að taka af stað og stoppa á nagladekkjum að vetri til - er alveg óháð því hvort um sé að ræða bíla sem ganga fyrir rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Með snjallari stýringu er hægt að draga úr þessum vanda, jafna álagið á vegakerfið og skapa eðlilegra umferðarflæði og bæta með því bæði loftgæði - sem og lífsgæði fólks í borginni. Stíga þarf skrefið til fulls með áframhaldandi snjallvæðingu umferðarljósa Borgaryfirvöld leggja áherslu á að uppsetning snjallstýrða gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum til þess að ná að auka enn betur flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að nýta nýjustu tækni til að gera Reykjavík að nútímalegri og skilvirkari borg þar sem samgöngur ganga greiðar og öryggi allra vegfarenda er í forgangi. Snjallvæðing umferðarljósa er einn liður af mörgum sem þarf til þess að stuðla að því. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og flýta eins og hægt er snjallvæðingu umferðarljósa í borginni - það er ekki bara nauðsynlegt heldur löngu tímabært. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar