Innlent

Næsti fasi í yfir­töku á Gasaströnd og Njálugleði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Fimm af hverjum sex látnum frá upphafi stríðsins á Gasa voru almennir borgarar. Þetta kemur fram í gögnum frá ísraelska hernum sem lekið var til fjölmiðla. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi fer yfir málin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar.

Borgarráð hefur samþykkt að fela skóla- og frístundasviði að leggja til úrbætur á öryggis- og eftirlitsmálum á leikskólum. Rætt verður við Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra í beinni útsendingu. 

Hækkandi leiguverð hefur étið upp hækkun húsnæðisbóta. Formaður Eflingar segir þá launalægstu ekki eiga neinn möguleika á að komast inn á húsnæðismarkaðinn meðan svona er komið.

Í kvöldfréttunum fjöllum við um áhrifin af innkomu Prís á matvörumarkaðinn, en eitt ár er síðan Prís opnaði dyr sínar, og við verðum í beinni útsendingu með Hundi í óskilum frá Njáluhátíð í Rangárþingi.

Í sportpakkanum ræðum við, við Hauk Helga Pálsson sem kemst ekki með á EM í körfubolta vegna sérkennilegra meiðsla, og við sýnum mörkin, ef einhver verða, úr leik Blika í Sambandsdeildinni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×