Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 22. ágúst 2025 07:02 Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Íslendingar forgangsraða hlutfallslega meiri fjármunum til menntakerfisins en önnur OECD-ríki og við eigum að gera kröfu um að kerfið skili árangri fyrir börnin okkar og samfélagið í heild sinni. Þrátt fyrir það sýna PISA-kannanir síðustu ára að íslenskir nemendur eru undir meðaltali OECD og Norðurlanda í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum. Niðurstöður úr PISA-mælingu 2022 sýndu einnig að frammistaða íslenskra nemenda dalaði milli mælinga 2018 og 2022 í hlutfallslega meiri mæli en hjá öðrum löndum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur þessu verkefni alvarlega og hefur ráðist í nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Grunnurinn að þeirri sókn var lagður í vor þegar samþykkt var frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um að samræmt námsmat verði lagt fyrir 4., 6. og 9. bekk á hverju ári í öllum grunnskólum landsins. Þessi samræmdu könnunarpróf voru prófuð í 26 skólum síðastliðið vor og verða framkvæmd í öllum grunnskólum landsins á því skólaári sem nú er að hefjast. Þetta er nauðsynlegt skref til að kortleggja stöðu nemenda og mæla árangur á milli ára en það eru að verða komin fimm ár frá því að síðasta samræmda mæling var framkvæmd í grunnskólum landsins. Það er mikilvægt að byggja stefnumótun og umbætur í menntamálum á gögnum og að öflug eftirfylgni sé með menntakerfinu til að meta árangur menntastefnu landsins og kerfisins í heild. Matsferilll er nýtt verkfæri sem mun halda utan um samræmdu könnunarprófin ásamt öðrum matstækjum sem munu sýna skýra mynd af hæfni nemenda hverju sinni og hvernig hún þróast. Matsferillinn mun því bæði nýtast þeim sem þurfa aukinn stuðning í námi og þeim sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir. Þannig getum við stuðlað að hámarksárangri allra nemenda. Menntamálaráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp um ný heildarlög um gerð námsgagna sem hefur því miður setið á hakanum síðastliðna áratugi. Með frumvarpinu á að auka samstarf við nemendur og atvinnulífið og efla nýsköpun þegar kemur að þróun námsgagna á fjölbreyttu formi. Markmiðið er að ný námsgögn séu fjölbreytt, aðgengileg og í takt við þarfir nemenda í nútímasamfélagi. Aðgangur að námgögnum við hæfi er ein af forsendum árangurs í skólastarfi og að allir nemendur geti fengið verkefni við hæfi. Þessi fyrstu skref eru hugsuð til að leggja grunn að nýrri sókn í menntamálum þar sem áhersla er á árangur nemenda óháð því hvar þeir standa í dag. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel sveitarstjórnarfulltrúar og skólafólk hafa þegar tekið í þessi fyrstu skref en nauðsynlegt er að stjórnvöld vinni áfram náið með skólasamfélaginu í heild sinni við að hefja nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Höfundur situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skóla- og menntamál Samfylkingin Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Íslendingar forgangsraða hlutfallslega meiri fjármunum til menntakerfisins en önnur OECD-ríki og við eigum að gera kröfu um að kerfið skili árangri fyrir börnin okkar og samfélagið í heild sinni. Þrátt fyrir það sýna PISA-kannanir síðustu ára að íslenskir nemendur eru undir meðaltali OECD og Norðurlanda í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum. Niðurstöður úr PISA-mælingu 2022 sýndu einnig að frammistaða íslenskra nemenda dalaði milli mælinga 2018 og 2022 í hlutfallslega meiri mæli en hjá öðrum löndum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur þessu verkefni alvarlega og hefur ráðist í nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Grunnurinn að þeirri sókn var lagður í vor þegar samþykkt var frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um að samræmt námsmat verði lagt fyrir 4., 6. og 9. bekk á hverju ári í öllum grunnskólum landsins. Þessi samræmdu könnunarpróf voru prófuð í 26 skólum síðastliðið vor og verða framkvæmd í öllum grunnskólum landsins á því skólaári sem nú er að hefjast. Þetta er nauðsynlegt skref til að kortleggja stöðu nemenda og mæla árangur á milli ára en það eru að verða komin fimm ár frá því að síðasta samræmda mæling var framkvæmd í grunnskólum landsins. Það er mikilvægt að byggja stefnumótun og umbætur í menntamálum á gögnum og að öflug eftirfylgni sé með menntakerfinu til að meta árangur menntastefnu landsins og kerfisins í heild. Matsferilll er nýtt verkfæri sem mun halda utan um samræmdu könnunarprófin ásamt öðrum matstækjum sem munu sýna skýra mynd af hæfni nemenda hverju sinni og hvernig hún þróast. Matsferillinn mun því bæði nýtast þeim sem þurfa aukinn stuðning í námi og þeim sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir. Þannig getum við stuðlað að hámarksárangri allra nemenda. Menntamálaráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp um ný heildarlög um gerð námsgagna sem hefur því miður setið á hakanum síðastliðna áratugi. Með frumvarpinu á að auka samstarf við nemendur og atvinnulífið og efla nýsköpun þegar kemur að þróun námsgagna á fjölbreyttu formi. Markmiðið er að ný námsgögn séu fjölbreytt, aðgengileg og í takt við þarfir nemenda í nútímasamfélagi. Aðgangur að námgögnum við hæfi er ein af forsendum árangurs í skólastarfi og að allir nemendur geti fengið verkefni við hæfi. Þessi fyrstu skref eru hugsuð til að leggja grunn að nýrri sókn í menntamálum þar sem áhersla er á árangur nemenda óháð því hvar þeir standa í dag. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel sveitarstjórnarfulltrúar og skólafólk hafa þegar tekið í þessi fyrstu skref en nauðsynlegt er að stjórnvöld vinni áfram náið með skólasamfélaginu í heild sinni við að hefja nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Höfundur situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar