Framboðið „verður að koma í ljós“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 17:05 Sanna Magdalena Mörudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, sagði það hafa verið orðaleik að titla sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa.“ Vísir/Ívar Fannar Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði sig fram fyrir flokkinn í komandi sveitastjórnarkosningum. Mikið hefur gengið á innan stjórnar flokksins eftir stjórnarskipti í vor. Hún segist opin fyrir samtali um samstarf við aðra flokka. Það vakti athygli blaðamanns þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, titlaði sig sem „sósíalískur borgarfulltrúi“ í aðsendri skoðanagrein á Vísi. „Ég var bara að leika mér með orðalag,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Ég er hluti af þessum framboði sem náði inn þó það sé augljóst hver skoðun mín er á núverandi stjórn.“ Mikið hefur gengið á í flokknum í sumar eftir að ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins var kjörin. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar flokksins, hlaut ekki kjör þar sem hópur stillti sér upp gegn honum. Sjá nánar: Gunnar Smári féll í stjórnarkjör: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sanna var endurkjörin pólitískur leiðtogi flokksins en sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins eftir áðurnefndan fund. Þá sagði hún nýju forystuna stefna í ranga átt. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum sem nálgast óðum. Þær fara fram 16. maí, sama dag og úrslitakvöld Eurovision. Þannig, ef þú myndir bjóða þig fram í komandi sveitastjórnarkosningum þá væri það fyrir Sósíalistaflokkinn? „Það verður að koma í ljós, ég hef ekki tekið ákvörðun.“ Sjálfsagt að ræða samstarf Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sagst vera að skoða samstarf við aðra flokka fyrir komandi kosningar. „Mér finnst sjálfsagt að ræða hvort að það gæti gengið upp, mér fyndist eðlilegt og sjálfsagt að ræða það,“ segir Sanna. „Mér fyndist athyglisvert ef við gætum komið á einhverjum vettvangi þar sem að kjósendur sem aðhyllast sömu hugmyndir geti rætt saman.“ Engin formleg skref hafa verið tekin en að sögn Sönnu hafa Píratar verið nefndir en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í slíkum samtölum. Hún vill efla grasrót flokkanna og koma af stað samtali. „Auðvitað er maður að heyra í fólki úr öðrum flokkum, það hefur átt sér stað, en það þarf að fara fram meira samtal um þetta,“ segir Sanna. „Það er mikið verið að spyrja mig þau sem að leiða störfin rir sína flokkanna hvernig ég sjái framtíðina fyrir mér. Mér fyndist svo athyglisvert og mikilvægt að heyra hvað grasrót flokkanna er að segja og ég vil heyra frá þeim.“ Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Það vakti athygli blaðamanns þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, titlaði sig sem „sósíalískur borgarfulltrúi“ í aðsendri skoðanagrein á Vísi. „Ég var bara að leika mér með orðalag,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Ég er hluti af þessum framboði sem náði inn þó það sé augljóst hver skoðun mín er á núverandi stjórn.“ Mikið hefur gengið á í flokknum í sumar eftir að ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins var kjörin. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar flokksins, hlaut ekki kjör þar sem hópur stillti sér upp gegn honum. Sjá nánar: Gunnar Smári féll í stjórnarkjör: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sanna var endurkjörin pólitískur leiðtogi flokksins en sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins eftir áðurnefndan fund. Þá sagði hún nýju forystuna stefna í ranga átt. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum sem nálgast óðum. Þær fara fram 16. maí, sama dag og úrslitakvöld Eurovision. Þannig, ef þú myndir bjóða þig fram í komandi sveitastjórnarkosningum þá væri það fyrir Sósíalistaflokkinn? „Það verður að koma í ljós, ég hef ekki tekið ákvörðun.“ Sjálfsagt að ræða samstarf Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sagst vera að skoða samstarf við aðra flokka fyrir komandi kosningar. „Mér finnst sjálfsagt að ræða hvort að það gæti gengið upp, mér fyndist eðlilegt og sjálfsagt að ræða það,“ segir Sanna. „Mér fyndist athyglisvert ef við gætum komið á einhverjum vettvangi þar sem að kjósendur sem aðhyllast sömu hugmyndir geti rætt saman.“ Engin formleg skref hafa verið tekin en að sögn Sönnu hafa Píratar verið nefndir en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í slíkum samtölum. Hún vill efla grasrót flokkanna og koma af stað samtali. „Auðvitað er maður að heyra í fólki úr öðrum flokkum, það hefur átt sér stað, en það þarf að fara fram meira samtal um þetta,“ segir Sanna. „Það er mikið verið að spyrja mig þau sem að leiða störfin rir sína flokkanna hvernig ég sjái framtíðina fyrir mér. Mér fyndist svo athyglisvert og mikilvægt að heyra hvað grasrót flokkanna er að segja og ég vil heyra frá þeim.“
Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira