Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2025 07:07 Ódýrar íbúðir seljast hratt á meðan dýrar íbúðir seljast hægar. Vísir/Vilhelm Rúmlega einn af hverjum átta kaupsamningum sem gerðir voru í júní voru um íbúð í nýbyggingu. Þinglýstir kaupsamningar voru 991, þar af 132 um nýjar íbúðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir einnig að umsvif á fasteignamarkaði hafi verið í takt við meðaltal síðust ára. Veltan var rúmlega 74,9 milljarðar króna og meðalvelta á hvern kaupsamning 75,6 milljónir króna. Meðalvelta á hvern kaupsamning um nýja íbúð var 92,4 milljónir króna, samanborið við 73 milljóna króna meðalveltu á öðrum íbúðum. „Þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hækkað í takt við verðbólgu á síðustu tólf mánuðum hefur húsnæðiskostnaður hækkað mun hraðar í verðlagsmælingum Hagstofu,“ segir í skýrslunni. „Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa mælir, hækkaði um 7,1% á milli júlímánaða 2024 og 2025. Misræmi er á milli þróunar íbúðaverðs og húsnæðisliðarins þar sem Hagstofa tekur ekki lengur mið af fasteignaverði í útreikningi sínum á húsnæðiskostnaði, heldur leiguverði.“ Nýjar íbúðir seljast sjaldnast á undirverði Dýrari íbúðir eru að meðaltali um 80 prósent lengur að seljast en ódýrari íbúðir. Þá eru nýjar íbúðir tvöfalt lengur að seljast en eldri íbúðir. Markaður fyrir notaðar íbúðir er sagður í jafnvægi og samningsstaða seljenda og kaupenda álika sterk um þessar mundir. Þrátt fyrir dræma sölu virðast nýjar íbúðir sjaldnast seljast á undirverði en á sama tíma er ljóst að margar nýjar íbúðir eru óseldar. „Frá áramótum hefur færst í aukana að verð sé lækkað á auglýstum íbúðum í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýliðnum júlímánuði var auglýst verð til að mynda lækkað í 28 tilfellum um að meðaltali 5,4 milljónir króna. Til samanburðar var auglýst verð einungis lækkað í 8 tilfellum í janúar 2025 um að meðaltali 6,5 milljónir króna,“ segir í skýrslunni. Um leigumarkaðinn er það að segja að í júlí voru gerðir færri leigusamningar á sama tíma og virkum leitendum fjölgaði milli mánaða. Hlutfall virkra í leit á hvern leigusamning hækkaði úr 1,7 í júní í 2,2 í júlí. Um 1.700 nýir leigusamningar tóku gildi í júlí. Samkvæmt skýrslu HMS búa landsmenn að meðaltali í eignum sem eru 125 fermetrar að stærð og telja fjögur herbergi. Núverandi húsnæði leigjenda er að meðaltali 76 fermetrar að stærð, samanborið við 136 fermetra húsnæðiseigenda. „Þrátt fyrir leiguverðshækkanir síðustu ára er leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði enn um fimmtungi (19%) lægra en það var fyrir 2020. Leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði lækkaði hratt á tímum heimsfaraldursins, þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði dróst saman á meðan eftirspurn á fasteignamarkaði jókst í kjölfar vaxtalækkana á íbúðalánamarkaði.“ Skýrsluna má finna hér. Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir einnig að umsvif á fasteignamarkaði hafi verið í takt við meðaltal síðust ára. Veltan var rúmlega 74,9 milljarðar króna og meðalvelta á hvern kaupsamning 75,6 milljónir króna. Meðalvelta á hvern kaupsamning um nýja íbúð var 92,4 milljónir króna, samanborið við 73 milljóna króna meðalveltu á öðrum íbúðum. „Þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hækkað í takt við verðbólgu á síðustu tólf mánuðum hefur húsnæðiskostnaður hækkað mun hraðar í verðlagsmælingum Hagstofu,“ segir í skýrslunni. „Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa mælir, hækkaði um 7,1% á milli júlímánaða 2024 og 2025. Misræmi er á milli þróunar íbúðaverðs og húsnæðisliðarins þar sem Hagstofa tekur ekki lengur mið af fasteignaverði í útreikningi sínum á húsnæðiskostnaði, heldur leiguverði.“ Nýjar íbúðir seljast sjaldnast á undirverði Dýrari íbúðir eru að meðaltali um 80 prósent lengur að seljast en ódýrari íbúðir. Þá eru nýjar íbúðir tvöfalt lengur að seljast en eldri íbúðir. Markaður fyrir notaðar íbúðir er sagður í jafnvægi og samningsstaða seljenda og kaupenda álika sterk um þessar mundir. Þrátt fyrir dræma sölu virðast nýjar íbúðir sjaldnast seljast á undirverði en á sama tíma er ljóst að margar nýjar íbúðir eru óseldar. „Frá áramótum hefur færst í aukana að verð sé lækkað á auglýstum íbúðum í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýliðnum júlímánuði var auglýst verð til að mynda lækkað í 28 tilfellum um að meðaltali 5,4 milljónir króna. Til samanburðar var auglýst verð einungis lækkað í 8 tilfellum í janúar 2025 um að meðaltali 6,5 milljónir króna,“ segir í skýrslunni. Um leigumarkaðinn er það að segja að í júlí voru gerðir færri leigusamningar á sama tíma og virkum leitendum fjölgaði milli mánaða. Hlutfall virkra í leit á hvern leigusamning hækkaði úr 1,7 í júní í 2,2 í júlí. Um 1.700 nýir leigusamningar tóku gildi í júlí. Samkvæmt skýrslu HMS búa landsmenn að meðaltali í eignum sem eru 125 fermetrar að stærð og telja fjögur herbergi. Núverandi húsnæði leigjenda er að meðaltali 76 fermetrar að stærð, samanborið við 136 fermetra húsnæðiseigenda. „Þrátt fyrir leiguverðshækkanir síðustu ára er leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði enn um fimmtungi (19%) lægra en það var fyrir 2020. Leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði lækkaði hratt á tímum heimsfaraldursins, þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði dróst saman á meðan eftirspurn á fasteignamarkaði jókst í kjölfar vaxtalækkana á íbúðalánamarkaði.“ Skýrsluna má finna hér.
Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira