Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 07:02 Stundum gleymast kosningaloforð. Fyrir tæpum þremur árum lofaði Samfylkingin því að börn frá 12 mánaða aldri kæmust inn í leikskóla. Nú þegar líður að lokum kjörtímabilsins er ekkert sem bendir til þess að það loforð verði efnt. Þegar ég benti á loforð Samfylkingarinnar um leikskólapláss fyrir 12 mánaða börn kannaðist borgarstjóri ekki einu sinni við það og spurði: „hvar hefur Samfylkingin lofað því?” Það eitt og sér segir margt um forgangsröðun Samfylkingarinnar í Reykjavík. Raunveruleikinn er sá að leikskólapláss í hverfisleikskólum við 12 mánaða og jafnvel 18 mánaða aldur er fjarlæg draumsýn. Því þótt sum börn fái úthlutað pláss við 18 mánaða aldur er það oft í allt öðru hverfi en heimilið þeirra er staðsett í og ef það á eldra systkini er heldur ekki víst að barnið fái pláss í sama leikskóla og eldra systkini þeirra er í. Þetta veldur tilheyrandi álagi á fjölskyldur sem þurfa að samræma vinnu, skóla og daglegt líf við langar ferðir á milli hverfa til að fara með börn í leikskóla. Til að gæta sanngirnis þá tek ég fram að ég átta mig á því að ekki er hægt að draga töfralausn á dagvistunar vandanum úr ímynduðum hatti. Það mun taka tíma að leysa vandann. Ekki er nóg að byggja leikskóla heldur þarf að manna þá og það vantar fleira starfsfólk inn í leikskólakerfið. Samfylkingin virðist þó vera blind á þann raunveruleika og reyndi að draga upp töfralausn á leikskóla vandanum úr ímynduðum hatti fyrir síðustu kosningar. Þessi sami flokkur sem lofaði foreldrum 12 mánaða barna leikskólapláss virðist einnig blindur á stöðu foreldra sem eru að bíða eftir dagvistun fyrir börn sín og hafnar jafnframt því að veita foreldrum greiðslur heim á meðan þeir bíða eftir plássi. Fjárhagsleg aðstoð við foreldra til að létta undir á meðan þeir bíða eftir dagvistun er til staðar fyrir foreldra í Hafnarfirði, Kópavogi og Hveragerði ásamt fjölda annara sveitarfélaga en meirihlutinn í Reykjavíkurborg vill ekki sjá að foreldrum í Reykjavík sé mætt með sambærilegum hætti. Afleiðingin er sú að foreldrar sem lokið hafa fæðingarorlofinu eru án dagvistunar og sitja eftir með fjárhagsáhyggjur vegna þess að þau geta ekki farið aftur á vinnumarkaðinn. Samfylkingin sem heldur á forsætisráðherrastólnum virðist þá ekki hafa nein áform um að lengja fæðingarorlofið á vettvangi löggjafans til að mæta barnafólki. Hér er ekki bara um gleymd (og þar með brotin) loforð að ræða heldur snýst þetta um forgangsröðun og ábyrgð meirihlutans gagnvart barnafólki sem á að geta treysti því að stjórnvöld standi við stóru orðin og mæti þeirri stöðu sem uppi er þegar draumastaðan um leikskólapláss við 12 mánaða aldur næst ekki t.a.m. með heimgreiðslum. Hvaða „plan“ ætli verði dregið upp úr ímyndaða hattinum næst? Höfundur eru borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Leikskólar Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Stundum gleymast kosningaloforð. Fyrir tæpum þremur árum lofaði Samfylkingin því að börn frá 12 mánaða aldri kæmust inn í leikskóla. Nú þegar líður að lokum kjörtímabilsins er ekkert sem bendir til þess að það loforð verði efnt. Þegar ég benti á loforð Samfylkingarinnar um leikskólapláss fyrir 12 mánaða börn kannaðist borgarstjóri ekki einu sinni við það og spurði: „hvar hefur Samfylkingin lofað því?” Það eitt og sér segir margt um forgangsröðun Samfylkingarinnar í Reykjavík. Raunveruleikinn er sá að leikskólapláss í hverfisleikskólum við 12 mánaða og jafnvel 18 mánaða aldur er fjarlæg draumsýn. Því þótt sum börn fái úthlutað pláss við 18 mánaða aldur er það oft í allt öðru hverfi en heimilið þeirra er staðsett í og ef það á eldra systkini er heldur ekki víst að barnið fái pláss í sama leikskóla og eldra systkini þeirra er í. Þetta veldur tilheyrandi álagi á fjölskyldur sem þurfa að samræma vinnu, skóla og daglegt líf við langar ferðir á milli hverfa til að fara með börn í leikskóla. Til að gæta sanngirnis þá tek ég fram að ég átta mig á því að ekki er hægt að draga töfralausn á dagvistunar vandanum úr ímynduðum hatti. Það mun taka tíma að leysa vandann. Ekki er nóg að byggja leikskóla heldur þarf að manna þá og það vantar fleira starfsfólk inn í leikskólakerfið. Samfylkingin virðist þó vera blind á þann raunveruleika og reyndi að draga upp töfralausn á leikskóla vandanum úr ímynduðum hatti fyrir síðustu kosningar. Þessi sami flokkur sem lofaði foreldrum 12 mánaða barna leikskólapláss virðist einnig blindur á stöðu foreldra sem eru að bíða eftir dagvistun fyrir börn sín og hafnar jafnframt því að veita foreldrum greiðslur heim á meðan þeir bíða eftir plássi. Fjárhagsleg aðstoð við foreldra til að létta undir á meðan þeir bíða eftir dagvistun er til staðar fyrir foreldra í Hafnarfirði, Kópavogi og Hveragerði ásamt fjölda annara sveitarfélaga en meirihlutinn í Reykjavíkurborg vill ekki sjá að foreldrum í Reykjavík sé mætt með sambærilegum hætti. Afleiðingin er sú að foreldrar sem lokið hafa fæðingarorlofinu eru án dagvistunar og sitja eftir með fjárhagsáhyggjur vegna þess að þau geta ekki farið aftur á vinnumarkaðinn. Samfylkingin sem heldur á forsætisráðherrastólnum virðist þá ekki hafa nein áform um að lengja fæðingarorlofið á vettvangi löggjafans til að mæta barnafólki. Hér er ekki bara um gleymd (og þar með brotin) loforð að ræða heldur snýst þetta um forgangsröðun og ábyrgð meirihlutans gagnvart barnafólki sem á að geta treysti því að stjórnvöld standi við stóru orðin og mæti þeirri stöðu sem uppi er þegar draumastaðan um leikskólapláss við 12 mánaða aldur næst ekki t.a.m. með heimgreiðslum. Hvaða „plan“ ætli verði dregið upp úr ímyndaða hattinum næst? Höfundur eru borgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar