Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar 20. ágúst 2025 15:00 Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni. Afleiðingin er þung óvissa fyrir íslensk heimili og svartar horfur á húsnæðismarkaði. Fjölskyldur um allt land líða fyrir ráðaleysið; halda að sér höndum, komast hvergi inn á húsnæðismarkað og enda sumar á að flytja jafnvel úr landi. Aðrar fjölskyldur fresta frekari barneignum vegna vonleysis um að komast í stærra húsnæði. Þetta síðastnefnda heyri ég æ meira og er sannkölluð rauð viðvörun fyrir stjórnmálastétt sem ætti að hafa hugann við framtíð þjóðarinnar. Við erum með plan, sagði Samfylkingin fyrir kosningar. En hvergi heyrist af plani til þess að taka á rót vandans; stjórnleysi í ríkisfjármálum, stjórnleysi í innflytjendamálum og stjórnleysi á húsnæðismarkaði. Við getum því ekki farið í saumana á þeim plönum hér. Við getum hins vegar velt fyrir okkur öðru plani, sem sannarlega hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Það er Evrópuplanið, sem var reyndar, ólíkt öðrum plönum, ekki kynnt með sama hætti fyrir kosningar. Öllu heldur sagði Kristrún Frostadóttir orðrétt í hlaðvarpsviðtali að þetta væri ekki rétti tíminn til að fara í þá vegferð og lét þar svo um mælt: „Forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem við getum ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs.“ Eftir kosningar hefur þessi forgangsröðun Samfylkingarinnar snúist við. Óljóst er hvort Samfylkingin hafi því stundað blekkingar fyrir kosningar eða misst stjórn á málaflokknum í hendur Viðreisnar. Í öllu falli er ljóst hvaða plan skiptir mestu í augum Viðreisnar. Rifja má upp þegar þingflokksformaður Viðreisnar glímdi við blendnar tilfinningar í samfélagsmiðlafærslu þegar stýrivextir voru síðast lækkaðir í febrúar. Þar samþykkti Sigmar Guðmundsson svo sem stýrivaxtalækkunina en virtist hafa áhyggjur af því að fólk gæti misst sjónar á mikilvægari málum, s.s. ESB-aðild: „Mikið fagnaðarefni að stýrivextir hafi lækkað talsvert. [...] En auðvitað er það sturluð staðreynd að eftir þrjár lækkanir í röð séu stýrivextir samt átta prósentustig. [...] Vonandi tekst okkur með tíð og tíma að komast út úr þessu galna umhverfi.“ Við þetta tilefni lýsti ég áhyggjum af því að áherslan á ESB kynni að skyggja á verkgleði stjórnarinnar til þess að bæta kjör landsmanna með þegar tiltækum ráðum. Hætt væri við að hörðustu Evrópusinnar færu hreinlega að leita huggunar í lögmáli sem Kristrún Frostadóttir sjálf lýsti einmitt sjálf svo vel í fyrrnefndu hlaðvarpsviðtali: „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið, er að þegar það gengur illa, þegar það koma háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í ESB.” Í ljósi nýjustu tíðinda er rétt að minna ríkisstjórnina á að Evrópuplön eiga aldrei nokkurn tímann að ganga framar öðrum mun mikilvægari plönum. Rétt er að minna Kristrúnu á að forgangur íslenskra stjórnvalda eigi að vera aðgerðir sem við getum sjálf ráðist í strax í dag, en ekki lausnir í formi alþjóðlegs samstarfs, rétt eins og hún sagði sjálf. Að lokum er rétt að minna Kristrúnu á aðra eftirminnilega yfirlýsingu sem hún lét falla í sömu andrá um Evrópusambandið: „Það er bannað að plata. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni. Afleiðingin er þung óvissa fyrir íslensk heimili og svartar horfur á húsnæðismarkaði. Fjölskyldur um allt land líða fyrir ráðaleysið; halda að sér höndum, komast hvergi inn á húsnæðismarkað og enda sumar á að flytja jafnvel úr landi. Aðrar fjölskyldur fresta frekari barneignum vegna vonleysis um að komast í stærra húsnæði. Þetta síðastnefnda heyri ég æ meira og er sannkölluð rauð viðvörun fyrir stjórnmálastétt sem ætti að hafa hugann við framtíð þjóðarinnar. Við erum með plan, sagði Samfylkingin fyrir kosningar. En hvergi heyrist af plani til þess að taka á rót vandans; stjórnleysi í ríkisfjármálum, stjórnleysi í innflytjendamálum og stjórnleysi á húsnæðismarkaði. Við getum því ekki farið í saumana á þeim plönum hér. Við getum hins vegar velt fyrir okkur öðru plani, sem sannarlega hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Það er Evrópuplanið, sem var reyndar, ólíkt öðrum plönum, ekki kynnt með sama hætti fyrir kosningar. Öllu heldur sagði Kristrún Frostadóttir orðrétt í hlaðvarpsviðtali að þetta væri ekki rétti tíminn til að fara í þá vegferð og lét þar svo um mælt: „Forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem við getum ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs.“ Eftir kosningar hefur þessi forgangsröðun Samfylkingarinnar snúist við. Óljóst er hvort Samfylkingin hafi því stundað blekkingar fyrir kosningar eða misst stjórn á málaflokknum í hendur Viðreisnar. Í öllu falli er ljóst hvaða plan skiptir mestu í augum Viðreisnar. Rifja má upp þegar þingflokksformaður Viðreisnar glímdi við blendnar tilfinningar í samfélagsmiðlafærslu þegar stýrivextir voru síðast lækkaðir í febrúar. Þar samþykkti Sigmar Guðmundsson svo sem stýrivaxtalækkunina en virtist hafa áhyggjur af því að fólk gæti misst sjónar á mikilvægari málum, s.s. ESB-aðild: „Mikið fagnaðarefni að stýrivextir hafi lækkað talsvert. [...] En auðvitað er það sturluð staðreynd að eftir þrjár lækkanir í röð séu stýrivextir samt átta prósentustig. [...] Vonandi tekst okkur með tíð og tíma að komast út úr þessu galna umhverfi.“ Við þetta tilefni lýsti ég áhyggjum af því að áherslan á ESB kynni að skyggja á verkgleði stjórnarinnar til þess að bæta kjör landsmanna með þegar tiltækum ráðum. Hætt væri við að hörðustu Evrópusinnar færu hreinlega að leita huggunar í lögmáli sem Kristrún Frostadóttir sjálf lýsti einmitt sjálf svo vel í fyrrnefndu hlaðvarpsviðtali: „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið, er að þegar það gengur illa, þegar það koma háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í ESB.” Í ljósi nýjustu tíðinda er rétt að minna ríkisstjórnina á að Evrópuplön eiga aldrei nokkurn tímann að ganga framar öðrum mun mikilvægari plönum. Rétt er að minna Kristrúnu á að forgangur íslenskra stjórnvalda eigi að vera aðgerðir sem við getum sjálf ráðist í strax í dag, en ekki lausnir í formi alþjóðlegs samstarfs, rétt eins og hún sagði sjálf. Að lokum er rétt að minna Kristrúnu á aðra eftirminnilega yfirlýsingu sem hún lét falla í sömu andrá um Evrópusambandið: „Það er bannað að plata. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun