Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2025 11:11 Shakira þegar hún flutti lagið „Waka waka“ í Jóhannesarborg daginn fyrir opnunarleik HM árið 2010. Viðlagið var fengið beint úr þá tæplega aldarfjórðungsgömlu afrísku lagi. Vísir/EPA Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna. Í visku sinni ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA að fá hvíta Kólumbíukonu til þess að semja og flytja lag heimsmeistaramótsins árið 2010, þess fyrsta sem haldið var í Afríku. Sambandið gerði það þó að skilyrði að hún yrði að vinna með afrískum tónlistarmönnum. Shakira skilaði inn laginu „Waka Waka“ sem sló rækilega í gegn víða um heim. Áður en mótið hófst þurfti hún þó að gera sátt við kamerúnsku hljómsveitina Zangalewa en viðlag „Waka Waka“ var tekið beint upp úr lagi sveitarinnar frá 1986. FIFA og Sony Music, útgefandi lagsins, héldu því fram á sínum tíma að „allur ágóði“ af laginu rynni til verkefnis um að reisa tuttugu fótboltamiðstöðvar fyrir lýðheilsu, menntun og knattspyrnu í Afríku auk annarra afrískra góðgerðasamtaka. Rannsóknarblaðamennskumiðillinn Josimar sem sérhæfir sig í knattspyrnu segir að vinsældir lagsins hafi leitt til þess að miðstöðvarnar hafi risið á aðeins fjórum árum. Síðan þá hafi ágóðinn af tugum milljóna áhorfa, hlustana og niðurhala á laginu horfið. Hvorki FIFA, Sony Music né umboðsmenn Shakiru svöruðu spurningum miðilsins um hvert höfundaréttargreiðslur vegna lagsins hefðu farið frá 2014. Shakira og framleiðandinn fá meirihlutann þrátt fyrir að hafa ekki samið viðlagið Samkvæmt heimildum Josimar fékk Zangalewa, hljómsveitin sem Shakira og framleiðandi hennar stálu viðlaginu af, þriðjung af útgáfutekjum lagsins. Sjö manna afrísk hljómsveit, Freshlyground, sem spilaði á upptöku af laginu og kom fram við upphaf HM með Shakiru fékk fjögur prósent í sinn hlut. Framleiðandi Shakiru fékk sveitina til að spila inn á lagið til að uppfylla skilyrði FIFA um að afrískir tónlistarmenn ættu þátt í því. Rúm 39 prósent teknanna eru hins vegar sagðar hafa farið til Shakiru sjálfrar og rúm 23 prósent til framleiðanda hennar, Johns Hill, þótt hvorugt þeirra hafi samið viðlagið sem er þekktasta einkenni lagsins. Lagið sé enn fimmta vinsælasta lag Shakiru á tónlistarveitunni Spotify með milljarða spilana. Suðurafríska viðskiptablaðið Currency áætlaði nýlega að tekjur af laginu undanfarin ár næmu um níu milljónum dollara, jafnvirði meira en 1,1 milljarðs íslenskra króna. Tónlist Fótbolti Suður-Afríka Tengdar fréttir Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Í visku sinni ákvað Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA að fá hvíta Kólumbíukonu til þess að semja og flytja lag heimsmeistaramótsins árið 2010, þess fyrsta sem haldið var í Afríku. Sambandið gerði það þó að skilyrði að hún yrði að vinna með afrískum tónlistarmönnum. Shakira skilaði inn laginu „Waka Waka“ sem sló rækilega í gegn víða um heim. Áður en mótið hófst þurfti hún þó að gera sátt við kamerúnsku hljómsveitina Zangalewa en viðlag „Waka Waka“ var tekið beint upp úr lagi sveitarinnar frá 1986. FIFA og Sony Music, útgefandi lagsins, héldu því fram á sínum tíma að „allur ágóði“ af laginu rynni til verkefnis um að reisa tuttugu fótboltamiðstöðvar fyrir lýðheilsu, menntun og knattspyrnu í Afríku auk annarra afrískra góðgerðasamtaka. Rannsóknarblaðamennskumiðillinn Josimar sem sérhæfir sig í knattspyrnu segir að vinsældir lagsins hafi leitt til þess að miðstöðvarnar hafi risið á aðeins fjórum árum. Síðan þá hafi ágóðinn af tugum milljóna áhorfa, hlustana og niðurhala á laginu horfið. Hvorki FIFA, Sony Music né umboðsmenn Shakiru svöruðu spurningum miðilsins um hvert höfundaréttargreiðslur vegna lagsins hefðu farið frá 2014. Shakira og framleiðandinn fá meirihlutann þrátt fyrir að hafa ekki samið viðlagið Samkvæmt heimildum Josimar fékk Zangalewa, hljómsveitin sem Shakira og framleiðandi hennar stálu viðlaginu af, þriðjung af útgáfutekjum lagsins. Sjö manna afrísk hljómsveit, Freshlyground, sem spilaði á upptöku af laginu og kom fram við upphaf HM með Shakiru fékk fjögur prósent í sinn hlut. Framleiðandi Shakiru fékk sveitina til að spila inn á lagið til að uppfylla skilyrði FIFA um að afrískir tónlistarmenn ættu þátt í því. Rúm 39 prósent teknanna eru hins vegar sagðar hafa farið til Shakiru sjálfrar og rúm 23 prósent til framleiðanda hennar, Johns Hill, þótt hvorugt þeirra hafi samið viðlagið sem er þekktasta einkenni lagsins. Lagið sé enn fimmta vinsælasta lag Shakiru á tónlistarveitunni Spotify með milljarða spilana. Suðurafríska viðskiptablaðið Currency áætlaði nýlega að tekjur af laginu undanfarin ár næmu um níu milljónum dollara, jafnvirði meira en 1,1 milljarðs íslenskra króna.
Tónlist Fótbolti Suður-Afríka Tengdar fréttir Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Shakira semur um skattalagabrotin Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast. 20. nóvember 2023 10:41