„Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2025 17:16 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Arnar Formaður Neytendasamtakanna segir stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á málum er varða bílastæðagjöld. Leiða megi líkur að því að fyrirtæki sem rukki fyrir þriðja aðila séu ekki með leyfi til þess og segir ekki ganga að hér á landi sé stunduð starfsemi sem sniðgangi lög. Umræða um bílastæðagjöld hefur verið áberandi að undanförnu og ekki síst um vangreiðslugjöld sem lögð eru á ökumenn sem ekki greiða bílastæðagjöld í tíma. Samkvæmt reglugerð er hámark innheimtuviðvörunar 950 krónur og fyrir kröfur undir 3000 krónum má ekki rukka meira en 1300 krónur í vangreiðslugjald. Breki Karlsson formaður neytendasamtakanna segir samtökin telja þessa álagningu vera kolólöglega. „Við höfum bent Atvinnuvegaráðuneytinu á það sem fer með eftirlit með innheimtulögum, við höfum bent fjármálaeftiliti seðlabanka á það sem fer með eftirlit með fyrirtækjum í innheimtustarfsemi. Þá höfum við einnig bent á að danski umboðsmaður neytenda hafi úrskurðað um að þessi gjöld séu innheimta og eigi þar með að fara að innheimtulögum,“ sagði Breki í samtali við fréttastofu Sýnar. Ekki alltaf neytandanum að kenna ef greiðsla berst ekki Breki nefnir einnig að gefa eigi fólki frest til að klára sín mál fái það sekt hafi það misfarist að greiða. Ekki sé alltaf neytandanum um að kenna berist greiðsla ekki. „Við höfum dæmi um það að greiðslustaðir hafi verið bilaðir, öppin biluð eða sýnt ranga stöðu bíls. Þau sem leita til okkar eru öll af vilja gerð að greiða þetta þjónustugjald en einhverra hluta vegna hefur það ekki alltaf tekist.“ Dæmi eru um fólk hafi verið rukkað um allt að 7500 krónur í vangreiðslugjöld sem er tæplega 600% meira en leyfilegt. „Stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á þessum málum“ Samkvæmt innheimtulögum og fyrirtæki sem innheimta bílastæðagjöld fyrir þriðja aðila þurfa að vera með innheimtuleyfi sem fjármálaeftirlitið úthlutar. Breki segir að leiða megi líkur að því að ekkert fyrirtækjanna sem rukki himinhá vangreiðslugjöld sé með slíkt leyfi. Neytendasamtökin óskuðu í vor eftir upplýsingum um slík leyfi sem hafa verið veitt og bíða enn eftir svörum frá atvinnuvegaráðuneyti. „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi, það bara gengur ekki.“ Atvinnuvegaráðuneytið á samkvæmt lögum að hafa eftirlit með innheimtulögum og Breki segir að ráðuneytið hljóti að bregðast við. „Það er alveg stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á þessum málum. Við höfum bent á þetta lengi, FÍB hefur bent á þetta lengi og ekkert hefur gerst í meira en ár.“ Bílastæði Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Fjármál heimilisins Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Sjá meira
Umræða um bílastæðagjöld hefur verið áberandi að undanförnu og ekki síst um vangreiðslugjöld sem lögð eru á ökumenn sem ekki greiða bílastæðagjöld í tíma. Samkvæmt reglugerð er hámark innheimtuviðvörunar 950 krónur og fyrir kröfur undir 3000 krónum má ekki rukka meira en 1300 krónur í vangreiðslugjald. Breki Karlsson formaður neytendasamtakanna segir samtökin telja þessa álagningu vera kolólöglega. „Við höfum bent Atvinnuvegaráðuneytinu á það sem fer með eftirlit með innheimtulögum, við höfum bent fjármálaeftiliti seðlabanka á það sem fer með eftirlit með fyrirtækjum í innheimtustarfsemi. Þá höfum við einnig bent á að danski umboðsmaður neytenda hafi úrskurðað um að þessi gjöld séu innheimta og eigi þar með að fara að innheimtulögum,“ sagði Breki í samtali við fréttastofu Sýnar. Ekki alltaf neytandanum að kenna ef greiðsla berst ekki Breki nefnir einnig að gefa eigi fólki frest til að klára sín mál fái það sekt hafi það misfarist að greiða. Ekki sé alltaf neytandanum um að kenna berist greiðsla ekki. „Við höfum dæmi um það að greiðslustaðir hafi verið bilaðir, öppin biluð eða sýnt ranga stöðu bíls. Þau sem leita til okkar eru öll af vilja gerð að greiða þetta þjónustugjald en einhverra hluta vegna hefur það ekki alltaf tekist.“ Dæmi eru um fólk hafi verið rukkað um allt að 7500 krónur í vangreiðslugjöld sem er tæplega 600% meira en leyfilegt. „Stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á þessum málum“ Samkvæmt innheimtulögum og fyrirtæki sem innheimta bílastæðagjöld fyrir þriðja aðila þurfa að vera með innheimtuleyfi sem fjármálaeftirlitið úthlutar. Breki segir að leiða megi líkur að því að ekkert fyrirtækjanna sem rukki himinhá vangreiðslugjöld sé með slíkt leyfi. Neytendasamtökin óskuðu í vor eftir upplýsingum um slík leyfi sem hafa verið veitt og bíða enn eftir svörum frá atvinnuvegaráðuneyti. „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi, það bara gengur ekki.“ Atvinnuvegaráðuneytið á samkvæmt lögum að hafa eftirlit með innheimtulögum og Breki segir að ráðuneytið hljóti að bregðast við. „Það er alveg stórskrýtið hvernig stjórnvöld hafa tekið á þessum málum. Við höfum bent á þetta lengi, FÍB hefur bent á þetta lengi og ekkert hefur gerst í meira en ár.“
Bílastæði Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Fjármál heimilisins Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Vara við súkkulaðirúsínum Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Sjá meira