Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Agnar Már Másson skrifar 17. ágúst 2025 11:01 Aðalmeðferð hefst eftir rúma viku. Vísir/Anton Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögnum málsins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið. Blaðamaður DV tók í byrjun mánaðar viðtal við Matthías Björn Erlingsson, sem er 19 ára, en mbl.is greinir frá því í dag að viðtalið sé hluti af gögnum málsins. Væntanlega verður hann Matthías spurður út í innihald viðtalsins en aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst. Matthías er ákærður ásamt tveimur öðrum, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Stefáni Blackburn, fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar í tengslum við andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára, sem lést eftir langvarandi misþyrmingar í mars. Þá er ung kona einnig ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni og annar maður fyrir fjárkúgun. Matthías neitaði sök í viðtalinu við DV og sagði sig hafa verið leiksopp annarra sakborninga. Vildi hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, væri meiri en hans. Matthías harmaði atburðinn og sagðist hafa beðið fjölskylduna afsökunar, þrátt fyrir að telja sig saklausan. Það vekur athygli að lögmaður Lúkasar Geirs hafi lagt viðtalið fram en ekki lögmaður Matthíasar, að því er fram kemur í grein mbl.is, sem segir sínar heimildir herma að lögmenn telji viðtalið ígildi skýrslugjafar. Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í byrjun mánaðar að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Blaðamaður DV tók í byrjun mánaðar viðtal við Matthías Björn Erlingsson, sem er 19 ára, en mbl.is greinir frá því í dag að viðtalið sé hluti af gögnum málsins. Væntanlega verður hann Matthías spurður út í innihald viðtalsins en aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst. Matthías er ákærður ásamt tveimur öðrum, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Stefáni Blackburn, fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar í tengslum við andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára, sem lést eftir langvarandi misþyrmingar í mars. Þá er ung kona einnig ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni og annar maður fyrir fjárkúgun. Matthías neitaði sök í viðtalinu við DV og sagði sig hafa verið leiksopp annarra sakborninga. Vildi hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, væri meiri en hans. Matthías harmaði atburðinn og sagðist hafa beðið fjölskylduna afsökunar, þrátt fyrir að telja sig saklausan. Það vekur athygli að lögmaður Lúkasar Geirs hafi lagt viðtalið fram en ekki lögmaður Matthíasar, að því er fram kemur í grein mbl.is, sem segir sínar heimildir herma að lögmenn telji viðtalið ígildi skýrslugjafar. Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í byrjun mánaðar að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43
Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. 7. ágúst 2025 18:35