Innlent

Jarð­skjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“

Agnar Már Másson skrifar
Skjálftinn mældist norðaustur af langjökli.
Skjálftinn mældist norðaustur af langjökli. Map.is

Skjálfti af stærðinni 3,3 mældist á Djöflasandi í morgun og er þetta stærsti skjálfti sem mælst hefur síðan í nóvember 2007.

Alls hafa mælst um átta skjálftar í eldstöðinni undir Langjökli síðan í gær. Þessi skjálfti varð klukkan 8.30 í morgun. Hann átti upptök sín 7,5 kílómetrum norðvestur af Hveradölum.

„Síðan í gærkvöldi hafa komið nokkrir skjálftar,“ segir Iðunn Kara Valdimarsdóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við Vísi. „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007.“

Eldstöðvakerfi Oddnýjarhnjúks-Langjökuls hefur verið í meðallagi virkt til nútíma, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Síðasta gos varð þó fyrir um 3600 árum. 

Virknin er þó ekki óvenjuleg, að sögn náttúruvársérfræðingsins, þó hún sé ekki algeng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×