Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ Agnar Már Másson skrifar 16. ágúst 2025 13:18 Fjölmiðlanefnd sektaði Símann í gær fyrir að auglýsa ókeypis veðmálasíðu á vettvangi sínum. Samsett mynd/Sýn/Getty Samtök áhugafólks um fagna spilafíkn viðbrögðum Fjölmiðlanefndar, sem sektaði í gær Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu sem hafði ekki starfsleyfi á Íslandi. Formaður samtakanna segir það ekki koma á óvart að nánast ekkert eftirlit sé með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi enda sé lítið sem ekkert eftirlit með þeirri starfssemi sem er lögleg. Greint var frá því á Vísi í gær að fjölmiðlanefnd hefði sektað Símann um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna viðbrögðum Fjölmiðlanefndar en Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtakanna, vill sjá stjórnvöld stíga fastar til jarðar. Veðmálasíðan sem um ræðir nefnist Rizk.fun og er ókeypis útgáfa af erlendu veðmálasíðunni Rizk.com. Alma segir þetta sýna hvað fyrirtæki eru tilbúin að ganga langt til að auglýsa sig. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki eins og að auglýsa áfengislausar veigar. „Þetta er náttúrulega ekki eins og áfengislaus bjór, heldur er þetta í rauninni leið til að komast að almenningi á Íslandi og þeir kjósa að fara þessa leið því að þegar að á leiðarenda er komið þá er þetta náttúrulega bara veðmálasíða,“ segir Alma hjá SÁS. Hún tekur fram að fyrirtæki séu ekki að setja upp skemmtilegar síður með það að markmiði að fólk geti leikið sér, heldur sé tilgangurinn alltaf sá sami: að fá fólk til að leggja peninga undir í fjárhættuspilum. Alma segir að stjórnvöld þurfi að átta sig betur á stöðu mála og bregðast við. Hún bendir á að þau veðmálafyrirtæki sem leyfð eru hér á landi fari ekki alltaf eftir lögum og notist til dæmis gagnrýnt duldar auglýsingar eins og merktan fatnað. „Þannig að það kemur okkur ekkert á óvart að það skuli ekki vera neitt eftirlit eða nein viðurlög við ólöglegri starfsemi, vegna þess að menn eru ekki einu sinni að bregðast við starfseminni sem þó er leyfð,“ segir Alma Björk og tekur fram að fjárhættuspil séu ekki eins og hver önnur vara. „Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega sofið á verðinum og við stöndum frammi fyrir gríðarlegum vanda, sérstaklega hvað varðar ungt fólk og unga karlmenn. Það þarf að bregðast við.“ Fjárhættuspil Fjarskipti Neytendur Fjármál heimilisins Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Síminn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að fjölmiðlanefnd hefði sektað Símann um eina milljón króna fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu sem hafði ekki leyfi til að reka slíka starfsemi hér á landi. Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna viðbrögðum Fjölmiðlanefndar en Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtakanna, vill sjá stjórnvöld stíga fastar til jarðar. Veðmálasíðan sem um ræðir nefnist Rizk.fun og er ókeypis útgáfa af erlendu veðmálasíðunni Rizk.com. Alma segir þetta sýna hvað fyrirtæki eru tilbúin að ganga langt til að auglýsa sig. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki eins og að auglýsa áfengislausar veigar. „Þetta er náttúrulega ekki eins og áfengislaus bjór, heldur er þetta í rauninni leið til að komast að almenningi á Íslandi og þeir kjósa að fara þessa leið því að þegar að á leiðarenda er komið þá er þetta náttúrulega bara veðmálasíða,“ segir Alma hjá SÁS. Hún tekur fram að fyrirtæki séu ekki að setja upp skemmtilegar síður með það að markmiði að fólk geti leikið sér, heldur sé tilgangurinn alltaf sá sami: að fá fólk til að leggja peninga undir í fjárhættuspilum. Alma segir að stjórnvöld þurfi að átta sig betur á stöðu mála og bregðast við. Hún bendir á að þau veðmálafyrirtæki sem leyfð eru hér á landi fari ekki alltaf eftir lögum og notist til dæmis gagnrýnt duldar auglýsingar eins og merktan fatnað. „Þannig að það kemur okkur ekkert á óvart að það skuli ekki vera neitt eftirlit eða nein viðurlög við ólöglegri starfsemi, vegna þess að menn eru ekki einu sinni að bregðast við starfseminni sem þó er leyfð,“ segir Alma Björk og tekur fram að fjárhættuspil séu ekki eins og hver önnur vara. „Íslensk stjórnvöld hafa algjörlega sofið á verðinum og við stöndum frammi fyrir gríðarlegum vanda, sérstaklega hvað varðar ungt fólk og unga karlmenn. Það þarf að bregðast við.“
Fjárhættuspil Fjarskipti Neytendur Fjármál heimilisins Fíkn Auglýsinga- og markaðsmál Síminn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira