Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Íris Ellenberger og Sjöfn Asare skrifa 15. ágúst 2025 13:00 Við, undirrituð, stöndum með Ingólfi Gíslasyni, lektor við Háskóla Íslands, sem nú sætir persónulegum árásum vegna þátttöku hans í mótmælum gegn því að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein frá Bar-Ilan háskóla fengi að halda fyrirlestur um gervigreind í boði Pension Research Institute Iceland (PRICE), rannsóknarstofnunar um lífeyrismál sem leidd er af prófessor við Háskóla Íslands. Þó að allir ísraelskir háskólar séu samsekir með landránsofbeldi Ísrael, á Bar-Ilan háskólinn í sérstaklega virku samstarfi við ísraelska herinn, meðal annars með því að veita einingar fyrir þátttöku í hernaði. Sjálfur hefur Gil S. Epstein opinberlega, fyrir hönd Bar-Ilan háskóla, lýst stuðningi við þjóðarmorðið á Gasa. Hann á sæti í stjórn stofnunarinnar „The Begin-Sadat Center for Strategic Studies“ (BESA), sem framleiðir áróður til að veita þjóðarmorði Ísrael á Gasa lögmæti, auk þess sem Epstein er sérstakur ráðgjafi Ísraelsstjórnar um stefnumótun gervigreindar, en þjóðarmorðið á Gasa er framið með hjálp gervigreindar á áður óþekktum skala, í ítarlega útfærði stefnumótun. Þróun þeirrar gervigreindar sem Epstein var boðið að kynna í Háskóla Íslands hefur verið nýtt í stórum mæli til að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Ingólfur Gíslason hefur staðið ötullega með frelsisbaráttu Palesínu og tekið siðferðislega afstöðu sem fræðamaður gegn landráns- og þjóðarmorðseiningunni Ísrael. Hann er ekki einn um þessa afstöðu, enda voru fleiri akademískir starfsmenn á umræddum mótmælum. Yfir 350 starfsmenn Háskóla Íslands hafa undirritað akademíska sniðgönguyfirlýsingu, auk þess sem allar deildir Menntavísindasviðs HÍ og íslensku og menningardeild Hugvísindasviðis hafa skuldbundið sig akademískri sniðgöngu gegn Ísrael. Þúsundir fræðafólks og hundruðir deilda, sviða og háskóla um heim allan hafa tekið sömu afstöðu. Akademísk sniðganga er ekki skerðing á akademísku frelsi. Þvert á mót er tilgangur fræðafólks sem velur að beita akademískri sniðgöngu að vernda og efla akademískt frelsi og grundvallarréttindi kollega sinna og háskólanemenda í Palestínu, sem búa og starfa við aðstæður sem eru í grundvallaratriðum ósamræmanlegar akademísku frelsi, grundvallar mannréttindum og siðferðislegum markmiðum menntunar. Með því að taka þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael er stutt við akademískt frelsi. Fyrir hönd hópsins Háskólafólk fyrir Palestínu, Elía Hörpu og Önundarbur, meistaranemi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt Íris Ellenberger, prófessor Sjöfn Asare, doktorsnemi Hér getur þú skráð þig á lista starfsfólks við Háskóla Íslands sem tekur þátt í akademískri sniðgöngu gegn Ísrael: https://forms.gle/CxvzS3BomsnxwePs6 Hafðu samband við Háskólafólk fyrir Palestínu á fyrirpalestinu@gmail.com ef þú vilt: Fá frekari upplýsingar um akademíska sniðgöngu. Fá stuðning við að koma af stað umræðum um akademíska sniðgöngu innan þinnar deildar við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Háskólar Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Við, undirrituð, stöndum með Ingólfi Gíslasyni, lektor við Háskóla Íslands, sem nú sætir persónulegum árásum vegna þátttöku hans í mótmælum gegn því að ísraelski prófessorinn Gil S. Epstein frá Bar-Ilan háskóla fengi að halda fyrirlestur um gervigreind í boði Pension Research Institute Iceland (PRICE), rannsóknarstofnunar um lífeyrismál sem leidd er af prófessor við Háskóla Íslands. Þó að allir ísraelskir háskólar séu samsekir með landránsofbeldi Ísrael, á Bar-Ilan háskólinn í sérstaklega virku samstarfi við ísraelska herinn, meðal annars með því að veita einingar fyrir þátttöku í hernaði. Sjálfur hefur Gil S. Epstein opinberlega, fyrir hönd Bar-Ilan háskóla, lýst stuðningi við þjóðarmorðið á Gasa. Hann á sæti í stjórn stofnunarinnar „The Begin-Sadat Center for Strategic Studies“ (BESA), sem framleiðir áróður til að veita þjóðarmorði Ísrael á Gasa lögmæti, auk þess sem Epstein er sérstakur ráðgjafi Ísraelsstjórnar um stefnumótun gervigreindar, en þjóðarmorðið á Gasa er framið með hjálp gervigreindar á áður óþekktum skala, í ítarlega útfærði stefnumótun. Þróun þeirrar gervigreindar sem Epstein var boðið að kynna í Háskóla Íslands hefur verið nýtt í stórum mæli til að fremja þjóðarmorð í Palestínu. Ingólfur Gíslason hefur staðið ötullega með frelsisbaráttu Palesínu og tekið siðferðislega afstöðu sem fræðamaður gegn landráns- og þjóðarmorðseiningunni Ísrael. Hann er ekki einn um þessa afstöðu, enda voru fleiri akademískir starfsmenn á umræddum mótmælum. Yfir 350 starfsmenn Háskóla Íslands hafa undirritað akademíska sniðgönguyfirlýsingu, auk þess sem allar deildir Menntavísindasviðs HÍ og íslensku og menningardeild Hugvísindasviðis hafa skuldbundið sig akademískri sniðgöngu gegn Ísrael. Þúsundir fræðafólks og hundruðir deilda, sviða og háskóla um heim allan hafa tekið sömu afstöðu. Akademísk sniðganga er ekki skerðing á akademísku frelsi. Þvert á mót er tilgangur fræðafólks sem velur að beita akademískri sniðgöngu að vernda og efla akademískt frelsi og grundvallarréttindi kollega sinna og háskólanemenda í Palestínu, sem búa og starfa við aðstæður sem eru í grundvallaratriðum ósamræmanlegar akademísku frelsi, grundvallar mannréttindum og siðferðislegum markmiðum menntunar. Með því að taka þátt í akademískri sniðgöngu á Ísrael er stutt við akademískt frelsi. Fyrir hönd hópsins Háskólafólk fyrir Palestínu, Elía Hörpu og Önundarbur, meistaranemi Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi og aðjunkt Íris Ellenberger, prófessor Sjöfn Asare, doktorsnemi Hér getur þú skráð þig á lista starfsfólks við Háskóla Íslands sem tekur þátt í akademískri sniðgöngu gegn Ísrael: https://forms.gle/CxvzS3BomsnxwePs6 Hafðu samband við Háskólafólk fyrir Palestínu á fyrirpalestinu@gmail.com ef þú vilt: Fá frekari upplýsingar um akademíska sniðgöngu. Fá stuðning við að koma af stað umræðum um akademíska sniðgöngu innan þinnar deildar við HÍ.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar