Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2025 11:01 Unnur Berglind segir heilbrigðisráðherra ekki hafa fundið tíma til að funda með formönnum. Það hafi verið sumarleyfi en það liggi þó á að leysa vandann. Formenn hafa gefið ráðherra til 15. september til að skila aðgerðaáætlun. Viska Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki enn hafa fundið tíma til að funda með formönnum félags ljósmæðra, lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Félögin fóru fram á það fyrr í sumar að heilbrigðisráðherra myndi bregðast við og skila tímasettri aðgerðaáætlun fyrir þann 15. september næstkomandi og að mönnunarvandi verði settur í forgang. Unnur Berglind segir formenn félaganna hafa frá því að yfirlýsingin var send út kallað eftir því að fá fund með ráðherra en hún hafi ekki fundið tíma fyrir fund. „Þetta er alvarlegt mál og við erum búin að vera að benda á þetta í mörg, mörg ár, að staðan sé svona. Og nú kemur opinber skýrsla og við bara ætlumst til þess að það sé tekið mark á þessu,“ segir Unnur Berglind sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnur segir skýrsluna að mestu fjalla um stöðuna á Landspítalanum en krafa félaganna sé víðtækari en það, og eigi um heilbrigðiskerfið allt. Úttektin kom út í júlí. Þar kom til dæmis fram að viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hafi einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. Unnur segir margt alvarlegt í skýrslunni en svo sé einnig margt sem þau ekki skilji. Sem dæmi komi fram í henni að það vanti alls fjórtán ljósmæður en hún viti ekki hvaðan þessar tölur komi. Þau viti ekki til þess að það sé eitthvað ákveðið mönnunarmódel notað á spítalanum og að komi fram á spítalanum að mönnun sé háð fjármagni sem Landspítalinn fær. Það séu ekki til nein viðmið um mönnun á spítalanum. Fjórðungur ljósmæðra vilji hætta Unnur Berglind segir Ljósmæðrafélagið hafa miðað við verkfallslista og þau störf sem eru undanþegin verkfallsheimild ef til verkfalls komi. Það sé lágmarksmönnun. „Á hverju ári förum við yfir þennan lista og metum hversu raunhæfur hann er. Ég hef verið að biðja um að mönnun fari aldrei undir þennan lista, en mönnunin fer undir þennan lista. Þannig á vorin þá langar mann svolítið að fara í verkfall svo að mönnunin á sumrin sé góð,“ segir Unnur og að sem dæmi hafi ljósmæður upplifað að þegar þær fóru í verkfall 2018 hafi þær almennt upplifað að mönnunin á spítalanum hafi verið góð. Hún segir mönnunarvandann bitna á starfsfólki. Það sé ekki möguleiki á spítalanum að draga úr þjónustu, það verði alltaf að sinna þeim verkefnum sem þangað koma. Ljósmæðrafélagið hafi lagt fyrir könnun síðustu tvö ár meðal ljósmæðra og að þar komi fram að fjórðungi þeirra langi að hætta og að helmingi þeirra sem langi að hætta langi að gera það vegna starfsálags. Ljósmæður hafi með betri vinnutíma, það er styttingu vinnuvikunnar, verið hvattar til að auka við vinnuprósentu sína en eru aftur núna búnar að minnka prósentuna. Þannig geti þær stýrt vinnutímanum betur því það vanti nær alltaf á aukavaktir. „Það getur engin unnið hundrað prósent vinnu. Það er engin í vaktavinnu í hundrað prósent vinnu því það er allt of mikil vinna. Ég held ég geti fullyrt það þvert á öll félögin,“ segir Unnur Berglind. Reglugerðarbreytingar taki ekki mið af nýrri skýrslu Unnur Berglind segir síðasta heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hafa farið af stað með vinnu til að kanna hvernig sé betur hægt að nýta fagþekkingu ljósmæðra betur. Ljósmæðrafélagið hafi svo hitt nýjan ráðherra, Ölmu Möller, í febrúar, til að ræða skýrslu starfshópsins en eftir það hafi ekkert gerst. Þær hafi til dæmis fengið til umsagnar reglugerðarbreytingar þar sem ekki hafi verið tekið tillit til niðurstaðna þessarar skýrslu. Hún tekur dæmi um það þegar þunguð kona kemur í fyrstu mæðraskoðun. Þá þurfi að panta blóðprufur en þær geti ekki gert það nema með því að setja númer læknis á blóðprufubeiðnina. Hann fái niðurstöðurnar til sín, en ekki ljósmæðurnar, heldur þurfi þær að leitast eftir því að fá niðurstöðurnar hjá honum svo þær geti fylgt því eftir. „Við erum að biðja um að við fáum þetta. Það er allt í lagi að læknirinn fái þetta líka, við hnippum alltaf í þá ef það er eitthvað, en það er svo mikil vitleysa að við séum að eyða tíma í að leita eftir þessum niðurstöðum og þurfa að passa uppá, og svo er stressið að missa af einhverju.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Bítið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Félögin fóru fram á það fyrr í sumar að heilbrigðisráðherra myndi bregðast við og skila tímasettri aðgerðaáætlun fyrir þann 15. september næstkomandi og að mönnunarvandi verði settur í forgang. Unnur Berglind segir formenn félaganna hafa frá því að yfirlýsingin var send út kallað eftir því að fá fund með ráðherra en hún hafi ekki fundið tíma fyrir fund. „Þetta er alvarlegt mál og við erum búin að vera að benda á þetta í mörg, mörg ár, að staðan sé svona. Og nú kemur opinber skýrsla og við bara ætlumst til þess að það sé tekið mark á þessu,“ segir Unnur Berglind sem fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnur segir skýrsluna að mestu fjalla um stöðuna á Landspítalanum en krafa félaganna sé víðtækari en það, og eigi um heilbrigðiskerfið allt. Úttektin kom út í júlí. Þar kom til dæmis fram að viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hafi einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. Unnur segir margt alvarlegt í skýrslunni en svo sé einnig margt sem þau ekki skilji. Sem dæmi komi fram í henni að það vanti alls fjórtán ljósmæður en hún viti ekki hvaðan þessar tölur komi. Þau viti ekki til þess að það sé eitthvað ákveðið mönnunarmódel notað á spítalanum og að komi fram á spítalanum að mönnun sé háð fjármagni sem Landspítalinn fær. Það séu ekki til nein viðmið um mönnun á spítalanum. Fjórðungur ljósmæðra vilji hætta Unnur Berglind segir Ljósmæðrafélagið hafa miðað við verkfallslista og þau störf sem eru undanþegin verkfallsheimild ef til verkfalls komi. Það sé lágmarksmönnun. „Á hverju ári förum við yfir þennan lista og metum hversu raunhæfur hann er. Ég hef verið að biðja um að mönnun fari aldrei undir þennan lista, en mönnunin fer undir þennan lista. Þannig á vorin þá langar mann svolítið að fara í verkfall svo að mönnunin á sumrin sé góð,“ segir Unnur og að sem dæmi hafi ljósmæður upplifað að þegar þær fóru í verkfall 2018 hafi þær almennt upplifað að mönnunin á spítalanum hafi verið góð. Hún segir mönnunarvandann bitna á starfsfólki. Það sé ekki möguleiki á spítalanum að draga úr þjónustu, það verði alltaf að sinna þeim verkefnum sem þangað koma. Ljósmæðrafélagið hafi lagt fyrir könnun síðustu tvö ár meðal ljósmæðra og að þar komi fram að fjórðungi þeirra langi að hætta og að helmingi þeirra sem langi að hætta langi að gera það vegna starfsálags. Ljósmæður hafi með betri vinnutíma, það er styttingu vinnuvikunnar, verið hvattar til að auka við vinnuprósentu sína en eru aftur núna búnar að minnka prósentuna. Þannig geti þær stýrt vinnutímanum betur því það vanti nær alltaf á aukavaktir. „Það getur engin unnið hundrað prósent vinnu. Það er engin í vaktavinnu í hundrað prósent vinnu því það er allt of mikil vinna. Ég held ég geti fullyrt það þvert á öll félögin,“ segir Unnur Berglind. Reglugerðarbreytingar taki ekki mið af nýrri skýrslu Unnur Berglind segir síðasta heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hafa farið af stað með vinnu til að kanna hvernig sé betur hægt að nýta fagþekkingu ljósmæðra betur. Ljósmæðrafélagið hafi svo hitt nýjan ráðherra, Ölmu Möller, í febrúar, til að ræða skýrslu starfshópsins en eftir það hafi ekkert gerst. Þær hafi til dæmis fengið til umsagnar reglugerðarbreytingar þar sem ekki hafi verið tekið tillit til niðurstaðna þessarar skýrslu. Hún tekur dæmi um það þegar þunguð kona kemur í fyrstu mæðraskoðun. Þá þurfi að panta blóðprufur en þær geti ekki gert það nema með því að setja númer læknis á blóðprufubeiðnina. Hann fái niðurstöðurnar til sín, en ekki ljósmæðurnar, heldur þurfi þær að leitast eftir því að fá niðurstöðurnar hjá honum svo þær geti fylgt því eftir. „Við erum að biðja um að við fáum þetta. Það er allt í lagi að læknirinn fái þetta líka, við hnippum alltaf í þá ef það er eitthvað, en það er svo mikil vitleysa að við séum að eyða tíma í að leita eftir þessum niðurstöðum og þurfa að passa uppá, og svo er stressið að missa af einhverju.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Bítið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira