Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 11:58 Hjalti Þór Þorkelsson er búsettur í Bolungarvík. Aðsend Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald. Hjalti Þór Þorkelsson, íbúi í Bolungarvík, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann segir að ættingi sinn á Bolungarvík hafi pantað dúkkuhús úr Kids Coolshop á Smáratorgi sem kostaði um 25 þúsund krónur. „Hún býr í Bolungarvík og það kostaði 22 þúsund að senda þetta vestur,“ segir Hjalti. „Ég fór aftur inn og pantaði dúkkuhús og gaf upp heimilisfang í Grafarholtinu. Það kostaði rétt rúmar sex þúsund krónur.“ Hjalti segir að þarna sé um að ræða dulinn landsbyggðarskatt. Hann var staddur á höfuðborgarsvæðinu og endaði á að sækja dúkkuhúsið sjálfur og fara með það vestur til Bolungarvíkur. Er hann sótti dúkkuhúsið fékk hann það einnig staðfest af starfsmanni í afgreiðslu að sendingarkostnaðurinn til Bolungarvíkur væru um 22 þúsund krónur. „Ég hélt að þetta væri gríðarlega stór kassi og saup hveljur þegar konan sagði að við værum að fara sækja þetta,“ segir Hjalti. Pakkningin utan um dúkkuhúsið reyndist vera aðeins lengri og grennri en venjuleg flugfreyjutaska og sé léttari en fjögur kíló. Hjalti segist ekki hafa fengið neinar skýringar á hvers vegna sendingarkostnaðurinn væri svo hár. „Nei engar skýringar, eini möguleikinn í versluninni er að senda með Póstinum. Eimskip er það sama, það er bara einn kostnaður 24 þúsund að sækja innanbæjar.“ Varði sendingarmöguleika Málið varðar sendingarmöguleikana sem að verslunin bjóði upp á. „Þeir bjóða bara upp á einn sendingarmöguleika sem er Pósturinn. Eins og ég er með skjalfest þá sýnir það að Samskip er ábyggilega besti kosturinn,“ segir Hjalti. Sendingarkostnaðurinn skyldi dúkkuhúsið vera sent með Samskip sé mun minni, ef rétt væri farið að. Þar kostar 3680 krónur að senda pakkann en hver klukkustund sem pakkinn bíður þess að vera sóttur kostar átján þúsund krónur. Samskip skipti klukkustundinni í þrennt svo að sögn Hjalta væri hægt að greiða sex þúsund krónur fyrir sendinguna. Á móti kemur rukkar Eimskip um 24431 fyrir sendingu frá Smáratorgi að sögn Hjalta. „Það hlýtur að enda hjá flutningsaðilanum eða hjá stóraðila, ég var að vinna við þetta sjálfur og veit að það kostar engan átján þúsund kall að ferja þetta,“ segir hann. Á meðan viðtalinu stóð athuguðu þáttastjórnendur hvort að enn væri boðið upp á slíkan sendingarkostnað en þá stóð að heimsending kostaði einungis 5403 krónur. Hjalti sagðist feginn að búið væri að lækka sendingarkostnaðinn. Bolungarvík Reykjavík Pósturinn Bítið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Hjalti Þór Þorkelsson, íbúi í Bolungarvík, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann segir að ættingi sinn á Bolungarvík hafi pantað dúkkuhús úr Kids Coolshop á Smáratorgi sem kostaði um 25 þúsund krónur. „Hún býr í Bolungarvík og það kostaði 22 þúsund að senda þetta vestur,“ segir Hjalti. „Ég fór aftur inn og pantaði dúkkuhús og gaf upp heimilisfang í Grafarholtinu. Það kostaði rétt rúmar sex þúsund krónur.“ Hjalti segir að þarna sé um að ræða dulinn landsbyggðarskatt. Hann var staddur á höfuðborgarsvæðinu og endaði á að sækja dúkkuhúsið sjálfur og fara með það vestur til Bolungarvíkur. Er hann sótti dúkkuhúsið fékk hann það einnig staðfest af starfsmanni í afgreiðslu að sendingarkostnaðurinn til Bolungarvíkur væru um 22 þúsund krónur. „Ég hélt að þetta væri gríðarlega stór kassi og saup hveljur þegar konan sagði að við værum að fara sækja þetta,“ segir Hjalti. Pakkningin utan um dúkkuhúsið reyndist vera aðeins lengri og grennri en venjuleg flugfreyjutaska og sé léttari en fjögur kíló. Hjalti segist ekki hafa fengið neinar skýringar á hvers vegna sendingarkostnaðurinn væri svo hár. „Nei engar skýringar, eini möguleikinn í versluninni er að senda með Póstinum. Eimskip er það sama, það er bara einn kostnaður 24 þúsund að sækja innanbæjar.“ Varði sendingarmöguleika Málið varðar sendingarmöguleikana sem að verslunin bjóði upp á. „Þeir bjóða bara upp á einn sendingarmöguleika sem er Pósturinn. Eins og ég er með skjalfest þá sýnir það að Samskip er ábyggilega besti kosturinn,“ segir Hjalti. Sendingarkostnaðurinn skyldi dúkkuhúsið vera sent með Samskip sé mun minni, ef rétt væri farið að. Þar kostar 3680 krónur að senda pakkann en hver klukkustund sem pakkinn bíður þess að vera sóttur kostar átján þúsund krónur. Samskip skipti klukkustundinni í þrennt svo að sögn Hjalta væri hægt að greiða sex þúsund krónur fyrir sendinguna. Á móti kemur rukkar Eimskip um 24431 fyrir sendingu frá Smáratorgi að sögn Hjalta. „Það hlýtur að enda hjá flutningsaðilanum eða hjá stóraðila, ég var að vinna við þetta sjálfur og veit að það kostar engan átján þúsund kall að ferja þetta,“ segir hann. Á meðan viðtalinu stóð athuguðu þáttastjórnendur hvort að enn væri boðið upp á slíkan sendingarkostnað en þá stóð að heimsending kostaði einungis 5403 krónur. Hjalti sagðist feginn að búið væri að lækka sendingarkostnaðinn.
Bolungarvík Reykjavík Pósturinn Bítið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira