Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 11:58 Hjalti Þór Þorkelsson er búsettur í Bolungarvík. Aðsend Íbúi í Bolungarvík pantaði dúkkuhús úr leikfangaverslun í Reykjavík en fyrir sendinguna átti hann að greiða rúmar tuttugu þúsund krónur. Hann segir um duldan landsbyggðaskatt að ræða þar sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu þyrfti einungis að greiða um sex þúsund krónur í sendingargjald. Hjalti Þór Þorkelsson, íbúi í Bolungarvík, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann segir að ættingi sinn á Bolungarvík hafi pantað dúkkuhús úr Kids Coolshop á Smáratorgi sem kostaði um 25 þúsund krónur. „Hún býr í Bolungarvík og það kostaði 22 þúsund að senda þetta vestur,“ segir Hjalti. „Ég fór aftur inn og pantaði dúkkuhús og gaf upp heimilisfang í Grafarholtinu. Það kostaði rétt rúmar sex þúsund krónur.“ Hjalti segir að þarna sé um að ræða dulinn landsbyggðarskatt. Hann var staddur á höfuðborgarsvæðinu og endaði á að sækja dúkkuhúsið sjálfur og fara með það vestur til Bolungarvíkur. Er hann sótti dúkkuhúsið fékk hann það einnig staðfest af starfsmanni í afgreiðslu að sendingarkostnaðurinn til Bolungarvíkur væru um 22 þúsund krónur. „Ég hélt að þetta væri gríðarlega stór kassi og saup hveljur þegar konan sagði að við værum að fara sækja þetta,“ segir Hjalti. Pakkningin utan um dúkkuhúsið reyndist vera aðeins lengri og grennri en venjuleg flugfreyjutaska og sé léttari en fjögur kíló. Hjalti segist ekki hafa fengið neinar skýringar á hvers vegna sendingarkostnaðurinn væri svo hár. „Nei engar skýringar, eini möguleikinn í versluninni er að senda með Póstinum. Eimskip er það sama, það er bara einn kostnaður 24 þúsund að sækja innanbæjar.“ Varði sendingarmöguleika Málið varðar sendingarmöguleikana sem að verslunin bjóði upp á. „Þeir bjóða bara upp á einn sendingarmöguleika sem er Pósturinn. Eins og ég er með skjalfest þá sýnir það að Samskip er ábyggilega besti kosturinn,“ segir Hjalti. Sendingarkostnaðurinn skyldi dúkkuhúsið vera sent með Samskip sé mun minni, ef rétt væri farið að. Þar kostar 3680 krónur að senda pakkann en hver klukkustund sem pakkinn bíður þess að vera sóttur kostar átján þúsund krónur. Samskip skipti klukkustundinni í þrennt svo að sögn Hjalta væri hægt að greiða sex þúsund krónur fyrir sendinguna. Á móti kemur rukkar Eimskip um 24431 fyrir sendingu frá Smáratorgi að sögn Hjalta. „Það hlýtur að enda hjá flutningsaðilanum eða hjá stóraðila, ég var að vinna við þetta sjálfur og veit að það kostar engan átján þúsund kall að ferja þetta,“ segir hann. Á meðan viðtalinu stóð athuguðu þáttastjórnendur hvort að enn væri boðið upp á slíkan sendingarkostnað en þá stóð að heimsending kostaði einungis 5403 krónur. Hjalti sagðist feginn að búið væri að lækka sendingarkostnaðinn. Bolungarvík Reykjavík Pósturinn Bítið Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Hjalti Þór Þorkelsson, íbúi í Bolungarvík, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann segir að ættingi sinn á Bolungarvík hafi pantað dúkkuhús úr Kids Coolshop á Smáratorgi sem kostaði um 25 þúsund krónur. „Hún býr í Bolungarvík og það kostaði 22 þúsund að senda þetta vestur,“ segir Hjalti. „Ég fór aftur inn og pantaði dúkkuhús og gaf upp heimilisfang í Grafarholtinu. Það kostaði rétt rúmar sex þúsund krónur.“ Hjalti segir að þarna sé um að ræða dulinn landsbyggðarskatt. Hann var staddur á höfuðborgarsvæðinu og endaði á að sækja dúkkuhúsið sjálfur og fara með það vestur til Bolungarvíkur. Er hann sótti dúkkuhúsið fékk hann það einnig staðfest af starfsmanni í afgreiðslu að sendingarkostnaðurinn til Bolungarvíkur væru um 22 þúsund krónur. „Ég hélt að þetta væri gríðarlega stór kassi og saup hveljur þegar konan sagði að við værum að fara sækja þetta,“ segir Hjalti. Pakkningin utan um dúkkuhúsið reyndist vera aðeins lengri og grennri en venjuleg flugfreyjutaska og sé léttari en fjögur kíló. Hjalti segist ekki hafa fengið neinar skýringar á hvers vegna sendingarkostnaðurinn væri svo hár. „Nei engar skýringar, eini möguleikinn í versluninni er að senda með Póstinum. Eimskip er það sama, það er bara einn kostnaður 24 þúsund að sækja innanbæjar.“ Varði sendingarmöguleika Málið varðar sendingarmöguleikana sem að verslunin bjóði upp á. „Þeir bjóða bara upp á einn sendingarmöguleika sem er Pósturinn. Eins og ég er með skjalfest þá sýnir það að Samskip er ábyggilega besti kosturinn,“ segir Hjalti. Sendingarkostnaðurinn skyldi dúkkuhúsið vera sent með Samskip sé mun minni, ef rétt væri farið að. Þar kostar 3680 krónur að senda pakkann en hver klukkustund sem pakkinn bíður þess að vera sóttur kostar átján þúsund krónur. Samskip skipti klukkustundinni í þrennt svo að sögn Hjalta væri hægt að greiða sex þúsund krónur fyrir sendinguna. Á móti kemur rukkar Eimskip um 24431 fyrir sendingu frá Smáratorgi að sögn Hjalta. „Það hlýtur að enda hjá flutningsaðilanum eða hjá stóraðila, ég var að vinna við þetta sjálfur og veit að það kostar engan átján þúsund kall að ferja þetta,“ segir hann. Á meðan viðtalinu stóð athuguðu þáttastjórnendur hvort að enn væri boðið upp á slíkan sendingarkostnað en þá stóð að heimsending kostaði einungis 5403 krónur. Hjalti sagðist feginn að búið væri að lækka sendingarkostnaðinn.
Bolungarvík Reykjavík Pósturinn Bítið Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira