Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2025 18:33 Beate Gangås, yfirmaður PST, og Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar. EPA Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Nokkrir háttsettir norskir embættismenn sóttu í dag ráðstefnu þar sem fjallað var um fjölþáttaógnir frá Rússlandi og hvort Noregur væri í raun í stríði, samkvæmt frétt VG. Beate Gangås, yfirmaður PST, var meðal þeirra sem sótti ráðstefnuna en hún sagði Rússa hafa gert áðurnefnda árás á kerfi stíflu í Noregi í apríl. Eftir að tölvuþrjótarnir tóku yfir stífluna opnuðu þeir fyrir vatnsflæði úr henni, sem tók fjóra tíma að stöðva. Hún sagði markmiðið ekki endilega að valda tjóni eða mannfalli, heldur vildu Rússar sýna hvers megnugir þeir væru og valda ótta. Þá sagði hún að tölvu- og fjölþáttaógnum Rússa á Vesturlöndum færi fjölgandi. Enn fremur sagði Gangås að rússneskir nágrannar Norðmanna væru að orðnir hættulegri en áður. Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar sem sótti einnig ráðstefnuna, sagði Norðmenn ekki í stríði en hélt því fram að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, teldi sig í stöðugum átökum við Vesturlönd. Hann sagði einnig að Rússland væri helsta ógnin sem Norðmenn stæðu frammi fyrir þessa dagana. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir, skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir á Vesturlöndum. Saka Norðmenn enn um hervæðingu Svalbarða Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi ráðamenn í Noregi harðlega á blaðamannafundi í morgun og sakaði þá um hervæðingu Svalbarða. Hann sagði einnig að Norðmenn væru að „skapa andrúmsloft ágreinings“ í eyjaklasanum og auka spennu á norðurslóðum, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sakaði Norðmenn einnig um að auka spennu á norðurslóðum og vísaði meðal annars til refsiaðgerða gegn Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti fyrr á árinu að fjölga ætti rússneskum hermönnum á norðurslóðum og sakaði á sama tíma aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu þar. Meðal annars vísaði hann til refsiaðgerða og sagði að Rússar, sem stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Sjá einnig: Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Norðmenn tóku nýverið þá ákvörðun að loka norskum höfnum fyrir skipum úr hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússlands, sem notaður hefur verið til að komast hjá refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þær aðgerðir tóku gildi á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Rússlandi láta ummæli sem þessi falla en þeir gerðu það til að mynda einnig í mars. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands sagði að þessi meinta hervæðing Svalbarða færi gegn samningnum og væri alfarið óásættanleg. Noregur Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Vladimír Pútín Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Nokkrir háttsettir norskir embættismenn sóttu í dag ráðstefnu þar sem fjallað var um fjölþáttaógnir frá Rússlandi og hvort Noregur væri í raun í stríði, samkvæmt frétt VG. Beate Gangås, yfirmaður PST, var meðal þeirra sem sótti ráðstefnuna en hún sagði Rússa hafa gert áðurnefnda árás á kerfi stíflu í Noregi í apríl. Eftir að tölvuþrjótarnir tóku yfir stífluna opnuðu þeir fyrir vatnsflæði úr henni, sem tók fjóra tíma að stöðva. Hún sagði markmiðið ekki endilega að valda tjóni eða mannfalli, heldur vildu Rússar sýna hvers megnugir þeir væru og valda ótta. Þá sagði hún að tölvu- og fjölþáttaógnum Rússa á Vesturlöndum færi fjölgandi. Enn fremur sagði Gangås að rússneskir nágrannar Norðmanna væru að orðnir hættulegri en áður. Nils Andreas Stensønes, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar sem sótti einnig ráðstefnuna, sagði Norðmenn ekki í stríði en hélt því fram að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, teldi sig í stöðugum átökum við Vesturlönd. Hann sagði einnig að Rússland væri helsta ógnin sem Norðmenn stæðu frammi fyrir þessa dagana. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við fjölmargar tölvuárásir, skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir á Vesturlöndum. Saka Norðmenn enn um hervæðingu Svalbarða Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi ráðamenn í Noregi harðlega á blaðamannafundi í morgun og sakaði þá um hervæðingu Svalbarða. Hann sagði einnig að Norðmenn væru að „skapa andrúmsloft ágreinings“ í eyjaklasanum og auka spennu á norðurslóðum, samkvæmt frétt rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins. Hann sakaði Norðmenn einnig um að auka spennu á norðurslóðum og vísaði meðal annars til refsiaðgerða gegn Rússlandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti fyrr á árinu að fjölga ætti rússneskum hermönnum á norðurslóðum og sakaði á sama tíma aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu þar. Meðal annars vísaði hann til refsiaðgerða og sagði að Rússar, sem stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Sjá einnig: Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Norðmenn tóku nýverið þá ákvörðun að loka norskum höfnum fyrir skipum úr hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússlands, sem notaður hefur verið til að komast hjá refsiaðgerðum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þær aðgerðir tóku gildi á mánudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðamenn í Rússlandi láta ummæli sem þessi falla en þeir gerðu það til að mynda einnig í mars. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands sagði að þessi meinta hervæðing Svalbarða færi gegn samningnum og væri alfarið óásættanleg.
Noregur Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Vladimír Pútín Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira