Fótbolti

Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akur­eyri

Aron Guðmundsson skrifar
Hressar stúlkur úr liði HK sem tóku þátt á mótinu
Hressar stúlkur úr liði HK sem tóku þátt á mótinu Vísir/Skjáskot

Síðasti þáttur Sumarmótanna þetta árið verður sýndur á Sýn sport í kvöld klukkan korter yfir sjö. Þar verður fylgst með fótboltastjörnum framtíðarinnar leika listir sínar á N1 stúlknamóti KA.  

Mótið var haldið í fyrsta sinn um síðastliðna helgi og okkar maður, Andri Már Eggertsson gerði sér ferð norður á Akureyri með tökumanni og gerir mótinu góð skil í þætti kvöldsins. 

Á mótinu kepptu stúlkur í 6. flokki og vonandi að mótið nái sömu hæðum og N1 mótið sem hefur verið haldið um árabil á Akureyri í drengjaflokki. 

Lokaþáttur Sumarmótanna verður sýndur á Sýn sport klukkan korter yfir sjö. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þætti kvöldsins.  

Klippa: Tímamót er N1 stúlknamótinu var ýtt úr vör



Fleiri fréttir

Sjá meira


×