Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 09:39 Alice Weidel, samkynhneigður hagfræðingur sem er búsettur í Sviss, hefur verið andlit Valkosts fyrir Þýskaland undanfarin ár. Vísir/EPA Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) mælist með 26 prósent fylgi í könnun sem var birt í dag, að því er kemur fram í umfjöllun evrópsku útgáfu Politico. Flokkurinn er með tveggja prósentustiga forskot á Kristilega demókrata Merz kanslara. Kristilegir demókratar eru enn með naumt forskot á AfD í meðaltali skoðanakannana sem Politico heldur utan um. Merz kanslari fær sjálfur slæma útreið í könnuninni en tveir af hverjum þremur svarendum sögðust óánægðir með störf hans. Öfgaflokkurinn er nú þegar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þýska þinginu eftir bestu kosningaúrslit í sögu sinni í vetur þar sem hann fékk um fimmtung atkvæða. Enginn þýskur öfgahægriflokkur hefur hlotið eins góða kosningu frá því að nasistaflokkur Adolfs Hitler fékk um og yfir þriðjung atkvæða í síðustu frjálsu kosningunum í Þýskalandi við upphaf fjórða áratugs síðustu aldar. AfD aðhyllist meðal annars harða stefnu í innflytjendamálum og oddvitar hans hafa meðal annars talað um fjöldabrottvísanir á fólk af erlendum uppruna frá Þýskalandi. Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint nokkrar undirdeildir flokksins sem öfgasamtök sem ógni lýðræði í landinu. Til stóð að skilgreina flokkinn í heild sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn krafðist lögbanns. Flokkurinn er einangraður á þýska þinginu þar sem aðrir flokkar neita að vinna með honum vegna öfgahyggju hans. Þýskaland Skoðanakannanir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) mælist með 26 prósent fylgi í könnun sem var birt í dag, að því er kemur fram í umfjöllun evrópsku útgáfu Politico. Flokkurinn er með tveggja prósentustiga forskot á Kristilega demókrata Merz kanslara. Kristilegir demókratar eru enn með naumt forskot á AfD í meðaltali skoðanakannana sem Politico heldur utan um. Merz kanslari fær sjálfur slæma útreið í könnuninni en tveir af hverjum þremur svarendum sögðust óánægðir með störf hans. Öfgaflokkurinn er nú þegar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þýska þinginu eftir bestu kosningaúrslit í sögu sinni í vetur þar sem hann fékk um fimmtung atkvæða. Enginn þýskur öfgahægriflokkur hefur hlotið eins góða kosningu frá því að nasistaflokkur Adolfs Hitler fékk um og yfir þriðjung atkvæða í síðustu frjálsu kosningunum í Þýskalandi við upphaf fjórða áratugs síðustu aldar. AfD aðhyllist meðal annars harða stefnu í innflytjendamálum og oddvitar hans hafa meðal annars talað um fjöldabrottvísanir á fólk af erlendum uppruna frá Þýskalandi. Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint nokkrar undirdeildir flokksins sem öfgasamtök sem ógni lýðræði í landinu. Til stóð að skilgreina flokkinn í heild sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn krafðist lögbanns. Flokkurinn er einangraður á þýska þinginu þar sem aðrir flokkar neita að vinna með honum vegna öfgahyggju hans.
Þýskaland Skoðanakannanir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira