Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Jón Þór Stefánsson skrifar 12. ágúst 2025 18:41 „Það er Gleðigöngunni og boðskapnum sem hún stærir sig af til háborinnar skammar,“ segir Haraldur Hrafn Guðmundsson um lukkudýr sem sást á göngunni um liðina helgi. Faðir fyrrverandi sigurvegara Miss Universe Iceland krefst þess að forsvarsmenn Gleðigöngunnar, sem fór fram um helgina, biðjist afsökunar á gjörningi sem hann telur að hafi niðurlægt keppendur fegurðarsamkeppna. Þar talar hann um eins konar lukkudýr sem líktist nauti og var merkt „Miss young Iceland“ og var sjáanlegt í Gleðigöngunni. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Haraldur Hrafn Guðmundsson ritar á Vísi. Hann titlar sig sem stoltan föður margverðlaunaðar fegurðardrottningar, en dóttir hans, Hrafnhildur Haraldsdóttir, bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland árið 2022. Í greinninni segir Haraldur að Kvennréttindafélag Íslands hafi staðið fyrir viðburðinum, en hið rétta er að Kvennaár gerði það, og mun Kvennréttindafélagið hafa komið að því. Haraldur segist hafa verið duglegur að mæta á gleðigöngur síðustu ára. Viðburðurinn standi fyrir viðurkenningu, samstöðu og fordómaleysi. „Það hefur verið mér og öðrum sönn ánægja að sjá þessum viðburði vaxa ásmegin ár hvert og hefur dagurinn og gangan einkennst af gleði þar sem allir eru samþykktir og fordómar eiga þar engan stað,“ segir Haraldur. „Í þetta sinn varð ég þó fyrir vonbrigðum og gekk af velli með óbragð í munni. Meðal hópanna sem gengu gönguna litríku og glæsilegu var að finna gríðarstóra dúkku af nautgrip sem á stóð „Miss Young Iceland“. Þetta var á vegum Kvennréttindafélags Íslands og var greinilega hugsað sem einhvers konar ádeila á keppnirnar Ungfrú Ísland og Miss Teen Iceland. Ljóst er að slíkar keppnir falla Kvennréttindafélaginu ekki í geð og ákváðu forsvarsfólk þess að nýta gleðigönguna til að gera lítið úr keppninni og stúlkunum sem taka þátt með því að líkja þessu við gripasýningu.“ Álíka mótmæli árið 1970 Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skpti sem fegurðarsamkeppnir eru gagnrýndar með þessum hætti hér á landi. Annan dag jóla árið 1970 mótmæltu um þrjátíu meðlimur Rauðsokkahreyfingarinnar fegurðarsamkeppninni Ungfrú Reykjavík sem þá fór fram. Samkvæmt umfjöllun Tímans og Vísi frá jólunum 1970 segir að áletranir á mótmælaspjöldum þeirra hafi verið gamansamar, þar sem keppninni var líkt við gripasýningu. Á þeim hafi til að mynda staðið: „Úrvalslambakjöt í hátíðamatinn“ og „Seigar gamalær“. Umfjöllun Vísis árið 1970.Tímarit.is Og árið 1972 mættu rauðsokkur með kvíguna Perlu Fáfnisdóttur frá Galtalæk í Skilmannahreppi á fegurðarsamkeppni og krýndu hana „Ungfrú Ísland – Miss Young Iceland.“ Fjallað var um þessa uppákomu í sjónvarpsþáttunum Vigdísi, sem fjalla um ævi Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins, en þar kom einnig fyrir kýr sem var merkt með þessari sömu áletrun: „Miss young Iceland“. Á Facebook-síðu Kvennréttindafélagsins segir að umrætt atriði sé tilvísun í þessi mótmæli Rauðsokkahreyfingarinnar. „Með atriðinu vildum við benda á að enn er komið fram við líkama kvenna sem markaðsvöru og enn eru konur dæmdar af útlitinu einu,“ segir í færslunni. Stöðvað á staðnum ef einhver leggi metnað í fegurð Í grein sinni segir Haraldur að á Gleðigöngunni um helgina hafi verið ráðist á keppendur þessara keppna, sem sé fámennur hópur kvenna. „Þetta virðist vera gert eingöngu vegna þess að ákveðinn hópur telur þennan vettvang ekki vera sér þóknanlegan og finnur sér þörf á að fræða almúgann um hætturnar sem felast í slíkum hryllingi sem gengur út á að fagna og verðlauna fegurð, frambærileika, áræðni og jákvæðni hjá sterkum ungum og efnilegum konum,“ segir Haraldur. „Fjölbreytileikinn er því miður ekki fjölbreyttari en það að það má ekki hrósa eða verðlauna fyrir glæsileika. Það má hrósa og verðlauna fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum, skáldskap, söng og listum og er ég því fullkomlega sammála. En ef einhver leggur metnað, elju, æfingar og einbeittan vilja til að skara fram úr á sviði fegurðar, frambærileika og framkomu þá skal stöðva það á staðnum og gæta þess að engum skuli hrósað og enn fremur niðurlægja og gera lítið úr þeim sem taka þátt í slíku. Það er boðskapurinn sem gleðigangan í dag skilaði til mín og þeirra sem þetta atriði sáu og finn ég litla sem enga gleði í því.“ Hugsunarháttur „sanntrúaðs ofsatrúarfólks” Haraldur segist ekki sjá tilgang í því að rökræða við þá sem stóðu að þessum gjörningi og vill meina að boðskapur þeirra einkennist af forræðishyggju og „hugsunarhætti sanntrúaðs ofsatrúarfólks”. „Slíka einstaklinga er erfitt að eiga við og tel ég ekki gott nálgast um of slík svarthol fáfræði, skilningsleysis og fordóma. Ég get hins vegar álasað Samtökunum ’78 og forsvarsfólki Gleðigöngunnar fyrir að leyfa og samþykkja þennan gjörning á þessum vettvangi,“ segir Haraldur. Hér má sjá nautgripinn umdeilda.Vísir/Viktor „Ekki er hægt að skilja þennan gjörning á neinn hátt annan en til þess eins að gera lítið úr, hæða og niðurlægja hóp ungra kvenna sem deilir ekki lífsskoðunum þeirra sem að gjörningnum stóðu. Því er það mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna þau fengu þennan vettvang á þessum degi gleði og fjölbreytileika til að dreifa sinni biturð og eitri. Þessi gjörningur er gleðigöngunni til skammar og gerir lítið úr þeirri baráttu, elju, hugrekki og krafti sem þurfti og þarf til að koma þessum viðburði á laggirnar og halda honum við.“ Vill fá afsökunarbeiðni Hann fer því fram á að forsvarsmenn Gleðigöngunnar biðjist afsökunar á því að leyfa umræddan gjörning. „Með þessum gjörningi var þessi dagur og þessi annars frábæri viðburður notaður til að ráðast að, niðurlægja og gera lítið úr þessum stúlkum fyrir það eitt að hafa ekki sömu lífsgildi og þröngur hópur einstaklinga. Það er Gleðigöngunni og boðskapnum sem hún stærir sig af til háborinnar skammar.“ Jafnframt hvetur hann Kvennréttindafélag Íslands til að „kynna sér málin áður en haldið er í krossferð gegn ímynduðum óvin.“ Hann vill meina að þessar keppnir snúist um að valdefla ungar konur. „Ef það eitt að frambærileiki og glæsileiki á sviði gerir það að verkum að slíkar keppnir séu Kvennréttindafélaginu ekki þóknanlegar segir það mér eingöngu til um þá öfund og biturð sem þar liggur í brjósti. Fyrst og fremst tel ég þó að um einbeitta fáfræði og forræðishyggju sé að ræða og ber ég afskaplega litla virðingu fyrir því,“ segir Haraldur. „Gjörningum sem þessum eru félagi sem kennir sig við kvenréttindi til mestu minkunnar. Félag sem byggir á áratuga baráttu, hugrekki og dug fyrir réttindum kvenna til að geta staðið á sínu og látið drauma sína og metnað rætast á ekki að veitast að konum fyrir að eiga aðra drauma en þá sem félaginu þóknast.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Miss Universe Iceland Gleðigangan Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Haraldur Hrafn Guðmundsson ritar á Vísi. Hann titlar sig sem stoltan föður margverðlaunaðar fegurðardrottningar, en dóttir hans, Hrafnhildur Haraldsdóttir, bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland árið 2022. Í greinninni segir Haraldur að Kvennréttindafélag Íslands hafi staðið fyrir viðburðinum, en hið rétta er að Kvennaár gerði það, og mun Kvennréttindafélagið hafa komið að því. Haraldur segist hafa verið duglegur að mæta á gleðigöngur síðustu ára. Viðburðurinn standi fyrir viðurkenningu, samstöðu og fordómaleysi. „Það hefur verið mér og öðrum sönn ánægja að sjá þessum viðburði vaxa ásmegin ár hvert og hefur dagurinn og gangan einkennst af gleði þar sem allir eru samþykktir og fordómar eiga þar engan stað,“ segir Haraldur. „Í þetta sinn varð ég þó fyrir vonbrigðum og gekk af velli með óbragð í munni. Meðal hópanna sem gengu gönguna litríku og glæsilegu var að finna gríðarstóra dúkku af nautgrip sem á stóð „Miss Young Iceland“. Þetta var á vegum Kvennréttindafélags Íslands og var greinilega hugsað sem einhvers konar ádeila á keppnirnar Ungfrú Ísland og Miss Teen Iceland. Ljóst er að slíkar keppnir falla Kvennréttindafélaginu ekki í geð og ákváðu forsvarsfólk þess að nýta gleðigönguna til að gera lítið úr keppninni og stúlkunum sem taka þátt með því að líkja þessu við gripasýningu.“ Álíka mótmæli árið 1970 Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skpti sem fegurðarsamkeppnir eru gagnrýndar með þessum hætti hér á landi. Annan dag jóla árið 1970 mótmæltu um þrjátíu meðlimur Rauðsokkahreyfingarinnar fegurðarsamkeppninni Ungfrú Reykjavík sem þá fór fram. Samkvæmt umfjöllun Tímans og Vísi frá jólunum 1970 segir að áletranir á mótmælaspjöldum þeirra hafi verið gamansamar, þar sem keppninni var líkt við gripasýningu. Á þeim hafi til að mynda staðið: „Úrvalslambakjöt í hátíðamatinn“ og „Seigar gamalær“. Umfjöllun Vísis árið 1970.Tímarit.is Og árið 1972 mættu rauðsokkur með kvíguna Perlu Fáfnisdóttur frá Galtalæk í Skilmannahreppi á fegurðarsamkeppni og krýndu hana „Ungfrú Ísland – Miss Young Iceland.“ Fjallað var um þessa uppákomu í sjónvarpsþáttunum Vigdísi, sem fjalla um ævi Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins, en þar kom einnig fyrir kýr sem var merkt með þessari sömu áletrun: „Miss young Iceland“. Á Facebook-síðu Kvennréttindafélagsins segir að umrætt atriði sé tilvísun í þessi mótmæli Rauðsokkahreyfingarinnar. „Með atriðinu vildum við benda á að enn er komið fram við líkama kvenna sem markaðsvöru og enn eru konur dæmdar af útlitinu einu,“ segir í færslunni. Stöðvað á staðnum ef einhver leggi metnað í fegurð Í grein sinni segir Haraldur að á Gleðigöngunni um helgina hafi verið ráðist á keppendur þessara keppna, sem sé fámennur hópur kvenna. „Þetta virðist vera gert eingöngu vegna þess að ákveðinn hópur telur þennan vettvang ekki vera sér þóknanlegan og finnur sér þörf á að fræða almúgann um hætturnar sem felast í slíkum hryllingi sem gengur út á að fagna og verðlauna fegurð, frambærileika, áræðni og jákvæðni hjá sterkum ungum og efnilegum konum,“ segir Haraldur. „Fjölbreytileikinn er því miður ekki fjölbreyttari en það að það má ekki hrósa eða verðlauna fyrir glæsileika. Það má hrósa og verðlauna fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum, skáldskap, söng og listum og er ég því fullkomlega sammála. En ef einhver leggur metnað, elju, æfingar og einbeittan vilja til að skara fram úr á sviði fegurðar, frambærileika og framkomu þá skal stöðva það á staðnum og gæta þess að engum skuli hrósað og enn fremur niðurlægja og gera lítið úr þeim sem taka þátt í slíku. Það er boðskapurinn sem gleðigangan í dag skilaði til mín og þeirra sem þetta atriði sáu og finn ég litla sem enga gleði í því.“ Hugsunarháttur „sanntrúaðs ofsatrúarfólks” Haraldur segist ekki sjá tilgang í því að rökræða við þá sem stóðu að þessum gjörningi og vill meina að boðskapur þeirra einkennist af forræðishyggju og „hugsunarhætti sanntrúaðs ofsatrúarfólks”. „Slíka einstaklinga er erfitt að eiga við og tel ég ekki gott nálgast um of slík svarthol fáfræði, skilningsleysis og fordóma. Ég get hins vegar álasað Samtökunum ’78 og forsvarsfólki Gleðigöngunnar fyrir að leyfa og samþykkja þennan gjörning á þessum vettvangi,“ segir Haraldur. Hér má sjá nautgripinn umdeilda.Vísir/Viktor „Ekki er hægt að skilja þennan gjörning á neinn hátt annan en til þess eins að gera lítið úr, hæða og niðurlægja hóp ungra kvenna sem deilir ekki lífsskoðunum þeirra sem að gjörningnum stóðu. Því er það mér með öllu óskiljanlegt hvers vegna þau fengu þennan vettvang á þessum degi gleði og fjölbreytileika til að dreifa sinni biturð og eitri. Þessi gjörningur er gleðigöngunni til skammar og gerir lítið úr þeirri baráttu, elju, hugrekki og krafti sem þurfti og þarf til að koma þessum viðburði á laggirnar og halda honum við.“ Vill fá afsökunarbeiðni Hann fer því fram á að forsvarsmenn Gleðigöngunnar biðjist afsökunar á því að leyfa umræddan gjörning. „Með þessum gjörningi var þessi dagur og þessi annars frábæri viðburður notaður til að ráðast að, niðurlægja og gera lítið úr þessum stúlkum fyrir það eitt að hafa ekki sömu lífsgildi og þröngur hópur einstaklinga. Það er Gleðigöngunni og boðskapnum sem hún stærir sig af til háborinnar skammar.“ Jafnframt hvetur hann Kvennréttindafélag Íslands til að „kynna sér málin áður en haldið er í krossferð gegn ímynduðum óvin.“ Hann vill meina að þessar keppnir snúist um að valdefla ungar konur. „Ef það eitt að frambærileiki og glæsileiki á sviði gerir það að verkum að slíkar keppnir séu Kvennréttindafélaginu ekki þóknanlegar segir það mér eingöngu til um þá öfund og biturð sem þar liggur í brjósti. Fyrst og fremst tel ég þó að um einbeitta fáfræði og forræðishyggju sé að ræða og ber ég afskaplega litla virðingu fyrir því,“ segir Haraldur. „Gjörningum sem þessum eru félagi sem kennir sig við kvenréttindi til mestu minkunnar. Félag sem byggir á áratuga baráttu, hugrekki og dug fyrir réttindum kvenna til að geta staðið á sínu og látið drauma sína og metnað rætast á ekki að veitast að konum fyrir að eiga aðra drauma en þá sem félaginu þóknast.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Miss Universe Iceland Gleðigangan Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira