Svara til saka eftir tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 10:30 Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða þar sem eldri karlmanni var misþyrmt áður en hann var skilinn eftir á víðavangi munu svara spurningum saksóknara og verjenda eftir tvær vikur. Þá mun komast skýrari mynd á atburðarásina nóttina örlagaríku 11. mars síðastliðinn. Fyrirtaka fór fram við Héraðsdóm Suðurlands í morgun þar sem gögn voru lögð fram og tekin ákvörðun um tímasetningu aðalmeðferðar í málinu. Verjendur sakborninga mættu á svæðið og varð úr að aðalmeðferð hefst að morgni mánudagsins 25. ágúst og er reiknað með að hún standi í þrjá daga. Fimm eru ákærðir í málinu. Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Fólkið er grunað um að hafa numið karlmann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir hinum ákærðu sem birtir voru nýlega kom fram að eiginkona hins látna hefði strax þá um nóttina eftir að maður hennar var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Hvergi í greinargerðum lögreglu er minnst nokkuð á meint brot hins látna heldur er það aðeins haft eftir hótunum sakborninga. Ákærðu eru sagðir hafa beitt karlmanninn margvíslegu ofbeldi eftir að þeir numu hann á brott. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Þá segir að Stefán Blackburn og Lúkas hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að bankareikningum mannsins. Því næst hafi hópurinn farið með manninn að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Maðurinn hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi mannsins inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Fram kom í síðustu viku að Lúkas Geir hefði hvatt Matthías Björn til að taka á sig sök í málinu sökum ungs aldurs. Það hefði hann gert með því að skrifa bréf og skilja eftir á útisvæði í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Bréfið barst aldrei Matthíasi Birni heldur fann erlendur fangi bréfið, skildi ekkert hvað þar stóð og afhenti fangaverði. Manndráp í Gufunesi Ölfus Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Fyrirtaka fór fram við Héraðsdóm Suðurlands í morgun þar sem gögn voru lögð fram og tekin ákvörðun um tímasetningu aðalmeðferðar í málinu. Verjendur sakborninga mættu á svæðið og varð úr að aðalmeðferð hefst að morgni mánudagsins 25. ágúst og er reiknað með að hún standi í þrjá daga. Fimm eru ákærðir í málinu. Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán, og fjárkúgun. Einn karlmaður er ákærður fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Fólkið er grunað um að hafa numið karlmann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars. Þau hafi beitt hann gríðarlegu ofbeldi meðan tilraun var gerð til að hafa af honum fé. Það hafi tekist og þrjár milljónir verið millifærðar á reikning eins sakborningsins. Maðurinn hafi síðan verið skilinn eftir á göngustíg í Gufunesi í Reykjavík og gangandi vegfarendur gengið fram á hann morguninn eftir. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir hinum ákærðu sem birtir voru nýlega kom fram að eiginkona hins látna hefði strax þá um nóttina eftir að maður hennar var numinn á brott fengið símtal þar sem hún var krafin um umtalsverða fjármuni í lausnargjald, „með vísan til þess að hann væri kynferðisafbrotamaður.“ Hvergi í greinargerðum lögreglu er minnst nokkuð á meint brot hins látna heldur er það aðeins haft eftir hótunum sakborninga. Ákærðu eru sagðir hafa beitt karlmanninn margvíslegu ofbeldi eftir að þeir numu hann á brott. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Þá segir að Stefán Blackburn og Lúkas hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að bankareikningum mannsins. Því næst hafi hópurinn farið með manninn að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Maðurinn hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi mannsins inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Fram kom í síðustu viku að Lúkas Geir hefði hvatt Matthías Björn til að taka á sig sök í málinu sökum ungs aldurs. Það hefði hann gert með því að skrifa bréf og skilja eftir á útisvæði í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Bréfið barst aldrei Matthíasi Birni heldur fann erlendur fangi bréfið, skildi ekkert hvað þar stóð og afhenti fangaverði.
Manndráp í Gufunesi Ölfus Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira