Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2025 14:32 Fá slys verða vegna ókyrrðar og slasaðir eru oftar en ekki áhafnarmeðlimir. Vísir/Getty Erlendir miðlar hafa fjallað nokkuð um aukna ókyrrð á síðastu misserum en samkvæmt umfjöllun BBC verða um það bil 5.000 tilfelli alvarlegar ókyrrðar árlega. Tölurnar ber að skoða í því samhengi að um það bil 35 milljón flugferðir eru farnar á ári hverju. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni verða 40 prósent alvarlegra slysa vegna ókyrrðar en aðeins fjórir hafa látist frá 1981, þar af að minnsta kosti einn vegna hjartaáfalls. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og forstöðumaður flugrekstrarsviðs Icelandair, var til viðtals um ókyrrð í Bítinu í morgun, þar sem hann lagði áherslu á að ókyrrð væri sjaldnast hættuleg. Hann var meðal annars spurður að því hvað flugmenn gera þegar þeir lenda í ókyrrð, sem Guðmundur líkti við dýfur á sjó eða í rússíbana. „Fyrsta úrræðið sem við beitum er bara það sem þú myndir gera ef þú keyrir af malbiki og yfir á malarveg á bíl; við bara sláum aðeins af og hægjum aðeins á okkur. Það er ákveðinn hraði fyrir hverja flugvélategund sem er besti hraði til þess að fara í gegnum ókyrrð, það dempar svolítið út hreyfingarnar. Það er almennt það sem við gerum. Svo eru flugmenn þá almennt byrjaðir að skoða og heyra í flugumferðarstjórum hvort að einhver annar er búinn að tilkynna ókyrrð, eru einhverjar aðrar flughæðir betri, eigum við að skipta um hæð?“ segir Guðmundur. Þá sé stundum flogið framhjá eða í kringum ókyrrðasvæði á borð við skýjamyndanir. „En númer eitt, tvö og þjrú þá kveikjum við á sætisbeltaljósunum,“ bætir hann við. Í Bandaríkjunum hafa 207 alvarlegir áverkar verið skráðir vegna ókyrrðar frá 2009 en í 166 tilfella var um að ræða áhafnarmeðlimi, sem starfs síns vegna geta ekki setið kyrfilega beltaðir alla leiðina. Guðmundur segir að á meðan farþegar væru að koma sér vel fyrir færi stór tími flugmanna í það að skoða flugskilyrði og mögulega ókyrrð og að ýmis þróun væri að eiga sér stað varðandi úrræði til að mæta vandanum. „Við erum ekki þeirrar skoðunar að þetta sé hættulegt, vegna þess fyrst og fremst að við erum með búnað um borð í vélinni sem greinir ókyrrð fyrir framan okkur ef hana er að finna inni í skýjum sérstaklega. Við erum líka með mjög nákvæma veðurupplýsingar. Veðurupplýsingar eru líka að verða miklu betri en þær voru á fyrri tímum. Og hjá Icelandair erum við til dæmis að gera tilraunir með gervigreindarbúnað um borð í vélunum okkar sem að getur spáð fyrir fram um ókyrrð með miklu nákvæmari hætti en áður.“ Fréttir af flugi Bítið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Tölurnar ber að skoða í því samhengi að um það bil 35 milljón flugferðir eru farnar á ári hverju. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni verða 40 prósent alvarlegra slysa vegna ókyrrðar en aðeins fjórir hafa látist frá 1981, þar af að minnsta kosti einn vegna hjartaáfalls. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og forstöðumaður flugrekstrarsviðs Icelandair, var til viðtals um ókyrrð í Bítinu í morgun, þar sem hann lagði áherslu á að ókyrrð væri sjaldnast hættuleg. Hann var meðal annars spurður að því hvað flugmenn gera þegar þeir lenda í ókyrrð, sem Guðmundur líkti við dýfur á sjó eða í rússíbana. „Fyrsta úrræðið sem við beitum er bara það sem þú myndir gera ef þú keyrir af malbiki og yfir á malarveg á bíl; við bara sláum aðeins af og hægjum aðeins á okkur. Það er ákveðinn hraði fyrir hverja flugvélategund sem er besti hraði til þess að fara í gegnum ókyrrð, það dempar svolítið út hreyfingarnar. Það er almennt það sem við gerum. Svo eru flugmenn þá almennt byrjaðir að skoða og heyra í flugumferðarstjórum hvort að einhver annar er búinn að tilkynna ókyrrð, eru einhverjar aðrar flughæðir betri, eigum við að skipta um hæð?“ segir Guðmundur. Þá sé stundum flogið framhjá eða í kringum ókyrrðasvæði á borð við skýjamyndanir. „En númer eitt, tvö og þjrú þá kveikjum við á sætisbeltaljósunum,“ bætir hann við. Í Bandaríkjunum hafa 207 alvarlegir áverkar verið skráðir vegna ókyrrðar frá 2009 en í 166 tilfella var um að ræða áhafnarmeðlimi, sem starfs síns vegna geta ekki setið kyrfilega beltaðir alla leiðina. Guðmundur segir að á meðan farþegar væru að koma sér vel fyrir færi stór tími flugmanna í það að skoða flugskilyrði og mögulega ókyrrð og að ýmis þróun væri að eiga sér stað varðandi úrræði til að mæta vandanum. „Við erum ekki þeirrar skoðunar að þetta sé hættulegt, vegna þess fyrst og fremst að við erum með búnað um borð í vélinni sem greinir ókyrrð fyrir framan okkur ef hana er að finna inni í skýjum sérstaklega. Við erum líka með mjög nákvæma veðurupplýsingar. Veðurupplýsingar eru líka að verða miklu betri en þær voru á fyrri tímum. Og hjá Icelandair erum við til dæmis að gera tilraunir með gervigreindarbúnað um borð í vélunum okkar sem að getur spáð fyrir fram um ókyrrð með miklu nákvæmari hætti en áður.“
Fréttir af flugi Bítið Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira