Erlent

Fjórir karl­menn stálu Labubu í tuga­tali

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Þjófnaðurinn náðist á myndband. 
Þjófnaðurinn náðist á myndband.  Instagram/Onestopsaless

Hópur ungra karlmanna braust inn í leikfangaverslun í Kaliforníu á dögunum og stal nærri öllum birgðum verslunarinnar af leikfanginu Labubu. Þjófarnir tóku með sér varning að andvirði nærri 900 þúsund króna. 

Í myndskeiði sem birtist á samfélagsmiðlum verslunarinnar One Stop Sales sést hópurinn æða um húsnæðið og sanka að sér leikfangakössum, en verslunin er þekkt fyrir að selja hinar víðfrægu Labubu-leikfangadúkkur, sem óhætt er að segja að séu með vinsælustu fylgihlutum heims um þessar mundir. 

Myndband af verknaðinum má sjá hér að neðan. 

ABC hefur eftir lögreglu í Kaliforníu að þjófarnir séu enn ófundnir en búið sé að leggja hald á bíl sem notaður var til verknaðarins.

Mönnunum tókst að stela kössum að andvirði sjö þúsund Bandaríkjadala, sem jafngilda 854 þúsund íslenskum krónum. Smásöluverð dúkkunnar er um þrjátíu Bandaríkjadalir en þær geta hlaupið á þúsundum dala í endursölu, eftir því hversu sjaldgæfar þær eru.

Labubu-æði hefur gripið um sig á undanförnum mánuðum. Hagnaður Pop Mart, fyrirtækisins sem framleiðir Labubu, hefur það sem af er ári aukist um 350 prósent og Wang Ning, stofnandi Pop Mart, er samkvæmt lista Forbes orðinn tíundi ríkasti maðurinn í Kína. 


Tengdar fréttir

Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?

Loðin kanínulaga tuskudýr með illkvittinn svip ráða um þessar mundir ríkjum í netheimum og leikfangaframleiðandi úti í heimi malar á því gull. Dýrin heita einkennilegu nafni, Labubu, en til hvers eru þau og hvers vegna virðist alla og ömmu þeirra langa í þau?

Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent

Stjórnendur Pop Mart, kínverska fyrirtækisins sem framleiðir hinar gríðarvinsælu Labubu dúkkur, segjast gera ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins hafi aukist um 350 prósent það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×