Sport

Eir komin í úrslitahlaupið á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eir Chang Hlésdóttir hefur átt frábært sumar.
Eir Chang Hlésdóttir hefur átt frábært sumar. @icelandathletics

Eir Chang Hlésdóttir tryggði sér í dag sæti í úrslitum í 200 metra hlaupi á Evrópumóti tuttugu ára og yngri í frjálsum íþróttum en mótið fer fram í Tampere í Finnlandi.

Eir kom í mark á 23,45 sekúndum sem er hraðar en í undanrásunum þegar hún hljóp á 24,09 sekúndum. Hún var aðeins einu sekúndubroti frá Íslandsmeti sínu frá því Evrópubikarnum fyrr í sumar.

Eir varð þriðja í sinum riðli og fjórða samanlagt í undanúrslitunum.

Hún náði áttunda besta tímanum í undanrásunum og hækkaði sig því um fjögur sæti sem er frábært.

Þjóðverjinn Judith Bilepo Mokobe kom fyrst í mark á 23,11 sekúndum en næst á undan Eir var Tékkinn Silvie Danecková sem hljóp á 23,44 sekúndum.

Úrslitahlaupið er fram seinna í dag og það verður spennandi að fylgjast með því hvernig gengur þá hjá Eir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×