Sport

Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íþróttafólk á móður sinni mikið að þakka en ekki bara fyrir að hugsa vel um sig alla tíð og styðja við bakið á sér heldur einnig þegar kemur að genunum.
Íþróttafólk á móður sinni mikið að þakka en ekki bara fyrir að hugsa vel um sig alla tíð og styðja við bakið á sér heldur einnig þegar kemur að genunum. Getty/Ben McShane/

Börn íþróttakvenna eiga von á því að efra betri íþróttahæfileika frekar frá móður sinni en föður ef marka má nýja rannsókn.

Vísindamenn skoðuðu erfðaefni og hvernig þau skila sér til afkvæma þegar kemur að hæfileikum til að hreyfa sig.

Rannsóknin var gerð á vegum Journal of Applied Physiology og niðurstöðurnar vekja vissulega athygli.

Þegar kemur að getunni til að taka upp súrefni eða þegar kemur að vöðvastyrk einstaklinganna, sem voru rannsakaðir, þá erfir íþróttafólkið það fyrst og fremst góð gen frá móður sinni.

Allir fá auðvitað erfðaefni frá bæði móður og föður en samkvæmt þessu hefur móðirin meiri getu að útvega barni sínu erfðaefni sem hafa jákvæð áhrif á íþróttahæfileika.

Það verður fróðlegt að sjá hvort þetta verði rannsakað enn frekar hvað þá ef við fengjum svona rannsókn hér á Íslandi.

Eplið hefur oft ekki fallið langt frá eikinni og við höfum séð mörg dæmi um það að íþróttahæfileikar erfist milli kynslóða.

Næst ætti menn kannski að skoða hver mamma sé þegar farið er út í slíkar vangaveltur. Vísindin tala sínu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×