Körfubolti

Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tómas Steindórsson og Andri Már Eggertsson spreyttu sig í hraðaupphlaupskeppni í handbolta. Silfurdrengirnir Hreiðar Levý Guðmundsson og Björgvin Páll Gústavsson hjálpuðu til.
Tómas Steindórsson og Andri Már Eggertsson spreyttu sig í hraðaupphlaupskeppni í handbolta. Silfurdrengirnir Hreiðar Levý Guðmundsson og Björgvin Páll Gústavsson hjálpuðu til. sýn sport

Ný vika og ný grein á Extra-leikunum þar sem þeir Tómas Steindórsson og Andri Már Eggertsson, Nablinn, keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Í síðasta þætti Bónus Körfuboltakvölds Extra var sýnt frá sjöundu keppni Extra-leikanna. Hún fór fram á Hlíðarenda þar sem Tommi og Nablinn mættust í hraðaupphlaupskeppni í handbolta.

Líkt og í síðustu viku, þar sem Tommi og Nablinn kepptu í vítakastkeppni í handbolta, nutu þeir aðstoðar markvarða silfurliðs Íslands á Ólympíuleikunum 2008, þeirra Björgvins Páls Gústavssonar og Hreiðars Levý Guðmundssonar.

Klippa: Extra-leikarnir: 7. umferð - hraðaupphlaupskeppni í handbolta

Annar þeirra kastaði fram völlinn á Tomma eða Nablann sem greip boltann og freistaði þess að koma honum framhjá hinum markverðinum.

„Hann réði ekkert við stunguna,“ sagði Tommi rogginn þegar hann lýsti markinu sem hann skoraði úr fyrstu tilraun sinni en þar kom hann boltanum framhjá Björgvini með heldur óhefðbundnu skoti.

„Þessi hefur aldrei verið í HK-akademíunni,“ sagði Nablinn áður en röðin kom að honum. Hann hefur æft handbolta að undanförnu og það bar góðan ávöxt eins og sjá má í innslaginu.

„Ég skammast mín ekki fyrir að tapa í þessu,“ sagði Tommi sem viðurkenndi að handbolti væri ekki hans íþrótt. Hann spurði síðan ráða hvernig best væri að losna við harpixið af höndunum.

Eftir sigurinn í hraðaupphlaupskeppninni er Nablinn allt í einu kominn í bílstjórasætið á Extra-leikunum eins og þeir Tommi og Stefán Árni Pálsson ræddu í settinu.

Sjöundu keppni Extra-leikanna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins

Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×