Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:07 Dönsku bullurnar velta kamri eftir lokaflautið í gær. Sýn Sport Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Meiriháttar áflog brutust út og menn úr danska hópnum unnu skemmdir á vellinum sem metnar eru á fimm milljónir. Sverrir Geirdal framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir í samtali við fréttastofu að félagið muni krefja Bröndby um bætur vegna skemmdanna. Hann reiknar með að Bröndby fallist á þá kröfu. „Við höfum ekki náð mikið í Bröndby í dag. Þeir eru örugglega í smá sjokki greyin,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hann fúlsar við spurningu blaðamanns um hvort áfengissala hafi verið á leiknum og telur slíkt ekki koma málinu við. „Það sem gerðist í gær hefur ekkert að gera með hvort það var áfengissala eða ekki,“ segir Sverrir sem síðan jánkar spurður hvort áfengi hafi verið til sölu á leiknum. Athygli vakti á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í júní að einungis óáfengur bjór var til sölu á leiknum. Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings sagði þá að félög á höfuðborgarsvæðinu hefðu nýlega fundað með lögreglu og fengið upplýsingar um hvers konar leyfi þyrftu að vera fyrir hendi fyrir áfengissölu. Víkingur væri með nýja leyfisumsókn í ferli og að félagið vildi ekki taka óþarfa sénsa meðan á ferlinu stæði og því hafi engin áfengissala verið á leiknum gegn Aftureldingu. Aðspurður segir Sverrir nýja leyfisumsókn fyrir áfengissölu á leikjum félagsins enn í vinnslu. Aðspurður hvernig fyrirkomulag verði á áfengissölu næstu heimaleikja ítrekar hann að hún hafi ekkert með uppákomu gærkvöldsins að gera. „Þetta gerðist hvorki vegna né þrátt fyrir að það hafi verið seldur léttur bjór á Víkingsvelli.“ Þannig þið haldið ótrauðir áfram? „Við ætlum að halda ótrauðir áfram að standa okkur vel á fótboltaleikjum og bjóða upp á frábæra upplifun í Víkinni.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Reykjavík Tengdar fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Meiriháttar áflog brutust út og menn úr danska hópnum unnu skemmdir á vellinum sem metnar eru á fimm milljónir. Sverrir Geirdal framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir í samtali við fréttastofu að félagið muni krefja Bröndby um bætur vegna skemmdanna. Hann reiknar með að Bröndby fallist á þá kröfu. „Við höfum ekki náð mikið í Bröndby í dag. Þeir eru örugglega í smá sjokki greyin,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hann fúlsar við spurningu blaðamanns um hvort áfengissala hafi verið á leiknum og telur slíkt ekki koma málinu við. „Það sem gerðist í gær hefur ekkert að gera með hvort það var áfengissala eða ekki,“ segir Sverrir sem síðan jánkar spurður hvort áfengi hafi verið til sölu á leiknum. Athygli vakti á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í júní að einungis óáfengur bjór var til sölu á leiknum. Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings sagði þá að félög á höfuðborgarsvæðinu hefðu nýlega fundað með lögreglu og fengið upplýsingar um hvers konar leyfi þyrftu að vera fyrir hendi fyrir áfengissölu. Víkingur væri með nýja leyfisumsókn í ferli og að félagið vildi ekki taka óþarfa sénsa meðan á ferlinu stæði og því hafi engin áfengissala verið á leiknum gegn Aftureldingu. Aðspurður segir Sverrir nýja leyfisumsókn fyrir áfengissölu á leikjum félagsins enn í vinnslu. Aðspurður hvernig fyrirkomulag verði á áfengissölu næstu heimaleikja ítrekar hann að hún hafi ekkert með uppákomu gærkvöldsins að gera. „Þetta gerðist hvorki vegna né þrátt fyrir að það hafi verið seldur léttur bjór á Víkingsvelli.“ Þannig þið haldið ótrauðir áfram? „Við ætlum að halda ótrauðir áfram að standa okkur vel á fótboltaleikjum og bjóða upp á frábæra upplifun í Víkinni.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Reykjavík Tengdar fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48