Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:07 Dönsku bullurnar velta kamri eftir lokaflautið í gær. Sýn Sport Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Meiriháttar áflog brutust út og menn úr danska hópnum unnu skemmdir á vellinum sem metnar eru á fimm milljónir. Sverrir Geirdal framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir í samtali við fréttastofu að félagið muni krefja Bröndby um bætur vegna skemmdanna. Hann reiknar með að Bröndby fallist á þá kröfu. „Við höfum ekki náð mikið í Bröndby í dag. Þeir eru örugglega í smá sjokki greyin,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hann fúlsar við spurningu blaðamanns um hvort áfengissala hafi verið á leiknum og telur slíkt ekki koma málinu við. „Það sem gerðist í gær hefur ekkert að gera með hvort það var áfengissala eða ekki,“ segir Sverrir sem síðan jánkar spurður hvort áfengi hafi verið til sölu á leiknum. Athygli vakti á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í júní að einungis óáfengur bjór var til sölu á leiknum. Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings sagði þá að félög á höfuðborgarsvæðinu hefðu nýlega fundað með lögreglu og fengið upplýsingar um hvers konar leyfi þyrftu að vera fyrir hendi fyrir áfengissölu. Víkingur væri með nýja leyfisumsókn í ferli og að félagið vildi ekki taka óþarfa sénsa meðan á ferlinu stæði og því hafi engin áfengissala verið á leiknum gegn Aftureldingu. Aðspurður segir Sverrir nýja leyfisumsókn fyrir áfengissölu á leikjum félagsins enn í vinnslu. Aðspurður hvernig fyrirkomulag verði á áfengissölu næstu heimaleikja ítrekar hann að hún hafi ekkert með uppákomu gærkvöldsins að gera. „Þetta gerðist hvorki vegna né þrátt fyrir að það hafi verið seldur léttur bjór á Víkingsvelli.“ Þannig þið haldið ótrauðir áfram? „Við ætlum að halda ótrauðir áfram að standa okkur vel á fótboltaleikjum og bjóða upp á frábæra upplifun í Víkinni.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Reykjavík Tengdar fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Meiriháttar áflog brutust út og menn úr danska hópnum unnu skemmdir á vellinum sem metnar eru á fimm milljónir. Sverrir Geirdal framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir í samtali við fréttastofu að félagið muni krefja Bröndby um bætur vegna skemmdanna. Hann reiknar með að Bröndby fallist á þá kröfu. „Við höfum ekki náð mikið í Bröndby í dag. Þeir eru örugglega í smá sjokki greyin,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Hann fúlsar við spurningu blaðamanns um hvort áfengissala hafi verið á leiknum og telur slíkt ekki koma málinu við. „Það sem gerðist í gær hefur ekkert að gera með hvort það var áfengissala eða ekki,“ segir Sverrir sem síðan jánkar spurður hvort áfengi hafi verið til sölu á leiknum. Athygli vakti á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í júní að einungis óáfengur bjór var til sölu á leiknum. Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings sagði þá að félög á höfuðborgarsvæðinu hefðu nýlega fundað með lögreglu og fengið upplýsingar um hvers konar leyfi þyrftu að vera fyrir hendi fyrir áfengissölu. Víkingur væri með nýja leyfisumsókn í ferli og að félagið vildi ekki taka óþarfa sénsa meðan á ferlinu stæði og því hafi engin áfengissala verið á leiknum gegn Aftureldingu. Aðspurður segir Sverrir nýja leyfisumsókn fyrir áfengissölu á leikjum félagsins enn í vinnslu. Aðspurður hvernig fyrirkomulag verði á áfengissölu næstu heimaleikja ítrekar hann að hún hafi ekkert með uppákomu gærkvöldsins að gera. „Þetta gerðist hvorki vegna né þrátt fyrir að það hafi verið seldur léttur bjór á Víkingsvelli.“ Þannig þið haldið ótrauðir áfram? „Við ætlum að halda ótrauðir áfram að standa okkur vel á fótboltaleikjum og bjóða upp á frábæra upplifun í Víkinni.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Áfengi í íþróttastarfi Reykjavík Tengdar fréttir Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48