Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 11:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki einhug innan Evrópusambandsins um verndartollana sem sambandið hyggst leggja á Ísland. Vísir/anton brink Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. Líkt og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið leggja tolla á kísiljárn og járnblendi. Forstjóri Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, segir að tollarnir komi til með að þurrka samkeppnishæfni félagsins út. Ríkisstjórnin hefur í leið sætt gagnrýni fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni landsins með nægilegum þunga, og ráðamenn sagt ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið ástæðu þess. Í viðtali við Helga Seljan í Morgunglugganum á Rás 1 í morgun segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra það af og frá. „Allir þeir fundir sem ég hef átt eftir að ég tók embætti, og það sama á við um utanríkisráðherra, hafa falið í sér mjög skýr skilaboð af okkar hálfu að standa með hagsmunum Íslands. Ég, til dæmis, álít allar mínar utanlandsferðir fyrst og fremst sem hagsmunagæsluferðir. Við erum með skýr skilaboð á öllum funsum, hvort sem það eru tollar eða verndaraðgerðir, af því að við höfum haft áhyggjur af ekki endilega bara þessu heldur almennt alþjóðamálum þegar kemur að verndartollum út af stöðunni sem er uppi í Bandaríkjunum og annars staðar,“ sagði Kristrún í viðtalinu. Hún segir ákvörðun Evrópusambandsins um verndartollana á kísiljárn ekki léttvæga. „Fólki finnst þetta auðvitað ekki jákvætt skref að því leytinu til að það er aldrei jákvætt að ráðast í svona aðgerðir. Þetta er viðskiptablokk sem trúir á frjálsa samkeppni en er auðvitað að eiga við það eins og við höfum auðvitað fundið fyrir í okkar eigin geirum hér heima.“ Hún tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að ef slíkum verndaraðgerðum yrði komið á væri það brot á EES-samningnum. „Það er ekki einhugur, að ég tel, meðal landa Evrópusambandsins um þetta. En ég held að það dyljist engu um það að munurinn þar á eru hagsmunir. Það eru hagsmunir ákveðinna landa undir en annarra ekki.“ Hún ítrekar að sú staða sem upp er komin í tengslum við verndartollana hafi ekkert að gera með skort á hagsmunagæslu af hálfu Íslands. Evrópusambandið Utanríkismál Skattar og tollar Áliðnaður Samfylkingin Tengdar fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið leggja tolla á kísiljárn og járnblendi. Forstjóri Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, segir að tollarnir komi til með að þurrka samkeppnishæfni félagsins út. Ríkisstjórnin hefur í leið sætt gagnrýni fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni landsins með nægilegum þunga, og ráðamenn sagt ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið ástæðu þess. Í viðtali við Helga Seljan í Morgunglugganum á Rás 1 í morgun segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra það af og frá. „Allir þeir fundir sem ég hef átt eftir að ég tók embætti, og það sama á við um utanríkisráðherra, hafa falið í sér mjög skýr skilaboð af okkar hálfu að standa með hagsmunum Íslands. Ég, til dæmis, álít allar mínar utanlandsferðir fyrst og fremst sem hagsmunagæsluferðir. Við erum með skýr skilaboð á öllum funsum, hvort sem það eru tollar eða verndaraðgerðir, af því að við höfum haft áhyggjur af ekki endilega bara þessu heldur almennt alþjóðamálum þegar kemur að verndartollum út af stöðunni sem er uppi í Bandaríkjunum og annars staðar,“ sagði Kristrún í viðtalinu. Hún segir ákvörðun Evrópusambandsins um verndartollana á kísiljárn ekki léttvæga. „Fólki finnst þetta auðvitað ekki jákvætt skref að því leytinu til að það er aldrei jákvætt að ráðast í svona aðgerðir. Þetta er viðskiptablokk sem trúir á frjálsa samkeppni en er auðvitað að eiga við það eins og við höfum auðvitað fundið fyrir í okkar eigin geirum hér heima.“ Hún tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að ef slíkum verndaraðgerðum yrði komið á væri það brot á EES-samningnum. „Það er ekki einhugur, að ég tel, meðal landa Evrópusambandsins um þetta. En ég held að það dyljist engu um það að munurinn þar á eru hagsmunir. Það eru hagsmunir ákveðinna landa undir en annarra ekki.“ Hún ítrekar að sú staða sem upp er komin í tengslum við verndartollana hafi ekkert að gera með skort á hagsmunagæslu af hálfu Íslands.
Evrópusambandið Utanríkismál Skattar og tollar Áliðnaður Samfylkingin Tengdar fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03
Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17