Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 23:58 Misvísandi skilaboð hafa borist hvaðanæva af um mögulegan fund stórveldanna. Vísir/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseti segist reiðbúinn að hitta Vladímír Pútín Rússlandsforseta þrátt fyrir að sá siðarnefndi neiti að funda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sú saga gekk að fundur leiðtoga stríðandi fylkinganna væri skilyrði fundar Trump og Pútín en svo virðist ekki vera. Trump hefur reynt að koma á fundi Pútín og Selenskí um nokkurt skeið en án árangurs. Á morgun rennur út sá frestur sem Trump gaf Pútín til að koma á friði ellegar myndi hann beita Rússland og ríki sem eiga í viðskiptum við Rússland hertum viðskiptaþvingunum. Pútín sagði sjálfur í dag að það kæmi ekki til greina að hann fundaði með Selenskí. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fór á fund Pútíns í Moskvu í gær og ræddu þeir saman í þrjá tíma. Eftir það bárust fregnir af því að von væri á fundi milli Trumps og Pútíns og það strax í næstu viku. Í morgun var svo greint frá því að þriggja forseta fundur yrði ekki að veruleika en Trump virðist enn binda vonir við það að geta þokað hlutum í friðarátt þó Selenskí verði fjarri góðu gamni. Aðspurður af blaðamönnum í Hvíta húsinu í dag sagði Trump það ekki vera skilyrði fyrir fundi sín og Pútín að Úkraínumenn fengju sæti við borðið. „Þeir vilja funda með mér og geri mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að binda enda á blóðsúthellingarnar,“ sagði hann þá. Bandaríkjamenn hafi reifað fund þriggja án athugasemda Þessi ummæli ganga þvert á fréttir New York Post frá því fyrr í dag þar sem haft var eftir heimildamann úr Hvíta húsinu að ekki yrði af fundi forsetanna tveggja nema af yrði fundi forsetanna þriggja, hvort sem það yrði saman eða hvort í sínu lagi. Guardian greinir frá því að þó ráðamenn í Moskvu bindi miklar vonir við fund með Bandaríkjaforseta sé fundur með Selenskí ekki í kortunum. Allt tal um slíkan fund hafi runnið mótsvarslaust af vörum Steve Witkoff, sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta, þegar hann fundaði í Kreml í dag. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar „Við höfum í huga að undirbúa tvíhliða fund með Trump fyrst um sinn. Hvað þríhliða fund snertir, sem stjórnvöld í Washington reifuðu af einhverri ástæðu í gær, var það nokkuð sem Bandaríkjamenn minntust á á fundinum í Kreml. En þetta var ekki rætt. Rússneska nefndin snerti ekkert á þessu,“ er haft eftir Júríj Úsjakov aðstoðarmanni Pútíns Rússlandsforseta. Engin staðsetning hefur verið slegin föst en Pútín hefur sagt það koma til greina að funda með Trump í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fundur stórveldanna Tilhugsunin um að Pútín og Trump leggi línurnar á mögulegum friðarsáttmála án nokkurrar aðkomu evrópskra leiðtoga, eða Úkraínumanna hvað það varðar, gengur þvert á yfirlýsingar þeirra síðarnefndu um mikilvægi þess að ekkert verði rætt án þess að Úkraínumenn eigi sæti við borðið. „Ekkert um Úkraínu, án Úkraínu“ er orðtæki sem hefur ósjaldan ratast utanríkisráðherrum Evrópu á munn og þar er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir engin undantekning. Guardian hefur eftir Kíril Dmítríjev, efnahagsráðgjafa Rússlandsstjórnar, að fundur Trump og Pútín yrði gott tækifæri til beinna samskipta á milli Moskvu og Washington, án „falsupplýsinganna“ um Rússland sem önnur lönd beiti til að hafa áhrif á Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. 7. ágúst 2025 21:32 Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Trump hefur reynt að koma á fundi Pútín og Selenskí um nokkurt skeið en án árangurs. Á morgun rennur út sá frestur sem Trump gaf Pútín til að koma á friði ellegar myndi hann beita Rússland og ríki sem eiga í viðskiptum við Rússland hertum viðskiptaþvingunum. Pútín sagði sjálfur í dag að það kæmi ekki til greina að hann fundaði með Selenskí. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fór á fund Pútíns í Moskvu í gær og ræddu þeir saman í þrjá tíma. Eftir það bárust fregnir af því að von væri á fundi milli Trumps og Pútíns og það strax í næstu viku. Í morgun var svo greint frá því að þriggja forseta fundur yrði ekki að veruleika en Trump virðist enn binda vonir við það að geta þokað hlutum í friðarátt þó Selenskí verði fjarri góðu gamni. Aðspurður af blaðamönnum í Hvíta húsinu í dag sagði Trump það ekki vera skilyrði fyrir fundi sín og Pútín að Úkraínumenn fengju sæti við borðið. „Þeir vilja funda með mér og geri mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að binda enda á blóðsúthellingarnar,“ sagði hann þá. Bandaríkjamenn hafi reifað fund þriggja án athugasemda Þessi ummæli ganga þvert á fréttir New York Post frá því fyrr í dag þar sem haft var eftir heimildamann úr Hvíta húsinu að ekki yrði af fundi forsetanna tveggja nema af yrði fundi forsetanna þriggja, hvort sem það yrði saman eða hvort í sínu lagi. Guardian greinir frá því að þó ráðamenn í Moskvu bindi miklar vonir við fund með Bandaríkjaforseta sé fundur með Selenskí ekki í kortunum. Allt tal um slíkan fund hafi runnið mótsvarslaust af vörum Steve Witkoff, sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta, þegar hann fundaði í Kreml í dag. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar „Við höfum í huga að undirbúa tvíhliða fund með Trump fyrst um sinn. Hvað þríhliða fund snertir, sem stjórnvöld í Washington reifuðu af einhverri ástæðu í gær, var það nokkuð sem Bandaríkjamenn minntust á á fundinum í Kreml. En þetta var ekki rætt. Rússneska nefndin snerti ekkert á þessu,“ er haft eftir Júríj Úsjakov aðstoðarmanni Pútíns Rússlandsforseta. Engin staðsetning hefur verið slegin föst en Pútín hefur sagt það koma til greina að funda með Trump í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fundur stórveldanna Tilhugsunin um að Pútín og Trump leggi línurnar á mögulegum friðarsáttmála án nokkurrar aðkomu evrópskra leiðtoga, eða Úkraínumanna hvað það varðar, gengur þvert á yfirlýsingar þeirra síðarnefndu um mikilvægi þess að ekkert verði rætt án þess að Úkraínumenn eigi sæti við borðið. „Ekkert um Úkraínu, án Úkraínu“ er orðtæki sem hefur ósjaldan ratast utanríkisráðherrum Evrópu á munn og þar er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir engin undantekning. Guardian hefur eftir Kíril Dmítríjev, efnahagsráðgjafa Rússlandsstjórnar, að fundur Trump og Pútín yrði gott tækifæri til beinna samskipta á milli Moskvu og Washington, án „falsupplýsinganna“ um Rússland sem önnur lönd beiti til að hafa áhrif á Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. 7. ágúst 2025 21:32 Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. 7. ágúst 2025 21:32
Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05
Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26