Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2025 23:53 Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá https://hi.is/kynningarefni/nemendur. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Þar eru þá eru ekki meðtaldir útskrifaðir nemendur sem lögðu stund á leikskólakennarafræði eða sérhæft nám til framhaldsskólakennslu. Líklega má áætla að nýlegir kjarasamningar kennara hafi sitt að segja og því bera að fagna. En er núverandi námsfyrirkomulag að undirbúa nýja kennara nægilega vel fyrir kröfur starfsins. Því það er mergur málsins. Það skiptir litlu máli að brautskrá kennara sem skila sér aldrei á gólfið, eða brenna út á örfáum árum. Því legg ég til nokkrar óhefðbundnar nálganir varðandi kennaranámið sem gætu skilað sér í betur undirbúnum kennurum. Það fyrsta væri ákveðin iðnaðarmanna nálgun. Kennaranemar sinna verknámi sem stuðningsfulltrúar, allt B.Ed. námið á nemalaunum svipað eins og tíðkast í iðngreinum. Þar lærir viðkomandi bekkjarstjórnun, kynnist nemendum í raunaðstæðum og þeir verðandi kennaranum. Þá finnur viðkomandi líka fljótt í eigin skinni hvort hann er starfi sínu vaxinn og hvort þetta séu aðstæður sem viðkomandi telur sig geta unnið við. Aukinn ávinningur fyrir samfélagið er að tækla mönnunarvanda innan grunnskólanna auk þess að koma í veg fyrir að einstaklingurinn eyði fimm eða fleiri árum í nám, frá vinnumarkaði, en hættir um leið og á hólminn er komið. Í öðru lagi legg ég til að aukið verði verulega vægi verklegrar raddþjálfunar. Röddin er fyrst og síðast mikilvægasta verkfæri kennara. Það er líka sá hlutur sem getur átt þátt í að halda kennurum frá vinnu. Því það er hægt að takast á við markt og leysa eða harksér en viðkomandi kennir lítið raddlaus, nema nemendur kunni táknmál eða séu tilbúnir að taka eingöngu skriflegum leiðbeiningum á töflu eða í tölvuskjá. Dæmi hver fyrir sig um hversu líklegt það er fyrir nemendur á yngsta stigi sem dæmi. Í þriðja lagi að bæta verulega við þjálfun í samskiptum við foreldra, forsjáraðila og forráðamenn, allt frá framsetningu tölvupósta til samskipta símleiðis. Hvernig á að framkvæma foreldraviðtöl og foreldrafundi af skilvirkni og hagkvæmni. Í fjórða lagi væri það markviss kennsla og þjálfun á náms- og upplýsingakerfið Mentor. Allt skólastarf er gegnumsýrt af þessu forrit, þarna fara upplýsingagjöf, samskipti, verkefnaskil og einkunnagjöf fram og því er ekki seinna vænna en að nemandi komi til starfa vel sjóaður í notkun þess. Tillögur þessar eru byggðar á reynslu höfundar sem nýliða í kennslu, samtölum við aðra nýliða og eldri samkennara. Höfundur er grunnskólakennari og einlægur áhugamaður um menntamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá https://hi.is/kynningarefni/nemendur. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Þar eru þá eru ekki meðtaldir útskrifaðir nemendur sem lögðu stund á leikskólakennarafræði eða sérhæft nám til framhaldsskólakennslu. Líklega má áætla að nýlegir kjarasamningar kennara hafi sitt að segja og því bera að fagna. En er núverandi námsfyrirkomulag að undirbúa nýja kennara nægilega vel fyrir kröfur starfsins. Því það er mergur málsins. Það skiptir litlu máli að brautskrá kennara sem skila sér aldrei á gólfið, eða brenna út á örfáum árum. Því legg ég til nokkrar óhefðbundnar nálganir varðandi kennaranámið sem gætu skilað sér í betur undirbúnum kennurum. Það fyrsta væri ákveðin iðnaðarmanna nálgun. Kennaranemar sinna verknámi sem stuðningsfulltrúar, allt B.Ed. námið á nemalaunum svipað eins og tíðkast í iðngreinum. Þar lærir viðkomandi bekkjarstjórnun, kynnist nemendum í raunaðstæðum og þeir verðandi kennaranum. Þá finnur viðkomandi líka fljótt í eigin skinni hvort hann er starfi sínu vaxinn og hvort þetta séu aðstæður sem viðkomandi telur sig geta unnið við. Aukinn ávinningur fyrir samfélagið er að tækla mönnunarvanda innan grunnskólanna auk þess að koma í veg fyrir að einstaklingurinn eyði fimm eða fleiri árum í nám, frá vinnumarkaði, en hættir um leið og á hólminn er komið. Í öðru lagi legg ég til að aukið verði verulega vægi verklegrar raddþjálfunar. Röddin er fyrst og síðast mikilvægasta verkfæri kennara. Það er líka sá hlutur sem getur átt þátt í að halda kennurum frá vinnu. Því það er hægt að takast á við markt og leysa eða harksér en viðkomandi kennir lítið raddlaus, nema nemendur kunni táknmál eða séu tilbúnir að taka eingöngu skriflegum leiðbeiningum á töflu eða í tölvuskjá. Dæmi hver fyrir sig um hversu líklegt það er fyrir nemendur á yngsta stigi sem dæmi. Í þriðja lagi að bæta verulega við þjálfun í samskiptum við foreldra, forsjáraðila og forráðamenn, allt frá framsetningu tölvupósta til samskipta símleiðis. Hvernig á að framkvæma foreldraviðtöl og foreldrafundi af skilvirkni og hagkvæmni. Í fjórða lagi væri það markviss kennsla og þjálfun á náms- og upplýsingakerfið Mentor. Allt skólastarf er gegnumsýrt af þessu forrit, þarna fara upplýsingagjöf, samskipti, verkefnaskil og einkunnagjöf fram og því er ekki seinna vænna en að nemandi komi til starfa vel sjóaður í notkun þess. Tillögur þessar eru byggðar á reynslu höfundar sem nýliða í kennslu, samtölum við aðra nýliða og eldri samkennara. Höfundur er grunnskólakennari og einlægur áhugamaður um menntamál.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun